American Style
Ég er orðin svo mikill fastakúnni á Stælnum að ég vann um daginn máltíð hjá þeim í einhverjum svona sms-leik! Það er ekki slæmt. Svo er bara almennt mikil stemning fyrir laugardagskveldinu en þá mun ég gera mér glaðan dag með Clueless. Clueless ætlar í húsmæðraorlof sumarið 2005 og erum við að safna fyrir því (peningagjafir vel þegnar sem og baðhandklæði og sólarolíubrúsar). Ég hef varið ófáum mínútunum fyrir framan tölvur að leita að ákjósanlegum áfangastöðum á netinu þó það sé svona langt í þetta og fer að kunna flugleiðir Ryan Air og Easy Jet utan að! Reyndar hef ég miklar áhyggjur af því að ég verði flutt lengst út í lönd þegar á að fara í þessa miklu ferð og langar því helst að flýta henni um eitt ár eða svo... hvernig líst ykkur á? Hvað finnst Clueless meðlimum? Hvað finnst lesendum?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli