gleðilegan föstudag
Jæja, ég þarf ekki að bíða mikið lengur, IDOL er í kvöld....jejejeje:) Ég hef misst af ótal þáttum. Ég reyni að horfa á IDOL þegar ég er ekki í útlöndum (hehe). Reyndar er ég bara svo ánægð með margt akkúrat núna. Í gærkvöldi var ég hins vegar ekkert svo svakalega ánægð í smástund og það bitnaði þá á Gumma sem lætur smá fýlu í stelpunni nú ekki hafa áhrif á sig. Ég held að ég hafi bara verið svöng og svo langaði mig í ís og fékk ekki ís og svona rúllaði þetta. Ég var reyndar ekkert í fýlu, bara frekar óhress. Í dag er ég hins vegar hress, enda fór ég á ánægjulegan fund (kaffi) með Páli yfirmanni í morgun ásamt öðrum stúdentaráðsliðum. Veðrið er ótrúlega fallegt og Herra Bláfjöll spáir opnun á morgun í fjallinu. Ég kemst reyndar ekki, en þetta er þó allt á réttri leið. Ég fer aðeins í tvö próf og eitt munnlegt próf, og ég kvíði þeim ekkert svo, ég er bara ánægð yfir að þetta sé að byrja. Þegar ég er búin í prófunum get ég farið að hitta vinkonurnar mínar en ég hef saknað þeirra sárt í haust, og á auk þess von á vinkonum að utan:) Elsu hef ég ekki séð síðan í maí, Söndru sá ég reyndar um daginn og Herdísi og Aldísi í september. Svakalega er Vaka samt öflug víða... rakst á þetta á netinu;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli