þriðjudagur, október 28, 2003

Reykjavík
Góðkunningi lögreglunnar á Sikiley er komin aftur á klakann. Eftir svona skemmtilegt ævintýri hef ég eignlega fengið nóg af utanlandsferðum í bili (hélt ég myndi ALDREI segja þetta). Ég er nú samt að fara til Madeira eftir ca. 3 vikur, en sennilega verð ég búin að jafna mig þá og útþráin komin á sinn stað. Annars var Palermo bara fín. Þetta er 5.stærsta borgin á Ítalíu, með um milljón íbúa. Þarna er mikil fátækt, örfáir mjög ríkir (ömmm sagði einhver mafía?) og mjög margir afar fátækir. 20% atvinnuleysi heyrði ég einhvers staðar! Mér fannst fátæktin kannski ekki svo sjáanleg, held ég hafi tvisvar séð t.d. betlara og innfæddir yfirleitt frekar flottir í tauinu, en tölurnar eru víst þessar. Umferðin þarna er ótrúleg, eitt stórt kaos. Núna bendir hins vegar allt til þess að ég þurfi að fara að setjast niður og læra á fullu. Get ekki frestað því lengur...best að byrja.

Engin ummæli: