laugardagur, janúar 03, 2004

2004!
Gleðilegt ár allir! Síðasta vikan af árinu 2003 var gasalega notaleg og skemmtileg. ég er í löngu jólafríi, vann þess vegna frekar mikið, en var reyndar í fríi á þorláksmessukvöld. Sandra, Maggi, Gumi og ég fórum á smá tónleika þá um kvöldið, mjög huggó nema þegar við Gummi vorum að labba í bílinn, þá kastaði einhver Selfoss-tjokkóinn flösku óvart næstum því í hausinn á mér. Vitleysingur. Ef ég hefði verið skrefinu framar þá hefði ég rotast. Held ég. Svo fékk ég að sjálfsögðu ýmislegt fallegt á jólunum (og borðaði rjúpu;)) og hitti Clueless vinkonur mínar í Spa-inu hjá pabba hennar Erlu. Við (eða Kvennfélagið Stirða eins og við erum að pæla í að kalla okkur) fórum þangað að kósa okkur, æfa sundfimleika og hanga í gufu, og fórum svo þaðan á Stælinn og því næst til Elsu bókmenntaskutlu frá Stokkhólmi með meiru. Það var orðið alltof langt síðan ég hafði hitt svona mörg eintök af Clueless-vinkonum samankomnar á einum stað að ég skemmti mér alveg extra vel. Ekki amalegur félagsskapur! Ekki má gleyma Vökujólaboðinu sem var líka huggulegt og kósí. Við drukkum heitt SÚKKULAÐI (ekki kakó!!!) og borðuðum snarl með:) Yngsti Vökuliðinn í boðinu var hann Ásmundur sonur Jarþrúðar en hann fæddist í september og er því mjög ungur og efnilegur. Svo kom snjókoma á mánudegi, bravó fyrir því, svo kom einhver þriðjudagur sem ég man lítið eftir, nema jú að ég fór í Smáralind með Söndru. Svo kom gamlársdagur sem var bara fínn og nýja árið byrjaði ég svo á að passa Birgi Stein systurson minn í tvo daga. Við skemmtum okkur ótrúlega vel saman, fórum t.d. með Diljá frænku (sem er 5 ára bróðurdóttir mín) á skauta, skoðuðum litlu kisu Þórhildar og Eddu (dætur hins bróður míns fyrir þá sem eki þekkja mig og mína familíu) og horfðum á IDOL. Í kvöld borðuðum við Gvendur svo hjá Söndru og Magga en í fyrramálið halda þau til Englands. Elsa er líka að fara aftur út, og Herdís. Mér finnst þetta alltof stutt stopp hjá ykkur...huhuhu. over and out!

Engin ummæli: