Bergen
...var svakafín. Hef komið þangað einu sinni áður, reyndar mjög stutt stopp þá, enn styttra en þetta núna. Fór upp á Flöien, sem er svona fjall, eða toppur eða hóll (400 metrar) yfir miðbænum. Að sjálfsögðu gekk ég ekki heldur tók lest upp bratta hlíðina og þaðan var útsýnið magnað. Það sem meira er, er að við fengum sól og blíðu sem er ekki sjálfsagt í þessari borg.
Áslaug er komin með barn í magann og á von á að það fari aftur út úr honum í apríl sem er einmitt 9 mánuðum eftir brúðkaupið...ehehe:) Áslaug mín, við vissum alveg hvað þið Óskar voruð farin að gera fyrst Þuríður er orðin 1 árs! Til hamingju ljúfan.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli