puff
Ég segi nú ekki annað en puff, þvílíkur aumingjabloggari. Nenni því ekki þessa dagana, og hef hvort eð er ekki tíma. Ef ég hef tíma þá geri ég frekar eitthvað annað eins og hitta fólk eða bara sofa út. Í síðustu viku hitti ég t.d. Söndru, Bryndísi og Aldísi en sú síðastnefnda bauð okkur í mat í Reykjanesbæinn. Það var afar huggulegt enda ekki við öðru að búast. Konan er myndarleg mjög í eldhúsinu og bauð upp á grænmetislasagna. Áðan var ég svo í afmæliskaffiboði hjá Siggu sem var líka ógislagott. Til hamingju með afmælið Sigga. Annars eru hræðilegir atburðir í Svíþjóð manni ofarlega í huga þessa stundina. Elsa sænska segir að almenningur sé harmi sleginn og viti ekki alveg hvernig eigi að taka á málunum. Jæja, nóg um það, ég er á leið til Bergen, ha det bra.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli