já já já, ég veit að ég er ekki dugleg að láta heyra í mér. Mér finnst ég alltaf vera í vinnunni og svo kemst ég mjög sjaldan á internet svo afsakanirnar eru margar.
U.B. krýndi í gær arftaka sinn í ungfrú heimur/alheimur (veit ekki hvort það er...er ekki til fröken Jörð? eða ungfrú Geimur? Jarðkringla? Hnöttur? Veröld?). Heiðar snyrtir lýsti atburðinum af sinni alkunnu snilld eins og um snókerleik væri að ræða. Talaði svona rólega og hljóðlega. Ég sá ca. 5 mínútur af þessu efni í sjónkanum. Fröken Angóla var sæt og komst áfram enda óvenju ljós á hörund miðað við Afríkubúa. Ég vona að þið sjáið í gegnum kaldhæðnina hér og farið ekki að ásaka mig um rasisma. Þær boðuðu okkur allar mikinn fögnuð, lofuðu Pólland og minntust á frið á Jörð. Amen. Fröken Tékkland vann, mér fannst hún ekki verðskulda sigurinn enda mun ljótari en flestar. Í þessar 5 mínútur sem ég horfði á útsendinguna sá ég örugglega að minnsta kosti 5 föngulegri dömur en fröken Tékkland. Hún minnti mig bara á Tori Spellig eða eitthvað og það er ekki hrós.
Ég fór því miður ekki á Volver um daginn enda hef ég ekki komist í bíó í lengri tíma sökum anna. En ég gefst ekki upp. Ég gaf mér þó tíma til að fara út að borða með Steina bróður og fjölskyldu og Gvendi mínum. Við fórum á stað sem heitir Vín og Skel og mæli ég með honum við alla matháka eins og mig. Mmmm. Takk fyrir mig!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli