þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Þuríður Arna

Lesið eftirfarandi, en Þuríður Arna er dóttir Áslaugar vinkonu. Ég kemst því miður ekki sjálf á þessa tónleika þar sem ég verð ekki í bænum en ætla að leggja inn á reikninginn og minni á hann! Hann er: 1151-15-200200 kt, 200502-2130.

Þuríður Arna greindist með illvíga flogaveiki í október 2004 og í kjölfarið fundust æxli í höfði hennar sem á þeim tíma voru greind góðkynja.Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að vinna bug á meini hennar og nú er svo komið að æxlið er skilgreint sem illkynja og útlit fyrir að frekari meðferðarúræði séu ekki fyrir hendi. Nú ætlum við að leggjast á eitt og sagna fjármunum til að hún og foreldrar hennar geti átt góðar stundir saman.

Tónleikar Til styrktar og heiðurs Þuríði Örnu Óskarsdóttur í Bústaðarkirkju Miðvikudaginn 8. nóvember kl 20.

Fram koma Stebbi og Eyfi, Regína Ósk, Garðar Örn Hinriksson, Signý Sæmundsdóttir, Jóhann Friðgeir, Hanna Þóra og Ólöf Inga Guðbrandsdætur.

Ásamt Guðmundi Sigurðssyni, Vilhelmínu Ólafsdóttur, Matthíasi Baldurssyni og Guðmundi S Sveinssyni

Kynnir verður Anna Björk Birgisdóttir

Aðgangseyrir 2000 kr Allt fé sem safnast á tónleikunum rennur óskert til Þuríðar Örnu og fjölskyldu hennar.

laugardagur, nóvember 04, 2006

Mikið að gera...

fjúff... hér er ég! Ég hef verið´frekar upptekin við leik og störf undanfarið. Þó aðallega við störf:) Er á kafi í skít þar sem við keyptum okkur íbúð í lok sumars og erum að rústa henni. Það var kominn tími til að endurnýja lagnir og ýmislegt svona þannig að við ákváðum að leggja tíma og peninga í það núna og taka hana vel í geng fyrst við erum að stússa þetta á annað borð. Ég er þó ekki jafndugleg (gagnleg) í þessu og Gummi, svo ég skrapp í viku til Spánar með systu og co:) Í gær gerðumst við svo menningarleg og fórum í leikhús með Söndru og Magga að sjá viltu finna milljón? Eftir leikhús fórum við svo á tapasbarinn og átum á okkur gat. Hey ok, þetta er að verða svona "ég vaknaði og burstaði tennurnar" færsla svo ég ætla að hætta þessu. Agalega tóm í hausnum.

sunnudagur, október 01, 2006

Skyldublogg

já já já, ég veit að ég er ekki dugleg að láta heyra í mér. Mér finnst ég alltaf vera í vinnunni og svo kemst ég mjög sjaldan á internet svo afsakanirnar eru margar.

U.B. krýndi í gær arftaka sinn í ungfrú heimur/alheimur (veit ekki hvort það er...er ekki til fröken Jörð? eða ungfrú Geimur? Jarðkringla? Hnöttur? Veröld?). Heiðar snyrtir lýsti atburðinum af sinni alkunnu snilld eins og um snókerleik væri að ræða. Talaði svona rólega og hljóðlega. Ég sá ca. 5 mínútur af þessu efni í sjónkanum. Fröken Angóla var sæt og komst áfram enda óvenju ljós á hörund miðað við Afríkubúa. Ég vona að þið sjáið í gegnum kaldhæðnina hér og farið ekki að ásaka mig um rasisma. Þær boðuðu okkur allar mikinn fögnuð, lofuðu Pólland og minntust á frið á Jörð. Amen. Fröken Tékkland vann, mér fannst hún ekki verðskulda sigurinn enda mun ljótari en flestar. Í þessar 5 mínútur sem ég horfði á útsendinguna sá ég örugglega að minnsta kosti 5 föngulegri dömur en fröken Tékkland. Hún minnti mig bara á Tori Spellig eða eitthvað og það er ekki hrós.

Ég fór því miður ekki á Volver um daginn enda hef ég ekki komist í bíó í lengri tíma sökum anna. En ég gefst ekki upp. Ég gaf mér þó tíma til að fara út að borða með Steina bróður og fjölskyldu og Gvendi mínum. Við fórum á stað sem heitir Vín og Skel og mæli ég með honum við alla matháka eins og mig. Mmmm. Takk fyrir mig!

sunnudagur, september 10, 2006

Kvikmyndahátíð

Hver vill koma með mér á Volver? Reyndar margar myndir á IFF sem mig langar að sjá en held að það sé skyldumæting á þessa fyrir fyrrum spænskunemann.

þriðjudagur, september 05, 2006

Steve Irwin

Fyrir rúmlega ári síðan keyrðum við Gummi Hlír upp með austurströnd Ástralíu (eða 1/3 af henni) og heimsóttum þá meðal annars frábæran dýragarð sem heitir Australia Zoo (nálægt Brisbane). Þar heilsuðum við upp á kengúrur, krókódíla, koalabirni og fíla svo eitthvað sé nefnt. Krókódílarnir voru þarna í aðalhlutverki enda eigandi garðsins enginn annar en Steve Irwin (og frú). Og nú er þessi maður sem allir héldu að væri ódauðlegur bara farinn yfir móðuna miklu. Ég skammaðist mín fyrir að hafa gert grín að honum fyrir ekki svo löngu. Maður er svo mikill hræsnari. Gerir grín að einhverjum (góðlátlegt svo sem), svo deyr hann og maður skammast sín. En að öðru, nú er haustið að bresta á og mér er ennþá skítsama um íslenskt veðurfar. Hver hefði trúað því að það yrði svona auðvelt að flytja úr áströlsku sólinni í íslenska suddann. Ég hef greinilega verið komin með rosalega mikinn skólaleiða fyrst ég varð ekkert leið yfir flutningum, mér finnst bara fínt á Fróni, farin að huga að mínu innra sjálfi og svona. Við Sandra byrjuðum í jóga í gær. Þið megið kalla mig tótlu gúrú eftir 3 vikur þegar ég hef lokið byrjendanámskeiðinu:)

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Eyes-land

Það kom að því, ég hef troðið í mig "einum" með öllu, Álfheimaís, skyri, lambakjöti og íslensku sælgæti svo um munar. Remúlaðið er farið að sprautast út um eyrun á mér, svo loksins get ég tekið mér hlé frá áti og skrifað nokkrar línur. Það er bara asskoti fínt að koma heim. Ég viðurkenni það fúslega að tilhlökkunin yfir heimför var hulin örlítilli kvíðadulu líka. Blendnar tilfinningar...já já, mjög blendnar tilfinningar. Mér fannst yfirþyrmandi að vera að "klára" skólann og þurfa að verða fullorðin á einu bretti. Orð eins og verðbólga, framtíðarstarf, íbúðarkaup, íbúðarlán, Glitnir og barneignir kölluðu fram skrýtnar hugsanir í tótlukolli. Var að pæla að beila á öllu saman og opna bar í Tælandi. Gumma fannst það ekki tælandi hugmynd, svo heim fórum við. Og er það vel. Við stöldruðum við í Kuala Lumpur í 4 daga þar sem við komumst í kast við lögin er við keyptum ólöglega eftirlíkingu af Luis Vuitton tösku í Chinatown. Eða við höldum það, alla vega var þetta agalega spennandi og taskan flottari fyrir vikið. Við stoppuðum líka í London í hitabylgju í byrjun júlí. Svo komum við heim. Hér er dýrt, kalt, blautt, maður þekkir alltof marga, og fólk aðeins of þyrst þegar það fær sér í glas. Heima er samt best:)

mánudagur, júní 26, 2006

Pullur og með því

Þetta kalla ég bisnessvit í lagi:

"Eigandi Bæjarins beztu vill biðja viðskiptavini sína afsökunar á að aðfaranótt sunnudagsins 25. júní tók starfsmaður okkar í Tryggvagötu upp á því á sitt einsdæmi að hækka verð á pylsum og gosi. Þetta var að sjálfsögðu gert án minnar vitundar og harma ég það mjög. Í staðinn vil ég bjóða þeim sem keyptu pylsur á þessu uppsprengda verði kost á því að koma til okkar 28. júní og fá ókeypis pylsu og gos."

Nú er nokkuð víst að einhverjir þeirra sem munu leggja leið sína á Bæjarins beztu til að þiggja eina með öllu ...ókeypis, voru ekki í hópi þeirra sem var okrað á aðfaranótt sunnudags. Þannig að eigandi Bæjarins beztu mun sennilega þurfa að gefa fullt af pylsum, en áttar sig á því að það er mun mikilvægara að halda viðskiptavinum ánægðum, svo ekki sé minnst á þessa frábæru auglýsingu, að birta afsökunarbeiðni á mbl.is. Kannski var þetta allt planað. Allsherjar plott. Spurning hvort það sé búið að eyða öllum tölvupóstum um málið?

sunnudagur, júní 25, 2006

Nicole and Keith sitting in a tree...


Fyrir um stundarfjórðungi síðan náði Gummi þessari mynd þar sem Nicole Kidman, leikkonan ástsæla (og ástralska), mætti til messu með föður sínum. Þar ætlar hún að binda hnútinn með Keith Urban, sem er ástralskur köntrísöngvari. Athöfnin hófst rétt í þessu þannig að lesendur Tótlutjattsins eru sennilega fyrstir Frónverja til að fá þessar æsifréttir, beint í æð. Ég lét Nic vita í gær að því miður hefðu plönin breyst hjá mér og ég get ekki verið með henni á þessari mikilvægu stund í lífi hennar. Ég er að fara út að borða með Soffíu. En Nic var alveg sama því fullt af öðrum "selebbum" (það vantar gott íslenskt orð yfir selebb, mér leiðist að sletta) verða í brullaupinu. Má þar nefna Russel Crowe og Daníellu spúsu hans, Hugh Jackman (slef) og frú, Rene Zellweger og fleiri. Þetta verður örugglega frábært brúðkaup og truflað teiti. Góða skemmtun krakkar!

fimmtudagur, júní 22, 2006

Diskó

Þegar ég verð stór ætla ég að vera í alþjóðahvalveiðiráðinu því þeir halda fundi á diskótekum í karabíska hafinu skv. mbl um daginn. Andstæðingar hvalveiða, einhverjir Kiwis og Aussies voru að agnúast út í Japani fyrir að halda fundinn á diskói. Ég gef Samúræjunum rokkstig fyrir þetta "múv". Mjög smart. Mér finnst bara forkastanlegt af þessum fýlupúkum að mæta með einhvern lunta á diskóið.

Við fórum á líbanskan veitingastað um daginn. Guðmundur Sveinsson gerir málinu skil á www.blog.central.is/sydney. Kíkið á það. Það kom magadansmær. Hún var álíka ljót og klappstýrurnar á rugby leiknum um daginn. Ég dansaði samt við hana, bara ég og hún...tvær á sviðinu og 107 (einn eineygður) líbönsk augu á okkur. Líka tvö íslensk, tvö grísk, tvö amerísk og tvö írösk. Við Gummi vorum þarna með Aaron frá Texas, Georgiu grísku með nefið og Kassim frá Írak.

Að lokum vil ég minna alla á að styðja Socceroos gegn Króatíu í kvöld, af því að ég segi það. Ég get því miður ekki horft á leikinn þar sem ég hef selt sjónvarpið og hef annað að gera.

mánudagur, júní 19, 2006

Pink

Eru ekki örugglega allir bleikir í dag? Ég er alla vega í stíl við heimasíðuna mína, þ.e.a.s. í bleikum náttfötum:) Til hamingju með daginn konur... og menn.

Ég var að glugga í fréttirnar áðan og sá þá þessa á visi.is:

"Bandarískur maður í giftingarhugleiðingum hljóp nakinn út á götu nýverið til að sýna hikandi kærustu sinni að áhætta er nauðsynleg. Það fór þó ekki betur en svo að hann var eltur og skotinn. Hjónaleysin voru að ræða um giftingu þegar maðurinn ákvað að sannfæra kærustuna með þessum hætti, en hoppaði inn í runna þegar hann sá par á göngu. Þau tóku eftir honum og gripu til vopna, svo sá berrassaði hlaut minniháttar áverka. Byssumaðurinn var handtekinn fyrir árás og fyrir að leyna skotvopni. Nakti maðurinn var ekki handtekinn."

Hahaha, já best að sýna henni að stundum þarf maður að taka áhættu og vera svo bara skotinn í bossann. Ég er ekki viss um að hún muni giftast honum, ég myndi alla vega hugsa mig tvisvar um áður en ég tæki áhættu með þessum manni. Hvað er annars málið með Bandaríkjamenn, það er ekki eins og hann hafi ráðist á þau, bara berrassaður gaur út í runna og þau elta hann og skjóta! ja hérna hér, eins og gott að þau verði ekki á Íslandi á Jónsmessunni. Hvernig er það annars, hafa einhverjir velt sér naktir upp úr dögginni? Ég og Aldís ætluðum einu sinni að vera flippaðar og fórum út í garð (NB það gat enginn séð okkur) í þeim tilgangi að viðhalda þessari íslensku hefð en vorum ekki flippaðri en svo að við fórum kannski úr sokkunum og peysunni en kappklæddar að öðru leyti.

sunnudagur, júní 18, 2006

Hvalveiðar

Ian Campbell, umhverfisráðherra Ástralíu er iðinn við að rífa kjaft við hvalveiðiþjóðir. Japan og Ísland verða reglulega fyrir barðinu á honum, og nú síðast las ég í áströlskum fréttum að hann segir Japani ekki drepa hvali á mannúðlegan hátt (ég hefði kannski átt að orða þetta öðruvísi, frekar kaldhæðnisleg mótsögn í að tala um "að drepa á mannúðlegan hátt"). Ég nennti reyndar ekki að pæla mikið í þessari frétt, en að sjálfsögðu finnst mér, í öllum svona "dýraveiðum", að það eigi að gera það á snöggan og sársaukalítinn hátt. Fulltrúi Japana í alþjóðahvalveiðiráðinu svaraði þessum ásökunum og sagði að yfir 80 % dýranna væru veidd mannúðlega, og bætti svo "ætli Ian Campbell viti hvað kengúrurnar eru lengi að drepast í landinu hans?"
Nú veit ég ekki hvernig dauðdaga flestra kengúra er háttað, nema að ansi margar verða fyrir vörubílum en mér fannst þetta samt ágætur punktur. Hér eru kameldýr víst skotin úr þyrlum...las það einhvers staðar. Ekki finnst mér það mjög smekklegt. Já, hægara er að sjá flísina í augu náungans en ekki bjálkann í sínu eigin.

laugardagur, júní 17, 2006

Til sýnis

Íbúðin "okkar" var til sýnis áðan fyrir mögulega framtíðarleigjendur. Í tilefni dagsins skúruðum við gólfið, skiptum um sokka og Gummi burstaði tennurnar. Ég var pínu stressuð og langaði að skríða undir rúm þegar fólkið fór að streyma inn. Mér fannst ég vera stödd á myndlistasýningu þar sem íbúðin var málverkið (sem fólkið skoðar) en ég var bara naglinn sem málverkið hangir á. Þurfti að vera til staðar en skipti samt litlu máli. Fjandinn, þetta var versta myndlíking sem ég hef fundið upp. Æ mér fannst bara eitthvað óþægilegt að fá fullt af ókunnugu fólki stormandi hérna inn um íbúðina að skoða mitt svæði (myspace). Nóg um það. Á myndinni hér fyrir ofan erum við Erna að leika okkur með kengúruna og koalabjörnin sem hún gaf okkur. Planið var að henda þeim upp í loftið og taka svo mynd. Erna hélt á gúrunni sem svífur þarna fallega í áttina að linsunni en ég held hins vegar enn á koalanum, sennilega "alveg að fara að" henda honum upp. Já ég er sein að öllu, get ekki einu sinni sleppt koalabirni á þremur. Ef "einn, tveir og þrír" á að virka í mínu tilfelli (þ.e.a.s. gera eitthvað eins og sleppa koala á þremur) þá er betra að segja mér að sleppa á tveimur. Erna var hins vegar með þetta á hreinu, hún reyndar trompaðist við Gumma fyrir að kunna ekki að taka myndir en það er önnur saga.

fimmtudagur, júní 15, 2006

ekkifrettir

Þá höfum við skilað Ernu af okkur:( Erna mín er farin til Perth því henni finnst kærastinn skemmtilegri en ég. Hún bauð okkur Gumma þó út að borða í gær og færði okkur kveðjugjöf ...dúllan. Við fengum t.d. þessa sætu bangsa, kengúru og koalabjörn og Gummi rómantíski vildi endilega stilla þeim svona upp til myndatöku. Það má sjá aðdáunarglampann í augunum mínum langar leiðir. Ahhh, ef bara allir væru svona sniðugir. Svo skutluðum við Ernu á völlinn áðan. Hún var sein. Bara pínu sein... en það er af því að hún þjáist af Tótlusyndromi og er að prófa að taka lífinu svona tjillað eins og ég. "Þetta reddast" fílingurinn sem svo oft hefur komið mér í vandræði. En þetta reddaðist hjá Ernu þótt hurð hafi skollið nærri hælum.

2 vikur í brottför frá fanganýlendunni. Á flugvellinum mun bíða mín maður með spjald með nafninu mínu...vona ég. Ég er alla vega ótrúlega spennt að sja hvort það verði þannig en konan á ferðaskrifstofunni hefur lofað því. Ástralir eru reyndar með óráði þessa dagana, spennan yfir HM er að fara með fólkið enda ótrúlega miklir íþróttaáhugamenn. Hér var fagnað fram undir morgunn þegar Oz sigraði Samúræjana. OK, ég má ekki vera að þessu ...þarf að klára að læra.

sunnudagur, júní 11, 2006

Sydney-Kuala Lumpur-London-Keflavik

Þá er það komið á hreint að við Guðmundur eigum bara tæpar 3 vikur eftir hérna í Ástralíu. Erum alveg á fullu núna að reyna að klára skólann því það er ansi margt sem þarf að gerast fyrir 29.júní. Selja bíl, búslóð og ýmislegt annað. Fjúff. Við fljúgum til Kuala Lumpur og stoppum þar í nokkra daga, og svo til London og stoppum þar líka og svo er það bara Home sweet home. Ég panta fiskibollur eða rauðsprettu í matinn fyrsta kvöldið. EInhver að segja mömmu það. Takk.

föstudagur, júní 02, 2006

Dolly

Halló. Það er orðið skítkalt hérna og ég sit eins og indjánahöbbðingi með teppi vafið um mig og kveikt á skrilljón kertum. Kumbaja my Lord. Mér hefur gengið alltof hægt að læra undanfarið, festist alveg í einhverri bölvaðri femínismaritgerð. Mér finnst ekkert leiðinlegt að skrifa um feminisma, ég var bara ekki með nógu góðar heimildir. Svo þegar ég kláraði hana nennti ég ekki að byrja strax á næstu svo ég raðaði tenglunum í stafrófsröð (með smá mistökum þó... ég sé það núna) og henti nokkrum óvirkum bloggurum út. Sumir óvirkir bloggarar eru þó enn á listanum en það er bara af því að þeir eru enn með linka á sínum síðum. Einnig bætti ég við Völu valkyrju (Queen of Choco) á listann og svo Lárukrúttinu mínu sem ég ætlaði að vera löngubúin að linka á. Svo er bara farið að styttast ískyggilega í heimför. Ég hlakka rosalega til að koma heim og hitta ykkur öll, en samt langar mig ekkert að kveðja Oz því eins og sést á myndum héðan, þá hefur maður það svo fjári gott hérna. Jahérna. Af hverju getur maður ekki verið á tveimur stöðum? Hvar er Dolly núna?

Hér er svo páfagaukur að gæða sér á köngli. Þessir eru hérna út um allt, bara eins og snjótittlingarnir eða mávarnir heima., voða gæfir, ég gat næstum því klappað honum þessum en vildi ekki trufla hann við átið.

mánudagur, maí 29, 2006

Falleg nöfn

Þá er Brangelínu beibíið loksins komið í heiminn. Ég spái því að hún sé og verði frekar sæt, það er svona nokkurn vegin gefið:) Fólk er að sjálfsögðu að missa sig yfir nafninu hennar. Ég hef aðeins eitt um málið að segja: við ættum bara að vera selebbunum þakklát fyrir að gefa okkur eitthvað að smjatta á. Takk! Hér koma fleiri fyndin nöfn frægra útlendinga: værsågod!

Apple (dóttir Gwyneth Paltrow og Chris Martin) Mér finnst reyndar bara ekkert að þessu nafni. Epli eru góð og líka Apple.

Audio Science (sonur Shannyn Sossamon (sæt leikkona) og Dallas Clayton (einhver nobody))

Aurelius (sonur Elle Macpherson (heitasta módel Ozverja í áratugi, ef ekki öld) og Arpad Busson)

Banjo (sonur Rachel Griffiths (Rhonda í Muriels Wedding) og Andrew Taylor)

Casper (sonur Claudiu Schiffer og Matthew Vaughn) held reyndar að Casper sé algengt nafn í Þýskalandi. Frekar krúttlegt bara.

Coco (dóttir Courtney Cox og David Arquette) hahaha! hundur nágrannans heitir Coco. Líka ilmvatnið mitt, og er það að sjálfsögðu í höfuðið á Coco Channel. Svo sem ekkert að Coco.

Cruz (sonur Victoriu and David Beckham) æj, veit ekki.

Daisy Boo (dóttir Jamie Oliver og Jools Oliver) hún er svoddan krútt þetta barn að maður tekur ekki eftir nafninu sem minnir mig þó meira á blómvönd er nafn. Hin heitir Poppy.

Diezel og Denim (synir Toni Braxton og Keri Lewis) Hún hlýtur að vera á prósentu hjá Diesel.

Elijah Bob Patricius Guggi Q (sonur Bono og Ali Hewson) hmmm ætli hann muni sitt eigið nafn?

Fifi Trixibelle, Peaches Honeyblossom og Pixie (dætur Paulu Yates og Bob Geldof) thíhí

Heavenly Hiraani Tiger Lily (dóttir Paula Yates og Michael Hutchence) hún er reyndar bara kölluð Tiger Lily, sem er náttúrulega fáránlegt (nafn blómi og á bikinílínu t.d.) en mér finnst það venjast vel og bara frekar sætt. Hún er líka algjör dúlla þessi litla hálfástralska stelpa og hefur átt frekar undarlega ævi, en hún er alin upp af Geldof þar sem foreldrar hennar voru báðir látnir þegar hún var aðeins 4 ára, og það var meira að segja hún sem kom að mömmu sinni:( smá aukaupplýsingar.

Jermajesty (sonur Jermaine Jackson) AHAHAH

Moon Unit, Ahmet Emuukha Rodan, Dweezil, og Diva (Frank Zappa) jedúddamía, ég er orðlaus.

Moxie Crimefighter (dóttir Penn og Emily Gillette (veit ekki hver þau eru, dettur bara í hug rakvélar)) Ahh Crimefighter, kannski vilju þau að hún verði lögga eða friðargæsluliði

Nell Marmalade (dóttir Helen Baxendale og David Eliot) ég pissaði næstum því í mig af hlátri þegar ég sá þetta.

Pilot Inspektor (sonur Jason Lee og Beth Riesgraf) sko, sumir misskilja greinilega reitinn "nafn" á skírnarvottorði (eða hvernig sem þetta virkar) og halda að beðið sé um framtíðarstarfsgrein.

Prince Michael, Prince Michael II (AKA Blanket), og Paris Michael (synir og dóttir Michael Jackson og einhverrar kellu) ég hallast að því að Michael (altså faðirinn) sé frekar egósentrískur. Má ég nefna dætur mínar (ef ég eignast stelpur) Þórhildi og Þórhildi II. Og hvað er málið með PRINCE? púff, ég veit ekki í hvaða draumalandi Michael (aftur faðirinn) lifir í.

Reignbeau og Freedom (dóttir og sonur Ving Rhames og Deborah Reed (veit ekki hver þau eru) skemmtileg stafsetning þarna á Regnboga.

Rocco (sonur Madonna og Guy Ritchie) úbbs. Mér dettur bara einn annar Rocco í hug.


Hér er Coco, þ.e. hundur nágrannans að spóka sig á ástralskri strönd (alveg satt, hún sendi mér myndina)

laugardagur, maí 27, 2006

vinsælasta stúlknasveit landsins!

Eftirfarandi tilvitnun er tekin beint af Vísi.is:

"Maður hefur bara tíma til að hugsa um einn dag í einu og það er aldrei að vita hvað morgundagurinn ber í skauti sér," segir Alma Guðmundsdóttir söngkona í vinsælustu stúlknasveit landsins Nylon.

Þetta fékk mig til að hugsa... ég er bara svona að spá sko... ekkert að reyna að vera nastí neitt... en muniði eftir einhverri annarri stúlknasveit en Nylon á Íslandi? (sem er by the way VINSÆLASTA stúlknasveit landsins skv. Vísi, ef það fór framhjá ykkur). Hmm?

sunnudagur, maí 21, 2006

Afríka paprika

Júróvisjónteitið á föstudag heppnaðist vel. Svíar, Ástralir og Íslendingar fögnuðu hér gífurlega frábæru atriði Silvíu, Homma og Nammis (or whatever). Svo grenjuðum við í koddana og svekktum okkur á úrslitunum. Já já, svona er þetta. Evrópubúar eru nottla bara fokkings bastarðar, hálfvitar, og mongólítar að ná ekki íslenska brandaranum (sem Íslendingar sjálfir voru reyndar í marga mánuði að fatta og gjörsamlega misstu sig á barnaland.is og ég veit ekki hvað og hvað... við erum að tala um það að hálf þjóðin greindist með of háan blóðþrýsting í júní í fyrra).

ókei, og í kvöld var aðalkeppnin og við Guðmundur borðuðum kjúkling í tilefni dagsins (hér er kjúlli 5 daga í viku í matinn) og drukkum bjór og rauðvín (restar frá föstudagspartýinu skiljiði). Gleðin yfir sigri Finna er ólýsanleg. Þeir voru langflottastir, gott ef guðhrædd evrópska kvenþjóðin fékk ekki bara í'ana og kaus Finnana villt og galið. Guði sé lof (nei úbbs, ætlaði ekki að nefna Guð þarna) að Botox-Carola vann þetta ekki, Svíar mega ekki við fleiri sigrum, þeir eru nógu óþolandi fyrir. Alltof mikill hárblásari settur á Carolu, það var eins og hún stæði upp á Látrabjargi á góðu degi.

Hvernig lagðist Las Ketchup annars í liðið? Bloody Mary por favor. Jedúddamía. Tjah! Mér finnst Blóðmarían ekki slæm, en ég næstum því missti lystina á þessum ágæta drykk við að hlusta á spænska lagið. Danska twistið fannst mér líka óþolandi djollí og leiðinlegt. Og hvað var málið með Armeníu og spandexið? Ég fékk smá flashback við að fylgjast með dönsurunum þeirra. Minnti mig á teygjó hér í den. Tyrkland var líka með skemmtilegt atriði; fröken Súperstar í spægipylsubúning:) flottir dansarar samt. Hárið hennar er svo hvítt að Gwen Steffani getur bara skammast sín og pakkað saman. Rosalegt. Hvað fleira...ehhh... Gummi var hrifinn Makedoníu, gella í gallabuxnahotpants. Ég náði að dilla mér við Þýskaland, aussie "sheila" í náttkjól frá Dolly Parton. Grikkland var líka skítsæmilegt,...Steve Tyler (Aerosmith) í reiðbuxum og grískum borðdúk. Malta hefði unnið hefði verið kosið um best plokkuðu augabrúnirnar. Króatía var líka með fyndið lag. Mér heyrðist hún segja "Africa paprika", og hló svo mikið að ég heyrði ekki rest. Var hrifin af norska laginu. Sérstaklega þar sem jentan söng á norsku, ég las Verdensgang á netinu áðan, þar segist Christine (sú norksa) ekki vera skúffuð. (Eða eins og segir á vg.no; jeg er ikke skuffet) Nei nei, henni fannst bara kjempegoy að Finnar skyldu vinna þetta (ég er sammála Christine þar) og að það væri"bra at et nordisk land som vant."GRATULERER! og að lokum sagði hún Heia Finland. Koma svo!

miðvikudagur, maí 17, 2006

Gaman...


Þessi mynd er tekin sl. föstudagskvöld þegar Íslendingarnir og wanna-be Íslendingarnir brugðu sér út á lífið í Surry Hills. Eins og sést er Erna þegar farin að klóra sér í hausnum og velta vöngum yfir múnderingum fyrir Júróvisjón-kvöldið. "Tjull tjull tjull er málið, ógissla töff skilurðu" sagði Erna áður en hún sagði dyraverðinum að fokka sér (fokkoff) og öðrum bargestum að þeir væru vangefnir hálfvitar. Ég lét mér fátt um finnast og teigaði mjöðinn af minni alkunnu hógværð.


Þarna erum við komin yfir á Oxford Street, Brendan, Tótla, Guðmundur og Erna. Gjörsamlega að missa okkur í stælum enda klárlega flottasta fólkið á staðnum. Reyndar var staðurinn hálftómur.


Og hér er allur hópurinn, Tony (sem horfir til hliðar) Nick Candy Tönsberg (ætli hann verði kallaður Romario á föstudaginn?) Brendan (þessi sem er íhugull á svipinn), moi, Gummi (þessi sem er eins og snarbilaður á svipinn) og hnakkinn á Ernu. Hún var farin að sofa.

mánudagur, maí 15, 2006

Júróvisjón Nótt

Nk. föstudagskvöld verður For-Söngakeppni Evrópsku Sjónvarpsstöðvanna fagnað í Róshæðargötu 32-42 (íbúð 54) ...Sydney. Ég hvet alla til að mæta í party-ið enda er orðið á götunni að Erna Tönsberg muni mæta í gervi Silvíu Nóttar. Erna æfir nú myrkranna á milli dansspor og er komin langt með að sauma fjaðrir í náttkjólinn sinn. Það verður spennandi að sjá hvernig það kemur út.

laugardagur, maí 13, 2006

Snorkl



Þetta er Guðmundur að snorkla á Whitsundays. Þess má geta að hann fann ekki Nemó þarna en samt mörg önnur kvikindi eins og til dæmis KR-inginn eins og við köllum einn fiskinn en þeir eru röndóttir svartir og hvítir. Gaman að þessu.

fimmtudagur, maí 11, 2006

Vespan og ég

Þarna er ég reyndar að þykjast keyra vespu. Engu að síður...mjög svöl, og hugrökk. Skömmu síðar var ég farin að bruna um (í svona 2 mínútur)

miðvikudagur, maí 10, 2006

sprell

Hér slær Frau Candy á létta strengi. Kengúran er þó fjarri góðu gamni. Fleiri myndir koma síðar.

mánudagur, maí 01, 2006

Toodles matargat!

Nick Candy og frú buðu okkur í mat í gærkvöldi. Candymaðurinn eldaði kengúru handa okkur Íslendingunum þremur! Gummi og Erna gátu ekki leynt kvíðanum yfir að kjamsa á gúrunni en ég hélt minni stóísku ró að vanda (hafði reyndar smakkað kengúru áður). Við komumst strax að því að allur kvíði var algjör óþarfi enda smakkaðist maturinn rosalega vel, kjötið meyrt og fínt og Nick augljóslega góður kokkur. Mér finnst hún Erna mín hafa veitt vel þarna í Japan og mikill fengur í Nick. Ekki er hún Erna minni fengur því hún gerir bestu hamborgara í heimi:) Mmm... slurp slurp:)

föstudagur, apríl 28, 2006

Enn af hetjudáðum mínum

Þá er hetjudáðum á Kóralrifinu mikla lokið! Ég er komin aftur til Sydney. Ég kafaði eins og hvalur þarna í Kyrrahafinu, ótrúlega svöl allan tímann. Mér fannst rosalega gaman að kafa, veit ekki hvort það hafi komið fram nú þegar, en til að það fari ekki á milli mála vil ég taka það fram að ég stóð mig með prýði. Kafaði þarna á laugardaginn, á sunnudag fórum við svo á sjókajak. Þar reyndi á "teamworkið" hjá okkur Guðmundi þar sem ég var fram í og Gummi var fyrir aftan á tveggja manna kajak. Hann átti að segja mér alltaf hvor megin ég átti að róa (svo árarnar okkar myndu ekki rekast saman). Það gekk brösulega þar sem Gummi þekkir ekki vel muninn á hægri og vinstri. Hann meinar oft vinstri þegar hann segir hægri og öfugt, en Gummi deyr ekki ráðalaus svo hann ákvað að kalla þetta bara "einn" og "tveir" í stað "hægri" og "vinstri". Þetta gekk sæmilega, þurftum að róa út í einhverja eyju og áttum að sjá fullt af skjaldbökum. Á ferðabæklingnum hét þetta "Turtle Tour". Eina skjaldbakan á svæðinu var hins vegar ég sjálf. Hinar halda sig fjarri þegar svona stór Baka mætir á Rifið.

Á mánudaginn leigðum við vespu. Það var gaman. Við keyrðum út í sveit þar sem ég var sett á nöðruna og svo bara keyrði ég nokkur hindruð metra, alveg eins og vindurinn. Ég flissaði smá og Gummi tók þetta upp á vídjó. Verð að segja að það er hundrað sinnum auðveldara að kafa en keyra vespu. Treysti mér alla vega ekki út í umferðina á svona hjóli, finnst betra að sitja bara aftan á.

Á þriðjudag fórum við svo í tveggja daga siglingu en Gummi er búin að setja myndir á Sydneybloggið okkar. Þetta voru nokkrir dagar í Paradís, við fundum Nemó og Elvis (sjá myndir á hinni síðunni) og sáum ótrúlega fiska og önnur kvikindi, sem og kórala í öllum mögulegum og ómögulega litum og formum. Ótrúleg upplifun, eins og koma í aðra veröld í smá stund. Ahhh...

Svo óheppilega vildi til að ég gleymdi plokkaranum mínum í Sydney. Veit ekki hvort fólk átti sig á hvað það þýðir í mínu tilfelli svo ég ákvað að birta hér mynd sem var tekin af mér í gær. Það var gott að koma heim til Sydney og ég er aftur með tvær augabrúnir.


Góða helgi lömbin mín,
Bert

laugardagur, apríl 22, 2006

Hrosa mer i kommentum, takk:

Sum ykkar vita kannski ad eg er vatnshraedd. Adrir vita kannski ad eg hef aldrei getad kafad i sundlaug. Eg frika ut! A Taelandi (afar taelandi) reyndi eg ad kaf fyrir 3 arum en strax i aefingarkofuninni i hotelsundlauginni tjulladist eg bra vid tad ad fa a mig kofunagraejurnar. Andlitsgriman...munnstykkid og allt tad var of stort stokk fyrir mig og eg kvad ad kofun vaeri bra ekki minn tebolli svo eg tok ta akvordun ad reyna aldrei aftur og lata snorklid duga. Her i Oz, tar sem Great Barrier Reef, flottasta kofunarsvaedi heims er stadsett gengur allt ut a tetta sport. Jamm, eg hef bara latid tetta tl sem vind um eyru thjota. Nu erum vid Gummi stodd i Whitsunday Island, sydst i Great Barrier Reef, og forum i dag i siglingu ut a rifid. Tar tok eg ta skyndiakvordun ad lata reyna aftur a tetta og hvad haldidi: Fraulein Raggeit slo i gegn. Honestly, eg var EKKERT hraedd og var bara otrulega stor og dugleg stelpa, ekki baun hraedd og vildi helst ekki upp ur aftur. Ha... haldidi ad madur se ekki hugrakkur. Nu er eg ad springa ur monti yfir ad hafa sigrast a ottanum (ekki gleyma ad eg er vatnshraedd og flestar minar martradir tengjast drukknun) og naesta mal a dagskra er ad keyra vespu. To ekki se nema ad halda jafnvaeginu 10 metra (og ta getur Gummi keyrt rest) en lesendur Totlutjattsins muna kannski eftir sogunni tegar eg leygdi vespu i Portugal og flaug af henni (itrekad) bara vid tad ad starta henni sokum jafnvaegis....leysis. Ef eg get keyrt vespu 10 metra get eg allt:) ps:afsakid stafsetningu, ekki haegt ad setja isl lyklabord a tessa raekallans tolvu.

laugardagur, apríl 15, 2006

Páskar

Ótrúlegt en satt þá eru páskarnir á sama tíma hérna niðrundir og á öðrum stöðum á Jörðinni. Við erum bæði að dunda í verkefnavinnu en höfum líka haft það rosalega gott. Í fyrradag slóum við golfkúlur og Gummi var mjög efnilegur í sveiflunni. Ég fékk engan frið til að æfa mig og einbeita mér því hann samkjaftaði ekki (sem er bannað í golfi). Eftir hvert einasta högg heyrðist "úúúú sástu þetta!" eða "vá þetta var ekkert smá flott hjá mér" eða "YES! Þessi hitti næstum því í skiltið!" en það var aðalleikurinn hjá Guðmundi, að hitta Í 100 metra skiltið.

Í gær fengum við okkur göngutúr í Rose Bay (eins og þið vitið eitthvað hvað það er, en jæja). Hiti, 25+, sól og stilla. Ég sagði Gumma að hann mætti velja sér bát í afmælisgjöf frá mér. Þetta er ekkert smá ljúft líf á liðinu hérna í Sydney, fólk er bara á einhverju randi á bátunum sínum úti á polli ef það hefur ekkert betra að gera á góðviðriðsdögum (360 daga á ári). Gummi hugsaði sig vel og lengi um og valdi að lokum þennan bát. Ég þarf að byrja að safna strax!

föstudagur, apríl 14, 2006

Símtalið;

Jæja dömur (og herrar). Ég náði loksins í Siennu í morgun og hún bað mig að skila rosa góðri stuðkveðju til ykkar stelpur. Hún tók vel í þetta með náttfötin Hildur Edda, en var reyndar pínu kennd þegar ég ræddi við hana. Hún sagði eitthvað á þessa leið; "oh yeah, great idea Toodles, this boho-chic-fashion is soooo out right now and I really needed something new and different. You know Toodles, I'm not only famous for dumping Jude Law but also for being THE trend setter and I´m sure nobody has tried the pyjamas thing. Pyjamas is the next boho!" Þá tókst mér loksins að þagga í henni til að koma að hinum óskunum. Hún var ekki til í að fá gular tennur en sagðist reykja sem er náttúrulega meingallað þannig að það vegur upp á móti. Hún gat alls ekki hugsað sér að hætta að vaxa á sér lappirnar þannig að við þurfum að þjást áfram. Bauðst reyndar til að naga neglurnar í staðinn en ég afþakkaði. Að lokum spurði ég hvort hún væri til í að fara í fitun en þá skellti hún á mig! Ég er samt sátt við náttfötin.

mánudagur, apríl 10, 2006

Vantar símanúmer:

Getur einhver sagt mér símanúmerið hjá henni? Ég er nefnilega fyrir löngu búin að sjá það að hvað sem Sienna Miller gerir þá eltir hjörðin hana og HÚN er í tísku. Ef Sienna fer með einhvern trefil á kaffihús, þá er H&M og allir hinir farnir að selja samskonar trefla. Ef Sienna myndi vera með gosbrunn í hárinu þá kæmist það ábyggilega í tísku. Ef Sienna myndi vera í krummafót þá væru flestar unglingsstelpur í krummafót. Nú þarf ég bara að ná í stelpuna, helst símleiðis þar sem ég er hinum megin á hnettinum (tek þó e-mail til greina) og biðja hana um að hætta að raka á sér fótleggina. Þá gætum við hinar þakkað Siennu fyrir tímasparnað, peningasparnað svo ekki sé minnst á sársaukann, og bara valsað um með loðna leggi, eins og Sienna.

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Erna Tönsberg

Þessi færsla er tileinkuð Ernu Tönsberg, sem flestir þekkja af Háaleitisbrautinni. Myndin er tekin á bolludaginn en hún og Gummi kláruðu allar bollurnar sem voru bakaðar og ég fékk bara hálfa.

Eins og áður hefur komið fram stundum við Erna nám í sama skóla. Sá skóli er dálítið langt frá heimilum okkar og því þurfum við að taka lest og strætó þangað. Ok, so far so good. Lestarferðin tekur hálftíma. Yfirleitt horfi ég á fólkið í vagninum mínum, hlusta á ipod eða blaða í bók þegar ég tek lestina. Ósjálfrátt, á nokkra mínútna fresti lít ég þó eldsnöggt upp til að sjá hversu langt lestin er komin. Þess vegna fer ég alltaf út á réttum stað og á réttum tíma. Nú ætla ég að segja ykkur hvernig Erna gerir þetta og hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér. Erna les skólabækur eins og vindurinn í lestinni og lítur ekki upp úr bókinni fyrr en hún lýkur því sem ljúka þarf. Þess vegna fór sem fór á mánudaginn í síðustu viku. Hún var búin að ákveða að klára vissan kafla í bókinni og þegar hún gat loksins litið upp uppgötvaði hún að ekki aðeins var hún alein í lestinni heldur hafði hún verið stopp á endastöð (sem var reyndar rétt stöð fyrir Ernu í þessu tilfelli) í alla vega 10 mínútur. Til að bæta gráu ofan á svart þá var lestin lokuð, og Erna ein inni í henni! Jamm, þarna var hún, þó búin með kaflann í bókinni sinni, kl 23 um kvöld, alein læst inni í lest og ENGINN sjáanlegur við fyrstu sýn. Allir búnir að pakka saman og farnir heim að sofa. Sem betur fer komu þó einhverjir tveir starfsmenn og gátu hleypt hnátunni út! hahaha! Það er alla vega ekki hægt að segja að hún eigi við einbeitingarvandamál að stríða. Vildi að ég væri svona einbeitt við lesturinn.

laugardagur, apríl 01, 2006

Little Sahara

Fyrir um 6 vikum síðan vorum við Gummi stödd í Sahara. Ekki Afríku þó. Little Sahara er að finna á Kangaroo Island utan við Adelaide suður af Ástralíu.. eitthvað svoleiðis. Þetta er alveg mergjaðslega röff staður og við lékum okkur við að hoppa í sandhólunum þarna heillengi. Rosa gaman.

fimmtudagur, mars 30, 2006

Kex.

Hafið þið lent í því að einhver býður ykkur eitthvað matarkyns og aðstæður leyfa ykkur ekki að afþakka boðið? ...og svo er þetta tiltekna matarkyn óóótrúlega vont á bragðið en af kurteisi þorið þið ekki annað en að klára það?

Í gær sat ég í lestinni ásamt ástralskri bekkjarsystur og við vorum að ræða daginn og veginn en þó aðallega daginn. Þá þurfti ég endilega að missa það út úr mér að ég væri svo svöng sem telst þó ekki til frétta þar sem ég er oftast svöng. Hún var þá svo elskuleg að bjóða mér upp á kexköku sem hún hafði keypt í bakaríi fyrr um daginn. Áður en ég vissi af var hún búin að rétta mér kexið og ég kann svo ótrúlega vel við þessa stelpu að ég þorði ekki annað en að gæða mér kökunni. Þetta hljómar kannski ekki svo hræðilegt "ég var svöng og vinkona mín gaf mér kex" en bíðið bara. Kexið var grænt!!! það finnst mér ekki lekkert. Ekki út af myglu heldur var það með pistasíubragði. Reyndar var bragðið frekar órætt, en við hlógum báðar að litnum og giskuðum á að þetta stafaði af pistasíuhnetum. Ég myndi aldrei velja mér grænt bakarísfóður og kexið var kannski ekki óætt en það var heldur ekki gott. Mér tókst þó með naumindum að klára það.

sunnudagur, mars 26, 2006

Allt og ekkert en þo aðallega ekkert...

Hejsan hojsan. Við Gummi lifum of ljúfu lífi í Sydney, jöminn. Vorum úti að borða pizzu og borða ís með sænsku hjúkkunni og gærdagurinn fór líka í vitleysu. Ég fór með Ernu og vinkonum hennar úr viðskiptafræðinni til Manly (þar sem the Block var tekin upp) en þar sleiktum við sólina. Önnur vinkonan er frá Hong Kong en hin frá Singapore. Sú síðarnefnda er örugglega minni en Diljá frænka sem verður 8 ára í ágúst. Ég var eins og Gúllíver í Putalandi við hliðiná þeim. Ég hef sjaldan verið svona lengi á ströndinni (3 klst) því yfirleitt gefumst við upp eftir eina klst. Við Erna fengum okkur rómantíska göngu í flæðarmálinu og uppskárum öööörlítinn sólbruna. Í gærkvöldi fórum við Gummi á Thai veitingastað og í bíó en Erna félagsskítur var heima að læra. Dugleg stelpa. Ég er að vinna í ritgerð um Sameinuðu Þjóðirnar og mannréttindi og er mikið að pæla hvort ég eigi að taka Súdan eða "child abuse" sem case study. Hefur einhver skoðun á því? það væri vel þegið, por favor. OK, þotin í lærdóminn....

mánudagur, mars 13, 2006

Tanið...



Hér hefur hitinn verið yfir 30 gráðum og rakt sem er svo sem í lagi nema þegar maður á að hanga inni að læra og vera í skólanum. Það stríðir gegn minni betri vitund að vera inni að læra í góðu veðri. Það er bara eitthvað rangt við það. Mér finnst heimalærdómi fylgja vont veður og vondu veðri fylgja heimalærdómur. Þessi tvö atriði geta ekki án hins verið. Alla vega finnst mér erfitt að venjast því að sitja sveitt á Bridgetbrókinni (djók) að læra með sólina skínandi inn um gluggann. Maður á að vera við kertaljós í lopaleistum og flíspeysu þegar maður lærir, og veðrið á að vera frekar boring.

Ég er fyrir löngu búin að gefast upp á taninu hérna í Sydney þar sem húðin mín virðist taka illa í ástralska sól. Það bara gerist ekkert, og svona tanoholics eins og ég vita að maður á að setja á sig sólarvörn (sérstaklega hér í Sydney) líka þegar maður er að vinna í brúnkunni, svo ég geri það samviskusamlega enda lærði ég það í tanology 101 að maður verður líka brúnn með sólarvörn en sleppur við hrukkur síðar meir á ævinni. Eða þær verða minni. Jamm. Jæja, ég verð bara að bæta mér upp brúnkuleysið (sem er svo sem ekki að hrjá mig alvarlega) síðar, get sólað mig á Costa del Sol og orðið svona eins og þessi senjora (sjá mynd); brún og fín. Hún kann sko að sóla sig þessi! ...assgoti seig bara, og kann örugglega öll trixin; spreyja kóki á sig, liggja á álpappír, bómull á milli tánna til að verða brún þar, snúa sér á kortersfresti, ofan í sjó á hálftímafresti (seltan í sjónum og endurspeglunin flýtir brúnkunni), kreista sítrónu yfir sig, hárband til að halda hárinu frá andliti/hálsi, gufubað í byrjun dags til að opna húðina og gera hana móttækilegri fyrir sólinni, loka húðinni í lok dags með kaldri vatnsgusu, bera á sig olíur á milli sólbaða til að viðhalda rakastigi húðarinnar, o.s.frv. Æi, þið þekkið þetta:)

mánudagur, mars 06, 2006

Rauði dregillinn, frh.

Dolly Parton hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér enda er hún algjör dúlla. Ætli hún geti sofið á maganum? Mér sýnist Dolly hafa puntað sig vel eins og fyrri daginn og er í fölbleikum kjól sem er kannski fullnáttkjólalegur og hárið er óvenjutætt. Glöggir taka eftir því að Dolly hefur valið kjól, veski og skó í sama lit og að hárið er reyndar óvenjugult. Kannski er það bara þessi mynd. Ég man ekki hvað hún er eldgömul en hún heldur sér alla vega svakalega vel! Sjáiði hvað hún er með flotta leggi?

Mér finnst Charlize Theron alltaf flott og hún eiginlega ein af þessum sem komast upp með hvað sem er, en sam ekki alveg hvað sem er. Ég segi eins og þið sem kommentuðu; Hvað er málið með slaufuna? Ég held að það hefði komið betur út að líma páfagauk eða jafnvel lunda á öxlina á henni. Liturinn er góður og í rauninni er kjólinn það líka ef þessi slaufa hefðí ekki lent á öxlinni hennar. Jumin eini, í alvöru talað!


Maður sér kjólinn hennar Parísar ekki vel en mér sýnist hann vera flottur sérstaklega þar sem hann er ekki nákvæmlega eins og litinn og París (eins og mér fannst svo margar af þessum stjörnum vera...SKILIDIGGI!!!) En ég var að pæla í einu, mér finnst París eiginlega alltaf pósa eins, mér finnst ég sjá hana svona, í akkúrat þessari stellingu, á 85% mynda sem ég sé hana og hún er sko ALLTAF í blöðunum hérna. Ég hefði líka haldið að París væri með fólk á launum við að kenna sér sniðugar stellingar *hóst*. Hún er líka alltaf svona á svipinn eins og hún sé alveg að fara að segja eitthvað ("nei hæ, þú hér" eða "eigiði sleikjó" eða "ég ætla sko að ná kærastanum þínum") í myndatökunni. Kannski er hún bara að hlæja að öllum þessum ljósmyndurum og hvað hún er ógeðslega mikið ríkari og vinsælli en þeir, múahahaha.

Elsa sagði að J-Lo hefði verið appelsínugul (má vera) en mér sýnist Mary J Blige einnig hafa farið hamförum í brúnkuklútunum, og frekar svona ójafn litur, hehe. Fínn kjóll en Mary virðist ekki alveg nenna í eftirpartyið.



Maggie Gyllenhaal mætti með hendur í vösum. Það er kannski móðins núna. Kjólinn voða hlutlaus, kannski farin að síga fullmikið, eða kannski eru brjóstin hennar bara svona. Nei annars, við nánari athugun sýnist mér barmur Maggie vera þrælfínn, mér finnst bara svona kjólar svo oft vera svolítið neðarlega, held það kæmi betur út að láta þá ná aðeins lengra upp.
Stelpur, þið virðist hafa kynnt ykkur kjólana vel svo ég ætla ekkert að koma með fleiri myndir, en svona það helsta annað sem mér fannst var að Reese var í fallegum kjól en enn og aftur fannst mér hann mega vera dekkri eða ljósari svo maður gæti séð skilin á Reese og kjólnum. Naomi Watts var í húðlituðu tjulli, Aniston var mjög flott í sínum, sömuleiðis Alba, og margar fleiri. Keira var í frekar þvingandi kjól en annars fín. Hún á það til að vera svo mikið máluð að hún líkist þvottabirni en það var ekki svo slæmt í þetta skiptið. Og til þess að rökstyðja af hverju mér fannst Williams vera eins og páskaungi þá skal það tekið fram að ég ELSKA gult en mér fannst þetta vera rangur gulur litur. Of kaldur og Williams er gullfalleg en mér fannst hún ekki bera þennan kjól vel. Held að Heath væri meira að segja sammála mér.

Rauði dregillinn

Jæja, þá er komið að kjóladómum Tótlu og Óskars í kjölfar gærkvöldsins. Mér finnst alltaf gaman að tjekka á hverju dömurnar klæðast á slíkum verðlaunahátíðum, enda fínt til að fá hugmyndir fyrir næsta árshátíðarkjól (NOT). Sumar eru voða fínar, aðrar ekki, svona eins og gengur og gerist og mér finnst þær oft óttalega kjánalegar eitthvað. Tjekkum á kjólatískunni í ár: sama hvað þið segið, mér finnst alltaf viss klassi yfir J-Lo, enda er hún svona sixtís gella núorðið og ég fíla það. Fínn litur á kjólnum, mætti þó ekki vera einum tóni meira út í brúnt því þá væri hann orðinn eins og gæsaskítur á litinn. Mér sýnist dressið í heild sinni vera nokkuð fínt. Hún hefði þó átt að skilja kallinn eftir heima, hann er eins og Drakúla. Hann fær þó prik fyrir hvað hann helst lengi giftur Jennifer.
Ástralirnir Heath Ledger og Michelle Williams voru bæði tilnefnd og hafa því væntanlega farið í bestu sparifötin sín. Ástralir eru rosalega montnir og stoltir af þessu Hollywood pari sínu og væntingarnar eftir því. Og hvað gerist svo? Hann er frekar venjulegur en hún er eins og misskilinn páskaungi. OJJJJJJJJ
Annar Aussie, Nicole Kidman. Húðin, hárið og kjóllinn er í sama lit svo Nicole er bara eins og eitt húðlitað/hvítt strik. NEIIII !!! Þetta má ekki og ég hélt að hún vissi það eða borgaði fólki sem veit það fyrir að segja sér það!?! Kjóllinn er klassískur en hefði mátt vera öðruvísi á litinn, eða Nicole mætti vera öðruvísi á litinn.

Ég held að ég gæti gert betur en þessar elskur ef J-Lo er kannski undanskilin, við erum jafnflottar. Jæja, meira seinna í kvöld. Laga kannski þetta blogg þá í leiðinni....

fimmtudagur, mars 02, 2006

Skólinn hafinn

Skólinn hófst í vikunni og ég er ekki byrjuð að lesa. Ég gerði mér hins vegar ferð upp í skóla fyrir 10 dögum til að kaupa bækur svo ég gæti byrjað strax að lesa. Hmmm. Ætlunin er reyndar að byrja á eftir. Síðustu dagar hafa verið mjög skemmtilegir enda var Erna hjá okkur í nokkra daga á meðan hún leitaði að íbúð. Nú er hún og Nick hennar komin með æðislega íbúð með æðislegu útsýni (smá öfund). Mardi Gras er á laugardaginn og Gummi er í þessum töluðum orðum að finna til fjaðrir og glimmer svo við verðum fín í skrúðgöngunni:) í fyrra rigndi svo við skrópuðum á Mardi Gras en nú ÆTLUM við að fara, sama hvernig veðrið verður. Ok...tralala

miðvikudagur, mars 01, 2006

Afmælin!

Þá er afmælisvertíðin hafin. Erna Tönsberg, sem er einmitt nýjasta besta vinkona mín enda nýflutt til Sydney, átti afmæli í síðustu viku. Við höfðum ekki mikinn tíma til að fagna en fengum okkur þó hanastél á barnum þar sem danaprinsinn pikkaði Mary upp haustið 2000. Í dag eiga afmæli Ingibjörg Ýr og Inga Steinunn, á morgun eiga Herdís og Arndís Ósk afmæli og svo á einhver lúði afmæli daginn þar á eftir. Svo er Elsa mín 15.mars og Ari 20.mars en það er nú svolítið í það. Afmælisbörnum dagsins í dag og á morgun vil ég óska til hamingju. Ég vildi að maður væri enn í Álftamýrarskóla þar sem maður mátti koma með ís eða eitthvað á afmælinu sínu til að gefa hinum krökkunum. Þá hefði verið veisla 3 daga í röð í skólanum:)

Get svo sem ekki kvartað. Við Erna, nýja besta vinkona mín í Sydney, bökuðum bollur fyrir bolludaginn og notuðum marssúkkulaði til að bræða ofan á þær, hehe, jummí slummí. Ok...bæjóóóó.

föstudagur, febrúar 24, 2006

Gluggi

G'day mates. Þá fer lífið að komast í fastar skorður hér í Róshæðargötu enda hefst skólinn á mánudaginn. Við Gummi erum svo heppin að hafa gest hjá okkur núna en Erna Tönsberg vinkona úr Álftó er að flytja til Sydney og býr hjá okkur á meðan hún er að leita sér að íbúð. Ég er ekkert smá sátt við að hún sé að koma hingað enda langtum skemmtilegra að slúðra á íslensku en ensku og við getum endalaust blaðrað enda sannkallaðar blaðurskjóður:)

Ég var á heimasíðu Ingu Steinunnar og rakst þar á sniðugan glugga. Þetta er víst notað í sálfræði til að sjá hvernig aðrir sjá mann kannski öðru vísi en maður sjálfur (juminn, hræðilega illa orðað). Jæja, ég er alla vega búin að fara í þetta og merkja við 6 orð sem ég held að geti átt ágætlega við um sjálfa mig og nú þætti mér rosalega vænt um ef þið gerðuð þetta og merktuð við 5-6 orð sem ykkur finnst eiga við um mig. Kannski er ég alveg að misskilja sjálfa mig og held að ég sé eitthvað sem ykkur finnst ekki, skiljiði? OK, man aldrei hvernig maður gerir linka svo þetta er bara slóðin; http://kevan.org/johari?name=totla

bæjó

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Fyrsti strengurinn, ekki fyrir viðkvæma...


Við getum öll verið sammála um að tíminn líður hratt, og ekki fyrir svo löngu hafði ekkert okkar nokkurn tíma heyrt um, séð, hvað þá klæðst g-strengs nærbuxum. Ok, ég sagði að þetta væri ekki fyrir viðkvæma þannig að þið teprurnar getið bara farið aftur á leikur.is að spila tetris eða eitthvað. Mér varð hugsað til þess um daginn þegar maður sá þessar flíkur fyrst, og hvað það er í raun stutt síðan. Ég er ekki alveg með ártalið á hreinu en ég er að skjóta á '96 ?!?! hjálpið mér. Jæja, alla vega þá var maður nú ekkert að hlaupa út í búð að festa kaup á svona nærfatnaði enda var mamma sennilega enn að kaupa á mig bónusbrækur þegar þetta var, sem sagt í fyrsta bekk í menntaskóla. Þetta þótti náttúrulega ægilega patent þar sem nærbuxnafarið sást ekki á miðjum bossanum ef maður var í þröngum buxum (mér hefur alltaf þótt það ólekkert) nema hvað, að jólin '96 þá fékk ég dálítið óvænta jólagjöf ...frá Guðrúnu Jóns sem margir lesendur Tótlutjattsins ættu að kannast við. Ég man eftir að hafa setið í stofunni með settinu og gott ef amma í Fells var ekki þarna líka og ef til vill fleiri fjölskyldumeðlimir þegar pakkinn frá Guðrúnu rataði í fangið á mér og ég tók til við að taka utan af honum pappírinn. Í ljós komu þessi fínu brjóstahöld (sem ég hafði sennilega enn minna við að gera þá en nú, ...eða jú annars ...sennilega voru púðar í honum, sem veitti ekki af fyrir horaðan unglinginn) og g-strengur! Mér tókst sem betur fer að sjá hvurslags brók þetta var áður en ég lyfti henni upp til að sýna viðstöddum gjöfina. Held ég hafi falið strenginn undir bh-inum og þegar mamma spurði hvað ég hefði fengið frá Guðrúnu svaraði ég "nærföt"... örugglega farin að svitna þá. Milli jóla og nýárs þegar ég hitti prakkarann spurði hún hvort jólagjöfin hefði nokkuð skapað vandræðalegt fjölskyldumóment við jólatréð, og ég man það mjög vel ennþá að hún var svakalega prakkaraleg á svipinn og hló bara. Að sjálfsögðu var þetta ekkert vandræðalegt móment, svo það sé alveg á tæru. Þær stöllur, hún og Aldís unnu einmitt í Hagkaup á þessum tíma og hafa fengið góðan díl á þessu býst ég við og ég var himinlifandi yfir gjöfinni. En ekki hvað? Ég man reyndar nokkru síðar eftir mömmu þar sem hún var að hengja þvott á snúru og þar á meðal jólagjöfina frá Guðrúnu að hún átti í einhverjum vandræðum með strenginn. Ég heyrði hana tauta "efnisprufa" og "hvernig snýr þetta eiginlega?" enákvað að forða mér út áður en hún færi að pæla meira og ræða þetta frekar:)

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Silvía Nótt og evróvisjón.

Þá er ég komin aftur í samband við umheiminn héðan frá Sydneyju, en ég var í tæpar 3 vikur á roadtrippi um eyjuna (Ástralíu altso). Það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég fór að vafra um bloggheima eftir 3 vikna fjarveru var að allir eru að keppast við að mæra Silvíu Nótt og lagið hennar. Hmmmm. Ég verð víst að skera mig úr hópnum. Mér fannst lagið alveg í lagi, en ég get ekki tekið undir með fólki að þetta sé geggjað lag, mér finnst þetta vera meira svona grínlag. Mér fannst reyndar gríska lagið sem vann í fyrra glatað þannig að það er ekkert að marka mig, og kannski rústar SN þessu, við skulum vona það:) Líka fínt að senda hana og hrista aðeins upp í þessu liði, get ímyndað mér að allir evrópsku júróaðdáendurnir (vinir Páls Óskars) eigi eftir að taka Silvíu í guðatölu. Svo er annað með hana SN. Ég sá einn þátt í fyrrahaust og fannst hún hrikalega fyndin. Svo sá ég annan þátt um jólin og fannst hún ganga alltof langt því ég giska á að aðaláhorfendahópurinn hennar sé á aldrinum 10-18 ára þó aðrir hópar fylgist líka með henni. Ég hafði það á tilfinningunni að hún fyndi sig knúna til að toppa sjálfa sig, verða enn grófari. Ég styð stelpuna áfram í keppninni, en vona að ungir krakkar séu ekki að taka útlit hennar og túllann á henni til fyrirmyndar.

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Ferðafréttir

Eftir 4 daga fjarveru frá Sydney finnst mér ég hafa verið óralengi á ferðalagi. Við hófum ferðalagið í Tamworth á kántrítónlistarhátíð (ein stærsta tónlistarhátíð í heimi) sem var í einu orði sagt FRÁBÆR upplifun! Ég fékk kúrekahatt og við fórum á Rodeo. Reyndar hélt ég fyrir augun mikinn hluta rodeosins sökum hræðslu um að nautin og hestarnir myndu drepa kúrekana. Ég er ekki mikil hetja, ég veit... en þetta var samt frábær upplifun. Gummi hafði orð á því hve kúrekabossarnir tóku sig vel út í þröngu gallabuxunum og þeir voru allir vel girtir. Hmmm, hehehe:) Í Tamworth gistum við í túkallstjaldinu okkar sem við keyptum í K-Mart. Ég er ekki mikið fyrir útilegur en þetta gekk vel og við stefnum á að tjalda oftar. Nú höfum við keyrt um 1500 km í norðvestur og erum í bæ sem heitir Longreach. Vodafone er ekki mikið í því að þjónusta dreifara, svo við erum símasambandslaus (þið hafið eflaust öll verið að reyna að ná í okkur) og þannig verður það næstu daga því við erum að fara enn lengra inn í land. Á morgun ætlum við til Mt Isa og fagna þar Australia day á fimmtudaginn, og svo höldum við áfram til Alice Springs. Læt heyra í mér, ætla nú að bregða mér út í 40 stiga stækjuna og skoða mig um bæinn. bleeeeeeeeeee!

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Ég hlusta bara á konnntrí...


Þessi vika hefur verið frekar róleg, þó við séum búin að vera að stússast eitthvað smá. Fórum í Aquarium í gær og fundum Nemo. Í dag var svo svona lokastúss áður en við leggjum í hann í smá ferðalag um landið. Við höfum ekki planað hvert við ætlum að fara né hversu lengi við ætlum að vera. Hins vegar þurfum við að vera komin aftur innan 4 vikna. Fyrsta stopp verður alla vega í sveitasælunni í Tamworth en þar er country music festival sem er vonandi okkur að skapi. Við erum alla vega búin að kaupa útilegubúnað fyrir heilar 5000 krónur (tjald, svefnpoka og dýnu í K-Mart ...hahahaha)... og Gummi er farinn að pússa kúrekastígvélin. Nú vantar mig bara köflótta bómullarskyrtu og þröngar gallabuxur, þá er ég ready. Dolly Parton, Kenny Rogers, Loretta Lynn og félagar hafa alltaf verið stjörnur fyrir mér þannig að ég er gasalega spennt, íííííííháááááá! Þessi mynd er hins vegar af Lady Turtle í síðdegisgöngu með Hong Kong í baksýn í byrjun desember sl. How lovely.

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Á ég?

Ætti ég að fá mér bleikt hár? Ég mátaði þessa fínu kollu í Hong Kong um daginn. Fer mér vel þó ég segi sjálf frá...hmmm.

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Klístur

Á laugardaginn var tók Sydney á móti okkur klístruð og sveitt. Hitinn er alls ekkert óbærilegur, bara á milli 20 og 30 (hitabylgjan sem var um jólin er sem betur fer búin), en samt sem áður er rakinn þvílíkur að það er allt rakt og klístrað. Og til að róa ykkur þarna í kuldanum fyrir norðan, þá er engin sól hér heldur. Neibbs, það er bara úrhellisrigning!

Það er rúmur mánuður eftir af sumarfríinu hér og við ætlum að fara á eitthvað ferðalag. Veit samt ekki hvert, hvenær eða hvernig en það kemur í ljós á næstu klukkustundum. Ég er ekkert rosalega spennt fyrir að byrja aftur í skólanum. Langar bara mest að ferðast um allar trissur og fara svo heim að vinna. Þegar ég yfirgaf Ísland voru allir að fara yfirum í þessu DV máli (og vonandi eru allir endanlega hættir að kaupa það sorprit... sem reyndar birti hluta af síðasta bloggi mínu í þarsíðasta helgarblaði sem ég sá ekki) ... Hvað er í gangi?