Þá er það komið á hreint að við Guðmundur eigum bara tæpar 3 vikur eftir hérna í Ástralíu. Erum alveg á fullu núna að reyna að klára skólann því það er ansi margt sem þarf að gerast fyrir 29.júní. Selja bíl, búslóð og ýmislegt annað. Fjúff. Við fljúgum til Kuala Lumpur og stoppum þar í nokkra daga, og svo til London og stoppum þar líka og svo er það bara Home sweet home. Ég panta fiskibollur eða rauðsprettu í matinn fyrsta kvöldið. EInhver að segja mömmu það. Takk.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli