miðvikudagur, maí 17, 2006

Gaman...


Þessi mynd er tekin sl. föstudagskvöld þegar Íslendingarnir og wanna-be Íslendingarnir brugðu sér út á lífið í Surry Hills. Eins og sést er Erna þegar farin að klóra sér í hausnum og velta vöngum yfir múnderingum fyrir Júróvisjón-kvöldið. "Tjull tjull tjull er málið, ógissla töff skilurðu" sagði Erna áður en hún sagði dyraverðinum að fokka sér (fokkoff) og öðrum bargestum að þeir væru vangefnir hálfvitar. Ég lét mér fátt um finnast og teigaði mjöðinn af minni alkunnu hógværð.


Þarna erum við komin yfir á Oxford Street, Brendan, Tótla, Guðmundur og Erna. Gjörsamlega að missa okkur í stælum enda klárlega flottasta fólkið á staðnum. Reyndar var staðurinn hálftómur.


Og hér er allur hópurinn, Tony (sem horfir til hliðar) Nick Candy Tönsberg (ætli hann verði kallaður Romario á föstudaginn?) Brendan (þessi sem er íhugull á svipinn), moi, Gummi (þessi sem er eins og snarbilaður á svipinn) og hnakkinn á Ernu. Hún var farin að sofa.

Engin ummæli: