mánudagur, maí 01, 2006

Toodles matargat!

Nick Candy og frú buðu okkur í mat í gærkvöldi. Candymaðurinn eldaði kengúru handa okkur Íslendingunum þremur! Gummi og Erna gátu ekki leynt kvíðanum yfir að kjamsa á gúrunni en ég hélt minni stóísku ró að vanda (hafði reyndar smakkað kengúru áður). Við komumst strax að því að allur kvíði var algjör óþarfi enda smakkaðist maturinn rosalega vel, kjötið meyrt og fínt og Nick augljóslega góður kokkur. Mér finnst hún Erna mín hafa veitt vel þarna í Japan og mikill fengur í Nick. Ekki er hún Erna minni fengur því hún gerir bestu hamborgara í heimi:) Mmm... slurp slurp:)

Engin ummæli: