sunnudagur, júní 25, 2006
Nicole and Keith sitting in a tree...
Fyrir um stundarfjórðungi síðan náði Gummi þessari mynd þar sem Nicole Kidman, leikkonan ástsæla (og ástralska), mætti til messu með föður sínum. Þar ætlar hún að binda hnútinn með Keith Urban, sem er ástralskur köntrísöngvari. Athöfnin hófst rétt í þessu þannig að lesendur Tótlutjattsins eru sennilega fyrstir Frónverja til að fá þessar æsifréttir, beint í æð. Ég lét Nic vita í gær að því miður hefðu plönin breyst hjá mér og ég get ekki verið með henni á þessari mikilvægu stund í lífi hennar. Ég er að fara út að borða með Soffíu. En Nic var alveg sama því fullt af öðrum "selebbum" (það vantar gott íslenskt orð yfir selebb, mér leiðist að sletta) verða í brullaupinu. Má þar nefna Russel Crowe og Daníellu spúsu hans, Hugh Jackman (slef) og frú, Rene Zellweger og fleiri. Þetta verður örugglega frábært brúðkaup og truflað teiti. Góða skemmtun krakkar!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli