sunnudagur, desember 29, 2002

"Ég fæ jólagjöf..." tralalala, jæja gleðilega hátíð allir. Ég vona að allir hafi fengið eitthvað í gogginn, haft það notalegt og jafnvel fengið pakka. Ég fékk þetta allt. Þurfti ekki einu sinni að skipta neinni gjöf, hehehe. Neibbs, fékk ýmislegt nytsamlegt og fallegt og annað ópraktískt og rosalega fallegt. Undir hvorn hópinn fellur súkkulaði? þann fyrri ekki satt? Ég vakna um miðjan dag þessa dagana og fer að sofa aftur við sólarupprás, eða þannig sko. Og þegar ég er vakandi þá er ég of löt til að gera nokkuð svo ég bara kósa mig á nýju náttfötunum, þangað til ég fer að sofa. Fór á Stellu í framboði í bíó, fín mynd, örlítil vonbrigði samt, erfitt að toppa Stellu í orlofi. Það fúlasta var samt að þegar myndin var að byrja aftur eftir hléið þá klikkaði starfsmaður Sambíóa á að setja hljóðið á, svo að fyrstu 3 mínúturnar eða svo eftir hlé voru með bara einhverri músík. Arg, og maður búinn að borga 1000 kr. (eða alla vega kærastinn sko, nógu slæmt samt, fyrir hann) og svo missir maður af einum brandara! Á þeirri stundu var ég harðákveðin að hringja í Dagblaðið, "Örg húsfreyja úr austurbænum hringdi: Á annan í jólum gerðum við hjónaleysin okkur glaðan dag og skelltum okkur á íslenska bíómynd í kvikmyndahúsinu í Álfabakka, myndin átti sín ágætu móment og brandara en þó get ég ekki á mér setið og vil því koma á framfæri óánægju minni. Starfsmenn voru augljóslega ekki á verði þegar myndin átti að byrja aftur eftir hlé, og gleymdu að skrúfa upp í voljúminu! þess má einnig geta að sýnd voru brot úr öllum kvikmyndum sem væntanlegar eru í sýningarsalina næstu misseri. Mér finnst það dónaskapur að láta trygga gesti íslensku kvikmyndahúsanna borga offjár fyrir miðann, og þar að auki láta þá sitja undir leiðinlegum auglýsingum í 20 mínútur eftir að myndin á að byrja. Til að toppa allt saman er myndin "slitin í tvennt" svo fólk geti keypt meira nammi til að gúffa í sig. Óþolandi! Ekki furða að við séum of feit." Kannski ég bara hringi í alvöru og kvarti, gaman að fá sitt álit á þessari dellu í lítinn hliðardálk á sömu blaðsíðu og spurning dagsins! ok ok ok, ég er róleg. Ætli þetta sé ekki síðasta bloggið mitt á þessu ári, því herrans ári 2002 þegar Bloggið tröllreið öllum, nei...öllu meina ég. úbbs...

laugardagur, desember 21, 2002

Skólajól
brbrbrbr, hvar er Tótla??? hvar er hún? nú auðvitað í skólanum! af hverju ekki að eyða bara jafnvel jólunum í skólanum? En ég ætla ekki að kvarta því þá verða allir brjál... ég fór jú til New York í viku eins og einhver prinsessa en ég vil takaþað fram að fyrsta morgninum þar í borg varði ég með skólabókum og svo var ég alltaf annað slagið að lesa. Ritgerðin sem ég er hérna að dúlla mér við í makindum hefur líka tekið miklu lengri tíma en ég átti von á. En mér hefur svo sannarlega ekki leiðst hér uppi í VRII. Ónei, það er nefnilega margur góður drengurinn hér (og stúlkan, í þessu tilfelli aðallega stúlkur). Þær Dagný, Cilla, Solla og Helga hafa staðið í skemmtilegheitunum með mér. Við vorum fleiri í byrjun síðustu viku, en það eru þessar stúlkur sem teljast þjáningarsystur mínar því allar nema Solla eru í prófi í dag! já, á meðan þið hin eruð að éta deig og pakka inn gjöfum. Ég stefni þó á að toppa ykkur öll og læra í kvöld, sleppa partíinu sem mér var boðið í sama hvað stjörnuspá Moggans segir. Dagný kíkir reglulega á hana, ég er fiskur og segir spáin "Samkvæmislífið færist í aukana og vinsældir þínar um leið. Þú skalt þiggja öll boð." Ég stefni hins vegar á að skila fyrir kvöldmat á morgun! Annars verð ég bara að benda á snilldina eina fyrir þá sem hafa barnalegan húmor. Fann þetta á tilverunni sem ég skoða annars aldrei, algjört rugl en stundum leynist þar svona húmor fyrir dömur eins og mig!

föstudagur, desember 20, 2002

ÁT
Liggaliggalá lá, ég er að fara á Salatbar Eika með gömlu hjónunum, Birgi og Elvu og Steina bróður, Svönu mágkonu og dætrum þeirra, Eddu og Þórhildi:) Allir að fylgjast með? Þeir sem lásu um ferð mína til Noregs í fyrravor vita hver þau eru, nú og nottla kellur eins og Álftódrottningar sem skrifa ekki slaufuáttu heldur tvo hringi sem mynda 8... og þær sem þekkja mig vel, því ég tala víst svolítið oft um fjölskylduna mína...eða so they say you know....

þriðjudagur, desember 17, 2002

Staður: VRII háskólasvæðinu
Stund: Seint um kvöld, að nálgast miðnætti
Púsli púsl, ég er að reyna að gera ritgerðina. Með fullt af hugmyndum en gengur illa að setja þær á blað, þess vegna er ég að tjatta við Söru betur þekkt sem "Hinir", á msn. Var að muna að ég á líka eftir að skila einhverju latínuverkefni, ekki segja þeim sem eru með mér í latínu, því þá verða þau fúl. Kennarinn skilar ekki einkunnum fyrr en allir hafa skilað verkefni. Og honum er alveg sama hvenær við skilum, svo lengi sem það gerist fyrir 6.jan held ég. Ég stefni á að fá mér rauðvínssopa og setjast niður í kósí fíling með fröken Latínu við fyrsta tækifæri. Hún er góð stúlka.
Góðar stundir.

mánudagur, desember 16, 2002

Þá er eg komin heil á húfi til Íslands frá Ameríku (þar sem McDonalds ostborgari, miðstærð af frönskum og miðstærð af kók kostar 315 krónur), og jákvæðari en í síðasta bloggi. Ég einbeitti mér að því að hugsa eins og Pollýanna, og í raun var þetta ágætur dagur. Erfiðast var að ég réð varla við farangurinn alein, er enn með strengi eftir hlaupin með töskurnar, og að missa af einni lest, og gleyma tösku í annarri lest. Annars var þetta bara alveg æðislegt allt saman. Ferðalagið var alveg frábært og ég mæli með New York fyrir þá sem ekki hafa komið þangað og hafa tækifæri til að heimsækja hana. Ég ætla að bíða með að skoða á heimabankanum hvað fjörið kostaði mig þangað til ég er búin með ritgerðina sem ég er að skrifa núna. Já, ég er komin aftur á bókasafnið og hamast við að púsla saman 10 blaðsíðna ritgerð á spænsku þar sem ég hugleiði það hvernig spænska þjóðin og þeir sem tóku þátt í spænsku borgarastyrjöldinni breyttust þegar á hana leið, eða hvernig hugsjónir þeirra breyttust, og byggi ég ritgerðina á tveimur bókumsem ég hef lesið... eruð þið enn að lesa þetta? gafst einhver upp? Þetta er reyndar áhugaverðara en það kann að hljóma, ég bara kvíði þessu smá, veit ekki hvernig ég á að koma þessu frá mér. Mig langar að baka! Einhver búin (eða búiNN, hohoho, yeah right!) að baka?

föstudagur, desember 13, 2002

arg
jaeja ta er min maett a flugvollinn i Boston, eftir omurlegasta dag ever. Atladi ekki ad geta pakkad draslinu, lestarstodin i N.Y. var rett hja en audvitad fekk eg ekki taxa, og tegar mer tokst tad loksins for hann einhverja faranlega leid. Umferdin tarna er natturulega algjor gedveiki og vid vorum stopp tarna. Tegar Bamba Bambadjam (leigubilstjorinn) var farinn ad blota a wooluf sagdist eg ganga restina, hljop sem sagt yfir halfa manhattan (ad tvi er mer fannst a tvi momenti) med farangur sem eg gat varla borid sjalf... og vitidi hvad... eg missti af lestinni! stod tarna med tarin i augunum og saug upp i nefid svo eg faeri ekki ad grenja a midri lestarstod. Buin ad hlaupa alla tessa leid. Turfti ad bida i 2 tima i vidbot. Tok naestu lest til Boston, 4 eda 5 klst, gleymdi svo tosku i lestinni og fattadi tad tegar eg var komin ad leigubilnum i Boston, hljop alla leid til baka, Mohammed passadi farangurinn minn a medan (bilstjorinn) og eg fann toskun. jibbi, komin a vollinn, best ad fa ser sma sushi og slappa af loksins...ciao

þriðjudagur, desember 10, 2002

Nueva York 3
Hola todos, sko af shout outinu sidast ma lesa tad ad allir halda ad eg hafi tjadst af orlitilli "resaca" (timburmenn) a laugardagskvoldid... o nei. Eg svaf i 12 tima ta nottina, ef ekki 14, algjorlega buin a tvi. Tad ma vera ad eg se aumingi, tessar amerisku stulkur drekka mig alla vega algjorlega undir bordid og eg atla mer ekki einu sinni ad reyna ad afsanna tad, en eg held ad a tessum timapunkti um daginn hafi eg verid buin ad sofa 10 tima sidan a midvikudeginum. Stelpurnar ultu inn um midja nott og rumskadi eg vid setningar a bord vid "oh my got, I'm so freakin' wasted, I can't believe she like, you know made out with that black guy, she was so totally hammered". Ja, uff, ameriskan er ekki mitt fag. Amerikanar eru lika yfirtyrmandi nice. Fyrsta daginn var eg ein a tritli upp 5th Ave. tegar eg akvad ad hressa mig vid a "Starbucks". Tar sem eg stend, togul med kaffibollann minn tarna inni, kemur madur um 60 og byrjar ad spjalla vid mig. Tarna stodum vid og toludum um Island og Ameriku, og um faranlega hluti (hann var mjog frodur, hafdi buid vida) eins og hlutleysi Sviss og afstodu Marokkomanna i seinni heimstyrjoldinni, hvernig tad var tvi teir voru nu fronsk nylenda, um tyska aradursradherran Gobbels og raedur hans, um trotskyisma (hvernig sem tad er aftur skrifad) og stalin og eg veit ekki hvad og hvad og eg kom sjalfri mer svo a ovart, vissi ekki ad eg vissi tetta allt saman. Tarna stod eg a Starbucks med tessari mannvitsbrekku og tuldi upp mannkynssoguna ur MR, sem eg helt eg hefdi longu gleymt (eda aldrei kunnad). Hann var mjog indaell en eins og flestir teir amerikanar sem eg hef hitt gjorsamlega ostodvandi tegar hann byrjadi ad tala. Undir lokin var mig farid ad svima, hann taladi svo mikid. Skemmtilegt samt. Sunnudeginum og gaerdeginum vardi eg i Philadelphiu, segi betur fra tvi seinna tvi tad var aevintyri ut af fyrir sig, og fyrir Erlu og Volu ad vita, ta hitti eg Toni, Miguel og Aaron!!!

sunnudagur, desember 08, 2002

Nueva York 2
puff, eg held ad madur hafi bara ordid fyrir kultursjokki herna uti. Tvilikt areiti og hljodmengun og skitur og laeti. Borgin er frabaer og eg hlakka til ad skoda mig betur um herna, en mikid er eg fegin "rolegheitunum" i Reykjavik tegar eg hef sed tetta. Sirenurnar stoppa varla og mer finnst svo mikil mengun og svoleidis. Og mer finnst lika maturinn (ta serstaklega gummiosturinn) ekki spennandi. Aetlunin var nu alls ekki ad vera neikvaed, tvi eg skemmti mer svo vel her. tad er bara tad ad nuna er eg ein heima tvi eg gat ekki farid ut med stelpunum sokum lasleika.... mer er svo oglatt og kenni eg uppsafnadri treytu, ogedslegum mat og smavegis af smirnoff ice (fra i gaer) tar um. aetla ad reyna ad hvila mig og na tessu ur mer...
Stubbar segja bless bless

föstudagur, desember 06, 2002

Nueva York
Ta er min maett i storborgina, afsakid stafaleysi, en svona er tetta i utlondum.... nenni ekki ad fiffa inn islensku stafina. Ferdalagid hingad ut gekk vel en var hraedilega langt og treytandi. Lagdi af staf med rutu a Keflavikurflugvoll klukkan 14 i gaer og var komin i rumid i New York klukkan 8 i morgun ad islenskum tima, um hanott her uti. Hef samt upplifad lengri ferdalog, uff puff. Flaug til Boston, kom mer a lestastodina tar, turfti ad bida i frosti og snjo i tvo tima eftir lestinni sem var svo annad 5 tima ferdalag, svo eg var ordin frekar luin og raefilsleg med ferdatoskuna i eftirdragi. Mer list svakalega vel a borgina svona eftir ad hafa litid ut um gluggann. Er a 28.haed, Empire State er beint fyrir framan mig, rosalegt utsyni, snjor og jolalegt. Ally tok a moti mer, buin ad baka sukkuladikoku og skreyta hana med stofunum "N.Y.C. loves (hjarta) Totla" haha, hun hlo mikid sjalf, var ad hugsa um ad skrifa "welcome to America" en fannst tad langt, vildi hafa tad saemilega ameriskt og vaemid. Hun er algjor snulla, taer bua trjar saman. Annars held eg ad amerikanar seu pinu furdulegir. Drekka frekar Vanilla coke, eda skrytna gosdrykki sem eg hef aldrei sed adur, rotarbjor og svoleidis i stad bara sprite eda coke eda fanta. og svo keypti Ally morgunkorn fyrir mig, sem er allt i lagi, eitthvad hollt oged, samt frekar subbulegt tegar mjolkin var komin ut a. Eg held ad teir bordi frekar eitthvad svona en bara serios. Eg faerdi teim kulusukk, vona ad eg klari tad ekki sjalf...

miðvikudagur, desember 04, 2002

FLIPP
"Flipp; athöfn eða framkvæmd án skýrra markmiða eða skipulags. Sbr; þessi Englandsferð var bara eintómt flipp
Svo er orðið "flipp" skilgreint í nýju orðabókinni, og á það vel við nú þegar ég er á leið til New York. Jú jú, stúlkan ákvað bara að skella sér til Nueva York að heimsækja Ally, ameríska vinkonu sem býr á Manhattan. Hún var með mér í bekk í háskólanum á Spáni og heimsótti mig til Íslands í fyrravor. Ég lofaði náttúrulega að koma líka að heimsækja hana, svona hlutur sem maður segir en veit svo ekkert hvenær hann verður framkvæmdur. Svo ákvað ég barasta að standa við stóru orðin, og fer seinnipartinn á morgun. Nú er ég hins vegar að læra á fullu og að sjálfsögðu ekkert byrjuð að undirbúa ferðina, hvað þá pakka, hohoho, hver þarf að pakka? Ciao

þriðjudagur, desember 03, 2002

Varið ykkur á apanum
mér finnst þessi frétt með því athyglisverðasta í dag, frekar mikið ógeð... nú er ég fegin að búa á Íslandi því hér eru engir apar til að bíta mann. Þessi töffari virðist þó vera fyrir eldri dömur svo ég er örugg:)

mánudagur, desember 02, 2002

Moviemilk
Hvort er það "biomjólk" eða "bíómjólk"? sko ef "biomjólk" þá finnst mér að það ætti ekki að vera komma yfir mjÓlk því ég tengi bio við bíó, en mig minnir að ég hafi einhvern tímann lesið að bio væru einhverjir sérstakir gerlar. Hjálp! Bryndís er líkleg til að vita allt um þetta. mmmm ég er að drekka bio-gerla með perubragði, mmm

sunnudagur, desember 01, 2002

Las Tótlas
Góðan dag og gleðilega hátíð. Í dag er jú 1.desember og fögnum því að sjálfsögðu að 84 ár eru liðin frá því að Ísland varð fullveldi, 1.des 1918 (Frostaveturinn mikla, smá fróðleikur). Ég var í sérstakri nefnd til að skipuleggja daginn en þið getið lesið meira um það hér. Við fórum í messu guðfræðinema í morgun, lögðum því næst blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar og þá tóku við hátíðarhöld þar sem forsetinn var heiðursgestur. Ég er reyndar á hraðferð því ég er einmitt á leiðinni á Bessastaði í smá kaffiboð, ekki dónalegt, ha? En ég vil benda ykkur á merkilegan hlut, man reyndar ekki hvort ég hafi sagt ykkur það áður en þessi stúlka heitir Þórunn og er kölluð Tótla eins og ég, hún bloggar og mæli ég með því að þið kíkið á þetta. Segið mér svo hvort ykkur finnist síðan eithvað kunnugleg:) Best samt að drífa sig í kaffiboðið, ég er að vonast til að Dorrit hafi bakað enska jólaköku:)

fimmtudagur, nóvember 28, 2002

Hassan og fullkomnun
Yfirleitt er ég þeirrar skoðunar að ég komist skuggalega nálægt því að vera fullkomin, en stundum fer ég að efast þó ég jafni mig nokkuð fljótt aftur. T.d. í fyrradag í munnlega frönskuprófinu "pantaði" ég skíðaferð til Ítalíu fyrir mig, foreldra mína og kærustuna mína, hann Gumma (!!!) Já já, svo bara fattaði ég þetta í gær, þessi mistök mín og varð alveg steinhissa á sjálfri mér, því ég kann alveg að segja "kærasti" á frönsku. Fyrir ykkur sem skiljið þá sem sagt sagði ég ma petit-ami (í stað mon). ok ekkert merkilegt en sjálfsagt skondið fyrir frönskukennarann og monsieur Þór Stefánsson. Það er ágætt að ég geri fyndin mistök í þau fáu skipti sem mér verður á:)
Ég var eitthvað gramsa í skúffum áðan og fann þá eitthvað nafnspjald síðan ég var í Marokkó fyrir tveimur árum. Ef einhver er á leiðinni til Fés í Marokkó þá getiði haft samband við hann Hassan í síma 068102611 (innanlands) Hann getur skutlað ykkur og "gædað" og allt, talar frönsku, spænsku, þýsku, ensku og hefur komið til Íslands. Hann er einnig að finna í Derb Sidi Bennani-götu númer 18. Shalom.

þriðjudagur, nóvember 26, 2002

La lengua de las mariposas
Þessi ungi maður heitir Guðjón og hann sagði mér í dag að ég ætti að "öppdeita" síðuna mína oftar. Rétt er það Guðjón, rétt er það.Gaman að heyra að manns er bara saknað:) Þið sem voruð orðin viðþolslaus (væntanlega mjög mörg) getið því þakkað honum fyrir með því t.d. að senda honum póst á gudjonar@hi.is og ég læt mynd af honum fylgja með. Þess má geta að hann er Vökusnúður:)

En annars er bara heilmargt að frétta. Þessa dagana held ég til í VRII og þar les ég spænsku og frönsku og latínu milli þess sem ég slæpist. Í morgun fór ég í munnlegt frönskupróf... Mér leið ekki vel fyrir það, skulum bara segja að mér hafi verið orðið illt í mallanum. Prófdómari var monsieur Þór Stefánsson, frönskukennari úr Gamla Skóla. Ég held ég hafi plummað mig ágætlega, ruglaði spænskunni bara einu sinni við en gleymdi hins vegar að taka svona kúl hikorð þegar ég var að hugsa. Vissi að það myndi hljóma frekar "pro" ef ég myndi strjúka ímyndaðan hökutopp og mumla "d'accord" annað slagið, en ég gleymdi því víst. Hef örugglega sagt "ha?" og "óóó..." En þegar mademoiselle var búin í munnlegu prófi og fara á einn fund og snattast smávegis fannst henni hún eiga videospólu skilið. Til að friða samviskuna leigði ég "La lengua de las mariposas" eða "Tunga fiðrildanna" í Ríkinu á Snorrabraut, en sú mynd er einmitt í námsefninu hjá mér í haust svo í rauninni var ég bara dugleg að læra. Í haust las ég smásögu eftir Manuel Rivas en hann kom einmitt hingað í haust þegar spænska kvikmyndahátíðin var og heimsótti bekkinn minn í tíma. Merkilegur maður get ég sagt ykkur, og þessi bíómynd er sem sagt byggð á einni af smásögunum hans. Ég mæli með myndinni, hún er eins og vindurinn. Ég ætla ekki að segja of mikið en þessi mynd er svo yndisleg og ég vona að þið horfið sem flest á hana, ég grét reyndar eins og barn (og ég ætla ekki að segja of mikið). Hló líka mikið, en tárin runnu samt í lítratali, skil ekki hvaðan þau koma. Ekki láta það samt stöðva ykkur, þó ég gráti þá þýðir það ekki endilega að þið gerið það líka... sei sei, gott að gráta. Svo var mamma að eignast draumahrærivélina, Kitchen-Aid:) Ég hef dáðst að þeim lengi, æ maður á ekki að segja frá svona löguðu á netinu. Ætla að hætta áður en ég fer að segja ykkur frá draumastellinu. Það er samt rosa flott..... nei ok grín:)

föstudagur, nóvember 22, 2002

HRÆÐILEGT HRÆÐILEGT
Augu mín þjást yfir hræðilegu útliti tótlutjattsins, og það sem verra er ég hef engann tíma til að laga þetta akkúrat núna, en ég lofa að þetta verður ekki alltaf svona. ÉG LOFA

fimmtudagur, nóvember 21, 2002

ok skipti bara aftur í feitu kisurnar, held að þær séu happa:)
arggggg....... ætlaði að breyta til, allt datt út, huhuhuhu, ekki orð um það meir.
Þið sem mættuð ekki á Stúdentakjallarann í gær misstuð af skemmtilegu kvöldi. Heppnaðist mjög vel, en í kvöld heldur stuðið áfram því þá ætla ég á tónleika Sinfóníunnar og Sálarinnar:) Ætla að læra latínu núna en á morgun er föstudagur, hver veit nema ég plati einhverjar hressar klessur í ísbíltúr... hver er geim?

þriðjudagur, nóvember 19, 2002

Stúdentakjallarinn
...miðvikudagskvöld, klukkan 21 (eða rétt rúmlega). Hrönn Sveinsdóttir (Í skóm drekans), Hálfdán (Djúpa laugin), Bríeturnar, Haukur (í horni), þið og ég!

mánudagur, nóvember 18, 2002

híhíhíhí
Jemin eini, gaman að sjá svona hverjir eru að lesa bloggið manns, því ég held alltaf að aðeins nánustu vinkonur mínar lesi það, var að velta því fyrir mér hvort mér væri óhætt að segja "prump" og slík orð hérna, því ólíkt sumum bloggurum (nefnum engin nöfn) þá vil ég ekki vera litla ljúfa Tótla dags daglega en fokkin' sjitt kúl Tótla töffína (sem köttar krappið...eða hvað það heitir annars) þegar ég blogga. Hmmm, nei ég kýs að vera einlæg. En fyrst ég er byrjuð að röfla þá vil ég segja frá því að næst komandi miðvikudagskvöld, ekki á morgun heldur hinn, þá ætlum við öll í Stúdentakjallarann að drekka kaffi, eða bjór og kósa okkur. Og það sem meira er, við ætlum að ræða dálítið sem ég hef áður rætt hér á röflsíðunni minni...raunveruleikasjónvarp!!!. jibbí jibbí. Ég og hún Soffía Vökustalla mín stöndum fyrir málstofu um þetta sívinsæla efni, og verður þetta svona á léttu nótunum, tökum bara kaffihúsastemninguna á þetta. Ég er næstum því viss um að Hálfdan úr "Djúpu lauginni" á Skjá einum ætli að koma og svo koma hressar stelpur úr Bríeti, og fleiri...þetta er allt saman að skýrast. Svo endilega mætið upp úr 21 á miðvikudagskvöldið á Stúdentakjallarann og látið skoðanir ykkar á Survivor, Temptation Island og hinum þáttunum í ljós, eða bara til að hlusta á skemmtilegar pælingar annarra um siðferði og skemmtanaiðnaðinn. Elsa súpergella var að benda mér á að íslensku minni fer hrakandi (er rétt að segja það?) og stafsetningu líka. Elsa hefur rétt fyrir sér og mér þykir þetta leiðinlegt. Ég bið ykkur því að líta framhjá því (ekki yppsilon þar!) og hafa í huga að ég er að læra þrjú erlend tungumál. Ég reyni að vanda mig, en hef samt ekkert svo miklar áhyggjur því þó stafsetninginn sé ekki sú besta þá kann ég ýmislegt annað. Mér settur ekkert sniðugt í hug akkúrat núna, en ég læt ykkur samt vita. Inga Steinunn spurði hvort hún fengi verðlaun fyrir að vera gestur númer 2010... tja... ég veit ekki hver þau ættu að vera, Inga ertu með eitthvað sérstakt í huga eða??? ég skal syngja fyrir þig næst þegar ég hitti þig. Og hvernig væri að fara að rífa heimasíðuna upp úr þessu skammdegisþunglyndi Inga Steinunn! sussu svei. Takk í dag.
ÚBBS
Ef þið lesið bloggið hér fyrir neðan getið þið séð að ég bað þann sem yrði gestur númer 2000 á tjattið mitt að láta mig vita...svona í gamni, og hver varð gestur númer 2000??? Ég sjálf!!!! þetta er svo glatað að ég er næstum því pirruð yfir þessu. Nú ætla ég að gera aðra tilraun, varla þó með gest númer 2000 því það er víst búið:( en í staðinn bið ég þá sem verða númer, 2005, 2008, 2010 og 2013 að láta mig vita, vel þessar þrjár tölur af handahófi því ég get varla gert sömu "mistökin" fimm sinnum. Langar bara að fá smá hugmynd líka hverjir eru að sniglast hingað:) vá hvað þetta er óspennandi hjá mér...blaaaaa

sunnudagur, nóvember 17, 2002

bloggstíflan losnar
Lítið hef ég bloggað undanfarið sökum anna, hugmyndaleysis og almennrar leti. Nú vil ég hins vegar nota tækifærið og benda á að vinkona mín hún (Arna) Vala hefur bæst í bloggarahópinn. Velkomin til Bloggheima Vala mín. Eins og þið sjáið ef þið kíkið á þessa síðu hugsar hnátan mikið um form og lögun og svoleiðis dót, enda stefnir hún á arkitektúrinn. Vala á heima í Eskihlíð með Dögg. Annars hefur helgin bara verið bærileg, fór í heimsókn í gær með mömmu og var bara svona að slæpast allan daginn. Fór með Stebba máF á kosningarskrifstofuna hans Sigga Kára og hef þar með farið á tvær slíkar samkomur því ég leit um daginn til Soffíu. Ungt og efnilegt fólk í Sjálfstæðisflokknum þar á ferð. Þegar ég var svo á leiðinni í háttinn ákvað ég að kíkja í haustfagnað Svavars og Simba á Astró. Við Gummi Hlír bara rétt litum inn í klukkutíma, hitti þar hana Bryndísi sem er ávalt í stuði. ok búin í dag. Ég skora á þann sem verður gestur númer 2000 á tótlutjattið að láta mig vita via shout-out. bara gaman að vita svoleiðis:)

mánudagur, nóvember 11, 2002

Hverjir horfðu á Edduna í gær? Segiði mér nú...flottasta múnderingin? flottasti kjóllinn?? mest blásna hárið?? æ já, Dorrit. Ég sá bara fyrri hlutann á þessu, svo ég veit fátt. Datt enginn á sviðinu, missti eitthvað út úr sér? skandalar? jæja, er að fara í frönsku, þið sjáið um að informera mig.

föstudagur, nóvember 08, 2002

Hey frábært bara allir að strumpa á síðununum sínum, ég virðist þó vera sú eina sem er "Smurfette":) Strympa er óneitanlega kvenlegust af strumpunum svo ég er mjög ánægð með að vera hún. Annars var ég bara að koma af hádegisfundi sem bar yfirskriftina "Eru konur hræddar við stærðfræði?" þar sem Rósa Erlendsdóttir jafnréttisfulltrúi vart að svara fyrir sig en auk hennar voru þarna Sigurður Brynjólfsson forseti Verkfræðideildar og Guðrún Sævarsdóttir sem er einhver eðlisfræðigella. Ég er eiginlega að ná mér niður ennþá svo ég vil helst ekki segja of mikið. Mér finnst reyndar mjög líklegt að félagi minn, hann Mundi hafi eitthvað um málið að segja enda er hann afar öflugur að blogga um málefni líðandi stundar. Ef þið eruð forvitin að vita meira um þennan fund þá er ágætt að lesa hans frásögn en ef ég verð svo eitthvað svakalega ósammála því þá bara tek ég þennan link út aftur:) hehehe. ok...annars er bara helgin framundan, gott mál. Ég var reyndar í endajaxlatöku í gær og er orðin MJÖG svöng.... en á morgun fer ég í átveislu til Herdísar ásamt hinum klessunum og ég á meira að segja að koma með eftirrétt:) ég er hætt að tala um mat....farin í 10-11 NÚNA að kaupa mér eitthvað gott í gogginn. Góða helgi börnin góð.

miðvikudagur, nóvember 06, 2002

frönskupróf á morgun! ekki sniðugt. Byrjaði að læra í gær og ætla að læra MIKIÐ í dag. Allt annað fær bara að bíða. Líka bloggið:)

sunnudagur, nóvember 03, 2002

Find your inner Smurf!

ég er sátt við þetta, hefði orðið svekkt ef minn innri strumpur væri fýlustrumpur eða jafnvel að ég væri Kjartan, en hann er náttúrulega ekki strumpur. En vissuð þið að kærastinn minn getur talað alveg eins og Strympa??? nú verður hann brjálaður, mér finnst það bara svo sniðugt. Hann getur alltaf komið mér í gott skap þannig. Þá vitið þið það!

föstudagur, nóvember 01, 2002

Góðan dag kæra veröld. Runninn er upp fagur dagur, þó er á honum einn galli, snjórinn er að fara sökum rigningar. Spurt er; fyrst Þórhildur er svo hrifin af snjó, hví finnst henni þessi rigingardagur þá svo fagur (RÍM)??? nú, einfaldlega af því að í dag er vísindaferð KÓLUMBUSAR HEPPNA ...skemmtilegasta nemendafélags í HÍ. Jamm,, við erum að fara í vísindaferð í SÍF og þið sem lesið þetta og megið ekki koma með getið komið í Odda klukkan 16:30 og séð stolta og glaða Tótlu trítla upp í strætó. Ég hlakka mikið til, er með smá hnút í maganum en við eigum eftir að læra svo margt vona ég í þessari ferð. Ýmislegt um fiskinn sem fer til Spánar, eða var það öfugt??? nei grín. Ég ætla ekki að skrifa hér meira í dag en hins vegar vil ég að þið athugið linkana hér til vinstri, hún Dögg er amatör í Bloggheimum, var að byrja bara í gær svo það er smá byrjendabragur yfir þessu hjá henni, ég vona að hún skrifi meira fljótlega. Einu sinni hét Dögg einnig Heiða í 13 ár og þá kallaði ég hana stundum Heidi Klum (eins og fyrirsætan því þær eru báðar svo sætar þó Dögg eigi vinninginn að sjálfsögðu hjá mér)..fyrst ruglaðist ég samt og kallaði hana Heidi Klein, en me´r finnst hún ekkert lík Calvin Klein...bara ekki baun. En ég leyfi henni að halda Klum nafninu þó Heidi fái að fjúka. Voilá Dögg! Óvenjulegt blogg hjá Dodda í dag þar sem hann lýsir hægðum sínum í smáatriðum en hann fékk í magann, meira að segja matareitrun á þriðjudagskvöld og hefur haft smá óþægindi í mallanum síðan þá. Ég vona að þér líði betur Doddi! Bryndís er að borða vatn og kálblað, athugið það (og segir okkur hinum að troða okkur út af nammi?!?!) Ásdís skoðar brúðarkjóla á netinu en tekst svo aldrei að setja myndirnar á netið...hahahaha...auli:) Þórey er vitlaus og henni er kalt...en á morgun syngur hún á tónleikum og ég hlakka svo til að fara, en ég er með smá sviðsskrekk fyrir hennar hönd. Hún er svo þaulvön að sennilega líður henni bara þrælvel. Og Elsa á góða færslu um temptation island...hehehe, góð komment þar, þetta með að manni líði bara betur við að sjá þessa kjána...hehehe. Alligevel, nenni ekki að linka á þetta fólk því linkarnir eru bara hér á bleiku ræmunni. Góða helgi.

fimmtudagur, október 31, 2002

Veislan eftirminnilega ok ok ok...sko nú hef ég nokkrar mínútur áður en ég fer í tíma til að segja hvað kom fyrir mig í gær. Ég sem sagt fór á "veisluna" í Þjóðleikhúsinu. Settist í eina sætið sem var laust við borðið og getiði bara hver átti sætið við hliðina á mér... HILMIR SNÆR! ekki slæmt, ha? hann á voða voða bágt í þessu leikriti en það vitið þið sem hafið séð það. Og ég var mikið að velta því fyrir mér hvort ég ætti ekki bara að taka utan um hann og hugga drenginn, þurrka tárin hans (sem flæddu NB). Kom svona umhyggju móðurtilfinning upp í mér, en ég lét bara nægja að segja "gott kvöld" við hann þegar hann hafði boðið mér gott kvöld. Það var nú allt og sumt. En sem sagt svo ég fari að koma mér að pönslæninu, þá fer leikritið mikið fram upp á borðinu og þegar ein leikkona var að stökkva niður á gólf á háu háu háu hælunum sínum lenti hún svona meira á andlitinu mínu en á gólfinu og ég fór næstum því að skæla, en ákvað að flissa frekar. Hún lenti kannski ekki beinlínis á andlitinu mínu, það eru reyndar ýkjur en hún sparkaði mjög fast í það og ég hélt ég myndi fá glóðarauga en ég var bara með rautt strik og pínu bólgin og rauð á vinstri hlið andlitsins, eiginlega allt farið núna. Þetta var samt ógeðslega vont og ég var alveg dofin og rauð og heit í framan LENGI. Hún stoppaði nú ekkert þrátt fyrir heiðarlega tilraun til að drepa mig, eða svona meiða mig. Held samt hún hafi tekið eftir þessu. Þetta var það merkilegasta sem kom fyrir mig í gær. Flott leikrit, sætir strákar.

miðvikudagur, október 30, 2002

Systa og mágur komin heim. Sem betur fer fékk ég ekki nammi, en ekki hafa áhyggjur, pabbi fékk sitt:) en hins vegar fékk ég forláta gallajakka úr Zöru sem ég mun bráðlega vígja, ef ekki bara strax næstu helgi. Mér finnst ég fín í honum:) ...hvað fleira, jú, í dag er mér boðið að vera upp á sviði í Þjóðleikhúsinu ásamt nokkrum öðrum Vökurokkurum því það er verið að æfa nýja leikkonu fyrir Veisluna sem mig hefur einmitt langað svo lengi að sjá. En...það þýðir að ég þyrfti að skrópa í latínu og mér finnst gaman í latínu og vil helst ekki gera honum Sigurði (kennara) það. Honum er samt sennilega sama hvort ég mæti eða ekki, en mér er ekki sama. Óneitanlega erfiðasta ákvörðun dagsins í dag; mæta í latínu vs. borða súpu upp á sviði í Veislu! hvað finnst ykkur? ég er að bugast hérna. jæja ég held að hungrið fari að draga mig niður í bakarí...garnagaul!

mánudagur, október 28, 2002

Þið sem skoðið le chat du Doddi sjáið að þar er einstaklega hugljúfur piltur á ferð sem talar mikið um sína heittelskuðu hustru. Með einlægum orðum sínum vinnur þessi geðþekki piltur sér inn mörg rokkaraprik meðal kvenna. Hún Ásdís spúsa hans var einmitt í heimsókn hjá honum í Draumalandinu og þar hafa þau áreiðanlega kelað og knúsast og kósað sig í sólinni. Mig langar mikið að vita hvort Doddinn noti ammmmerísku ökklasokkana sína, hann getur kannski svarað því hér. Einnig vil ég óska honum til hamingju með að hafa fundið íbúð en ég er sko alveg búin að fá nóg af honum Sam Paranojupúka! Að láta svona við Dodda, gera veður út af því að ljósið í símanum blikki, lofthljóð í kókdósum o.s.frv.!!! úff, ég vona að hún Ásdís hafi togað í eyrun á honum og hrist duglega! Hmmm, annars er bara nóg að gera. Vísindaferð á föstudaginn hjá spænskunni:) jibbíííí, get varla sofið. Og systa og mágur að koma frá Andalúsíu á morgun, þau fóru til Sevilla og allt! kannski kaupa þau nammi í fríhöfninni handa mér, en ég er í nammibindindi svo ég gef bara pabba nammið (ef ég fæ eitthvað) þegar mamma sér ekki til, því pabbi er í megrun:)

föstudagur, október 25, 2002

Velkomin til Bloggheima
Þessi Bloggveröld er furðulegt fyrirbæri, maður verður bara frekar húkt á þessu sem er missniðugt. Hef staðið sjálfa mig að því að hugsa t.d. "jæja, langt síðan ég hef heyrt í Elsu, bezt að kíkja á bloggið hennar" í stað þess að hringja í stúlkuna. Er þetta rétt? ég bara spyr. Annars er Tótla litla í mömmó núna þessa vikuna, Anna Björk stóra systir og spúsinn hennar eru að spila golf í Andalúsíu (arg) og ég passa Bibba, húsið og bílinn:) á meðan. Fór á fjölsylduskemmtun í Digranesskóla í morgun þar sem börnin sungu "meistari Jakob" á ótal tungumálum. Höfðaði sérsaklega til mín, varð fyrir vonbrigðum þó með að spænskan var ekki tekin með. Í gærkvöldi kíkti ég örlítið á Temptation Island en ég hef hálfgerða óbeit á slíkum "reality" þáttum þó ég hafi alveg gaman af að sjá einn og einn. Hef núna séð einn Survivor og einn Temptation Island í allan vetur, en ég horfi hvort eð er ekkert á sjónkann. Sko, ég verð svo miður mín yfir hvað fólk er ógeðslegt bara haldandi framhjá maka sínum fyrir framan alþjóð... og allan heiminn. Nógu slæmt þó það væri ofan í skúffo og enginn vissi, en HALLÓ?!?!?! mömmurnar þeirra, pabbar, vinnuveitendur, vinir, ömmur...ALLIR sjá þetta. Jeminn eini hvað fólk selur sig ódýrt...sumir eru reyndar greinilega traustsins verðir en aðrir stökkva í fangið á einhverjum sem þeir hafa þekkt í 6 daga á einhverri óraunveruleika eyju þar sem það leikur sér með sólarolíu í annari og kokteilglas í hinni... Nógu asnalegt að taka þátt í þessu, en ætla að fórna kannski góðu sambandi fyrir einhvern hönk eða megabeib sem hefur það hlutverk að reyna sem mest að freista hinna!...það er rugl! Setningar á borð við "já ég finn það hvernig spennan magnast á milli okkar frá degi til dags...við getum talað um svo margt" "hann er svo sætur, og mikill herramaður og svo er hann svona hugsuður alveg eins og ég..." "við eigum svo margt sameiginlegt og það er gífurleg kynferðisleg spenna á milli okkar". Jæja, vitlaust fólk en alveg hægt að hlæja að því (ekki með). Ég samt verð aldrei húkt á svona, yrði það kannski ef ég hefði oftar tíma til að horfa á sjónvarpið, en mér líður betur eftir að hafa tjáð mig svona um mína skoðum á þessum þætti hér. Afbragðs sjónvarpsefni... hmmm, þýðingar bíða mín...læra læra læra!

laugardagur, október 19, 2002

Freyjur athugið... ég er að kanna það hér netleiðis hvanær þið hafið áhuga á að hitta samfreyjur (nennti ekki að meila) og var mér að detta í hug að hittast 2.nóvember um kvöldið, því þá verður stórtenórinn Þórey Sif einmitt búin að syngja sig inn í hjörtu okkar sem fara á tónleikana í Hallgrímskirkju. Hmmm, kannski hentar það Þóreyju illa... segið bara til. Ég hlakka svo mikið til að fara á þessa tónleika og fyndist frábært að gera enn meira úr deginum með að hitta freyjurnar:) tjáið ykkur skutlur!
Hei, hafið þið tekið eftir því að neðri kisan hérna til hægri á skjánum er bara með höfuð en ekki búk! eða er þetta bara mín tÖlva?
Í gær var spænskupartí á Astro og þetta fólk getur aldrei mætt en er samt alltaf að röfla um að við gerum ekki neitt. Klara, Svanlaug og Bessi eru samt alltaf traust og ég átti ágætt kvöld með þeim og Maríu Mjöll megaspænskustjórnmálabeib að ógleymdum los italianos sem klikka seint. Þeir mæta alltaf í öll spænsku teitin, eitthvað annað en spanjólarnir. En í gær voru nottla Erveivs tónleikar og ég veit að margir ætluðu á þá...ok ok ég skil það vel. En ég gef þeim annan sjéns næsta miðvikudag og þá ætlum við að hittast aftur á Kaffihúsinu hjá Astro. Ef færri en 8 mæta fer ég í tveggja daga verkfall! Og hananú (sagði hænan og lagðist á bakið). Svona er gaman að vera til, ég er ekkert að kvarta, bara benda á þetta.

miðvikudagur, október 16, 2002

Áfram Ísland!
Leikurinn í kvöld! Ísland vs. Litháen. Ég held að við ættum að taka Skotana okkur til fyrirmyndar, en þeir styðja sitt lið...sama hvað. Við á hinn bóginn höfum lítinn áhuga á "strákunum okkar" nema þeir séu bestir. Reyndar held ég að landsliðið eiga marga dygga stuðningsmenn en neikvæð umfjöllun fjölmiðla vill smita út frá sér. Þess vegna ætla ég á völlinn í kvöld. Spurning hvort við Íslendingar ættum að vera jafn þjóðleg og Skotarnir... Í ullarhosum, gúmmítúttum og lopapeysu með slátur í nesti og heimabrugg á pela??? eða bara svona "nýmóðins þjóðleg", þ.e. í appelsínugulum regngúmmígalla frá 66 gráðum norður??? ég held mig við flís, kók og draum!

þriðjudagur, október 15, 2002

Fegurð.......er afstætt hugtak, en engu að síður finnst mér að þið stúlkukindur sem inn á þetta blogg mitt ratið ættuð að athuga þennan mann. Já, Jude Law hefur heppnina með sér hvað lúkkið varðar. Hann hlýtur að hanga í speglinum allan daginn.

föstudagur, október 11, 2002

halló. Bryndís benti á að þetta væri EKKI góð lýsing á mér í shout outinu (takk Bryndís) sko, í fyrsta lagi þá sit ég ekki allan daginn fyrir framan tölvuna því ég fer fyrst í skólann og svo vinnuna og á kvöldin er ég bara annað hvort þreytt eða að sinna einhverjum félagsstörfum. Í öðru lagi þá er ég algjör lúði og kann ekkert á tölvur, er samt búin að læra þetta með copy og paste og nota það óspart. Þriðja; ég drekk ekki bjór. Ég hef reynt nokkrum sinnum en það er sama hvernig ég reyni, ég kem honum bara ekki niður. Frekar kaupi ég mér trópí á 500 kall á bar en að drekka frían bjór. "Bjór fyrir framan tölvuna er bestur" ehhh, NEI! en nammi fyrir framan tölvuna er voða gott, og líka kex (en mamma og Gummi hafa bannað mér það út af lyklaborðinu) og margt fleira. ok ég er kannski með 30 contacta á msn, fæ svona 5-10 e-mail á dag... og jú mér finnst gaman í skólanum því þar eru flestir vinir mínir og ég get komist í tölvu hvenær sem er. Ég er að hugsa um að taka prófið aftur og reyna að verða önnur týpa. Er það svindl? Eða er ég kannski hér með orðin tölvunörd, byrja daginn á að deila þessum hugsunum mínum með blogginu mínu og ykkur sem lesið það, og tek svo eitthvað asnalegt nettest aftur til að fá útkomu sem ég get sætt mig við. Hmmm, nú hef ég eitthvað til að hugsa um í dag, og ég ætla að komast að því hver ég raunverulega er... og svo sættast við þá niðurstöðu sem ég kemst að, ef það gerist þá nokkurn tíma. Jeminn eini, ég held ég þurfi bara að fara á doktor.is og láta greina mig núna.

miðvikudagur, október 09, 2002

Ég fann þetta rugl á Vökuvefnum. Hvernig háskólatýpa er ég??? Ég er ekki alveg sátt við niðurstöðuna:



Sjáðu hvaða týpa þú ert Hvað finnst ykkur?

þriðjudagur, október 01, 2002

Nú verða sagðar fréttir "Af neðangreindum ástæðum... mun Ásberghill Inc. nú opna Hillbergás International sem er dótturfélag þess fyrrnefnda og munu höfuðstöðvarnar vera í Madrid. Mun sá armur m.a. sjá um fjármögnun og uppbyggingu tungumálamiðstöðvarinnar Hillhablomuybien Lmt. Einnig er áætlað að félagið kaupi hið fræga Tio Pepe skilti á Sol og láti breyta stöfunum í Tia Hilly"
Skilur einhver eitthvað í þessum pælingum hennar Ásdísar??? Þær eru svo ruglaðar, sko eftir því er ég best veit þá stofnuðu hún, Hildur Edda og BergLIND ÝR ferðafélag og fóru til dæmis í Hvalfjörðinn. Ég held að Hillbergás International sé einmitt það félag en ég er samt ekki viss, þið megið hjálpa mér ef þið vitið meira en ég. Og ekki veit ég hvað þær ætla að gera við Tia Hilly skiltið? Stinga því niður á toppinn á Öskjuhlíð þegar þær sigra þann tind? Ég vil benda á að þetta er í annað sinn sem ég blogga í dag, ekki gleyma að lesa hitt dótið fyrir neðan.
Agalegt þegar svona lúðar eins og ég komast í tölvur og búa sér til blogg en eru svo ekki einu sinni nógu miklir lúðar til að gera það almennilega. Ég er pirruð á því að geta ekki haft íslenska stafi hérna til hliðar, þið vitið. "Bjork" og "Torey" fá að kenna á því. Ég held ég verði að blikka einhvern tölvulúða sem getur hjálpað mér. hmmm Herdís ertu laus í dag? nei djók, ekki einu sinni hún er með íslenska stafi á blogginu.
Hvað fleira... jú, sko mamma er alveg rosaleg. Ég þori varla að skrifa þetta en í gærkvöldi smurði hún handa mér nesti í skólann og ég veit ekki um neina mömmu sem gerir það fyrir 22 ára dóttur sína. Ég fékk sem sagt jarðaberjajógúrt (fitusnauða), banana og rúgbrauð með kæfu. Æjiiii hún er svo mikið krútt en mér finnst bara að mömmur eigi ekki að vera að útbúa nesti þegar börnin eru orðin nógu stór til að elda sjálf (eða eiga að vera það, en um færni mína í eldamennsku má vissulega deila). Hún á frekar að pússa neglurnar og horfa á Taggart eða lesa Jane Austin eða eitthvað svoleiðis. ok...ég þarf að fara að borða nestið mitt. Hmmm, þetta er nú frekar næs, hehehe.

laugardagur, september 28, 2002

Flott blogg og ljót blogg ónafngreindur bloggari sem staddur er á Miami er greinilega sár yfir að ónafngreindur bloggari úr Reykjavíkinni setti út á lúkkið á blogginu hans...thíhíhí, núna vita alla vega báðir ónafngreindu bloggararnir að þeir skoða bloggin hvor hjá öðrum, þrátt fyrir misfalleg blogg... vona að þetta hafi komið rétt út úr mér. Jú jú,því þegar allt kemur til alls,þá er það innihaldið, ekki úthaldið sem skiptir máli. Ég meina útlitið, en þetta var svo sniðugt mismæli hjá mér að ég leyfi því að standa. Ætlunin var kannski ekki að rakka niður Miami-bloggarann, heldur frekar að vekja athygli á eigin síðu sem þangað til nýlega var gestabókalaus. Miami-bloggarinn setur bara inn linka og gestabók og fleira fínerí þegar andinn kemur yfir hann. Bless og takk, ekkert snakk.

miðvikudagur, september 25, 2002

BRAVO
ég hef tekið þá ákvörðun að þegar mér dettur ekkert sniðugt í hug til að skrifa á þetta tjatt mitt ætla ég að fá lánuð nokkur gullkorn frá vinum mínum (þið skiljið, copy-paste) því stundum...bara stundum eru þeir mun sniðugari en ég. Sumir myndu kalla þetta ritstuld, en ég blæs á slíka fyrru (er ypsilon í því?). Ég bara tek smá sýnishorn frá einhverju sniðugu sem þetta ágæta fólk sem er mér hér á vinstri hönd hefur að segja og þá getið þið athugað þessa linka betur... ég vil byrja á elskulegri Elsu, en hún á algjöran snilldarkærasta sem heitir Jói. Ég veit að Jói fær sennilega rokkprik frá mínum rómantíska kærasta fyrir þetta gullkorn sem þið eruð í þann mund að fara að lesa: "Jói fór í Þórsmörk, vona bara að hann skemmti sér kallinn. Hann gleymdi samt að segja mér það þangað til í gær svo hann fær smá skammprik. Skamm skamm. Hann er ótrúlega gleyminn. Hélt samt ég yrði ekki eldri eitt árið þegar ég fann minnismiða, held það hafi staðið: Amma, tryggingar, skólagjöld og fleira merkilegt en síðast á listanum stóð: Elsa. Hann þurfti sem sagt miða til að muna eftir mér karlanginn. Karlmenn eru óskiljanlegir. Sérstaklega Jói, stundum!" ok, þið sem þekkið Elsu og Jóa vitið alla vega um hvað málið snýst... ég er enn að jafna mig eftir hláturskastið.

mánudagur, september 23, 2002

Alltaf eru nýir bloggerar að bætast í hópinn, og sá ferskasti á markaðnum er gamall bekkjarbróðir úr MR. Doddi er kominn til Draumalandsins til að tromma. Hljóðfæraleikur hans í bílskúrnum heima var tekinn fyrir á seinasta hverfafundi á Valhúsahæð og þar var sú ákvörðun tekin að Þorvaldur skyldi leyfa Miamiverjum að njóta. Hann ku vera orðinn besti vinur Don Johnson, en þið verðið bara að skoða herlegheitin sjálf. Doddi karlinn fær ekki hæstu einkunn fyrir útlit á blogginu sínu, en ég man nú þá daga þegar ég var að byrja sjálf í bloggbransanum. Það er nú liðin tíð, enda er ég búin að setja upp gestabók (meira en sagt verður um Dodda, hömm hömm) sem ég vil endilega benda ykkur öllum á.... Hvað fleira, hmmm...jú, ég er á Akureyri núna og hér fæst besti ís í heimi Brynjuís. En á morgun kem ég heim og, ömmmm...á miðvikudaginn er skóli. Já! Þá er það bara komið.

þriðjudagur, september 17, 2002

hmmm...Framtíðin, þ.e. Málfundafélagið Framtíðin í MR er komin með nýja og flotta síðu, ohhh, akkuru var þetta ekki allt orðið svona tæknilegt þegar ég var þarna í den? það var nú samt alveg nógu gaman...

mánudagur, september 16, 2002

Þriðji mánudagurinn á þessu skólaári... yndislegt! Helgin var mjög fín hjá mér, hvernig var ykkar? Föstudagurinn náttúrulega tærasta snilld enda héldum við háskólanördar Stúdentadaginn hátíðlegan þá. Mikil gleði þar á bæ en Jagúar skemmtu okkur á Stúdentakjallaranum og var ein ónefnd klessa, köllum hana bara Herdísi, fyrst til að stíga á dansgólfið, gott framtak. Laugardagurinn var svo önnur snilld, en þá fór ég í pizzuveislu hjá Sigríði Sjúkköpp og át yfir mig tvisvar, var eiginlega orðið flögurt. Ég kann mér bara ekki hóf þessa dagana. Annars er bara dottið á dúnalogn núna og ég get farið að einbeita mér að því að vera í skólanum... húrra.

fimmtudagur, september 12, 2002

GLEÐILEGA NÝNEMAVIKU

já já, nýnemavikan bara skollin á og gott betur, henni fer að ljúka með miklu húllumhæi á morgun á sjálfum stúdentadeginum. Ég bendi þeim sem vita ekkert um hvað ég er að tala á að kynna sér bæklinginn fríða og þá sérstaklega myndina aftast í honum. Þessu var öllu saman startað á mánudaginn með heljarinnar kökuveislu og svo hefur verið keppt alla dagana í æsispennandi spurningakeppni sem heitir Kollgátan. Ég verð að segja að toppurinn á þessu öllu saman hafi verið spænskt kvöld á þriðjudagskvöldið. Það var haldið með pomp og prakt í Stúdentakjallaranum og var mikil suðræn stemning í hópnum. En þrátt fyrir þétta dagskrá hitti ég skutlurnar úr 6.-A í MR á Alþjóðahúsinu í gær, enda hef ég alltaf tíma fyrir þær. Sandra fær reyndar s (seint) í kladdann, Þórey fékk að fara fyrr og Ásdís, Berglind Ýr, Begga Jó og Vala fá f (fjarverandi) uss uss uss. Var ég að gleyma einhverjum? Katrín Erla kom á óvart með að tala enn íslensku en eftir langa dvöl á Spáni ratar hún varla í Reykjarvíkurborg... alligevel, þá segi ég bara góða skemmtun á morgun allir!!!

föstudagur, september 06, 2002

Ego sum Euclio, senex est, nei bíddu, hvernig var þetta??? Jæja, þá er maður bara búin að dusta rykið af latínuskruddunum og sestur enn á ný á latínubekk. Hmmm, mér finnst ekki eins og ég hafi nokkurn tíma lært latínu, en samt held ég að það sé nú aðeins að hjálpa mér. Senex þýðir öldungur og senatus er öldungaráð. Ég er nú bara búin að fara í einn tíma og mér leist mjög vel á kennarann, köllum hann bara Cornelius Euclio. Það skiptir miklu máli í svona fagi að hafa góðan kennara. Ég sá hann standa á tali við einhvern nemenda á ganginum í skólanum, og mér heyrðist hann vera að tala latínu, sem mér fannst samt frekar smellið þar sem hún er ekki töluð í dag, bara skrifuð. Hugsaði með mér að þarna væri Cornelius Euclio heppinn að hafa fundið einhvern ofuráhugasaman tungumálagúru, sennilega skiptistúdent frá Rúmeníu eða eitthvað svoleiðis, en þegar ég heyrði betur í þeim þá heyrðist mér þetta vera bara ítalska, sem er mun líklegra. Cornelius talar þá sennilega ítölsku með latneskum hreim. COOL!!! Já, og ekki má gleyma frönskunni, ég er komin í frönsku fyrir byrjendur, sem er nú kannski fullauðvelt svona til að byrja með fyrir mig, en það mun sennilega breytast um leið og við komumst lengra í námsefninu. Je m'appelle Þórhildur, et toi? En ástæðan fyrir latínunni og frönskunni er sú að ég er að láta mig dreyma um BA í rómönskum málum. Danke schön.

mánudagur, september 02, 2002

Góðan daginn kæru vinir og velkomin í skólann þið sem voruð að mæta aftur í HÍ. Uppsafnaða tilhlökkunin fyrir að byrja aftur í skólanum skolaðist niður í vaskinn þegar ég burstaði tennurnar snemma í morgun. En svo hitti ég hinar stúlkurnar og þær fóru að rifja upp fylleríssögur frá Spáni svo þetta er bara stórfínt allt saman. Hún Elsa er byrjuð að blogga og skora ég á hinar tjullurnar að vera ekki minni menn, eða konur, og skvera einu svona bloggi á netið svo maður fái að fylgjast með ykkar tryllta þankagangi. Ég verð samt að viðurkenna að ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með sjálfa mig (er það til) af því að ég var eiginlega svona með þeim fyrstu í hópnum til að gera svona blogg núna í vor og fannst þetta allt saman agalega nýmóðins. Svo er mitt blogg bara lúðalegast af öllum. Ég hef ekki einu sinni sett inn gestabók eða neitt sniðugt og er bara algjör lumma, fyrir utan hvað þessar kisur eru barnalegar. Mér finnst mitt blogg ekki nærri nógu fullorðinslegt fyrir annars svo akademísklega (úff nú vantar mig orð á íslensku) þenkjandi stúlku eins og mig. Því mæli ég fastlega með að þið skoðið bara einhvern af þessum linkum, þetta eru allt mjög kúl og skemmtileg blogg! Njótið

sunnudagur, september 01, 2002

Ljóst er eftir tilkynninguna um lundabréfsefnin hversu gífurlega mikill máttur Tótlutjattsins er því þau gjörsamlega ruku út eins og heitar lummur, eða kleinur og heitt kakó. En nóg um það, skólinn er að hefjast og ég veit ekki hvort ég sé alveg tilbúin. Ég hlakka til á hverju hausti og legg leið mína í bókaverslanir borgarinnar til að kaupa nýtt strokleður, límmiða, túss, plastmöppur og sa videre. Málið er að ég á erfitt með að ákveða hvaða kúrsa skal taka og hef lofað mér kannski í fullmikil félagsstörf og vinnu. Fyrir þá sem ekki fylgjast með þá er ég háttvirtur formaður Kólumbusar heppna (félag spænskunema, fyrir þá sem ekkert vita) og meðstjórnandi í Vöku. Veturinn sem sagt stefnir í að vera hörkuskemmtilegur með suðrænni stemmningu og skemmtilegu Vökustarfi og líka muy erfiður. Ég þarf sennilega bara að skipuleggja mig vel svo námið fari ekki fjandans til. Annars sé ég fram á að einn daginn um miðjan október, þegar ég á eftir að lesa kannski eina skáldsögu, skipuleggja spænskt kvöld, fara á fund, hef vanrækt vini mína og hef orðið fyrir árás 100 kínverja í Rammagerðinni sem heimta afslátt, fari ég bara að grenja! En auðvitað eru þetta óþarfaáhyggjur því þær Sigrún Lóa og Klara ætla að vera með mér í stjórn Kólumbusar, og mér finnst þetta allt svo svakalega gaman og veit að margir hafa miklu meira að gera en ég. Það koma kannski tveir, þrír "sviðnir dagar" eins og Sigga Víðis, kollegi minn úr Rammó segir. Hún er af Skaganum. Þá held ég að ég hafi skrifað nóg í bili, bless og takk, ekkert snakk.

föstudagur, ágúst 09, 2002

TILKYNNING
Lundabréfsefni, lundabréfsefni, hin sívinsælu lundabréfsefni eru loksins komin, aðeins 495 krónur! Vorum einnig að taka upp nýja sendingu af mokkaskóm og lopapeysum.
Rammagerðin

fimmtudagur, ágúst 08, 2002

Agalega leiðinlegar tölvur sem ég hef komist í undanfarið... tæknin er að dissa mig. OK, en ég var ekki ein af hinum seinheppnu þjóðhátíðargestum sl. helgi! stefnan var að fara þangað en sem betur fer breyttust plönin og ég fór til Akureyrar með Gumma og þar voru líka mamma og pabbi, og Óli og Aníta og Assa og Diljá og Anna Björk og Stebbi og Birgir Steinn og gestgjafarnir Steini og Svana og Edda og Þórhildur! að ógleymdum Söndru og Magga. Við gerðum ýmislegt okkur til dundurs, borðuðum Brynjuís (bara ég reyndar, ég held að Gumma finnst hann ekkert spes enda er hann sveitamaður) gengum um Vaglaskóg, og kíktum í sund með Bibba litla og "afa"... og hvað fleira, jú Gummi fann 29 golfkúlur í kringum golfvöllinn á meðan pabbi, Anna Björk og Stebbi spiluðu golf og ég trillaði með vagninn hans pabba. Gvendur litli varð blautur í tærnar og stunginn af flugu en brosið hélst fram á mánudag eftir að hann fann 16 kúlur því sem næst á sömu þúfunni. Það sparaði honum hlaupin. "Lítið er ungs manns..." Einnig var tjúttað á Sjallanum en hápunktur ferðarinnar var tvímælalaust fertugsafmæli Svönu í sumarbústað rétt fyrir utan Akureyri! Þar var rosaleg veisla þar sem ég át yfir mig. Ég er rétt að fá matarlystina aftur núna... familían keppti í golfi þar sem Golfkúlubaninn, eða ætti ég að segja "Gummi Geit" eins og Anna Björk kallaði hann eftir golfkúluleitina miklu, vann með holu í höggi. Byrjendaheppni! jæja og hvað er fleira að frétta... jú Heiður Vigfúsdóttir Spánarfari með meiru er komin til landsins, þeir sem vilja bjóða hana velkomna geta bara hringt beint í hana í síma 8673469.... ókei, svo bara allir að kjósa Þórlind á föstudaginn frá 18:00 í Heimdallskosningum í Valhöll !!!
CIAO

laugardagur, júlí 20, 2002

hola! úbbs maður fer aldrei nú orðið í tölvurnar... ekki svona á sumrin. Talandi um sumarið, ég held að það sé bara búið að vera fínt, samt fúlt að það sé rúmlega hálfnað. Fór einmitt í matarboð í gær til hans Palla með hinum krökkunum úr Rammó. Palli er snilldarkokkur og lætur sig ekki muna um það að bjóða 10 vinum sínum í þriggja rétta matarboð. Ég sem svitna yfir því að sjóða hafragraut! Mér tókst þó um daginn að gera sushi, sem er gott mál, því það er dýrt fyrir sushiaðdáendur að þurfa alltaf að fara á veitingastað til að svala sushiþörfinni. Gamla settið er á ferðalagi um landið svo tilraunir í eldhúsinu á Háaleitisbraut halda áfram... þetta endar með ósköpum...

þriðjudagur, júní 25, 2002

Úllala Figo





Varð bara að setja eina mynd af þessari elsku... Anna Björk stóra systir hitti hann einu sinni á flugvellinum í Faro, Portúgal, þegar hún hafði verið þar að heimsækja mig. Ekki slæmt, ég held hún hafi hitt Nuno Gomez líka en ég bara man það ekki alveg. Ég get ekki munað allt.
Um helgina fór ég í afmælisveislu til Erlu sætu, og naut þar gestrisni hennar. Dreypti á smá lakkríslíkjör, gott í hálsinn. Svo fór ég á ættarmót á Skógum með Gumma Hlí. Það var náttúrulega brilliant, hápunktur helgarinnar var þegar ég stóð með ömmu Gumma og annarri eldri konu á stofugólfinu á Núpi og söng "Undir bláhimni" og einhverja sálma við undirspil afa hans sem spilaði á orgel. Mikið fannst mér nú leiðilegt akkúrat þá að kunna ekki þessa sálma, rétt svo gat raulað þá...
og nú eru uppáhaldsfrænkur mínar í Noregi komnar til Íslands, Edda og Þórhildur, og líka hún Caroline sem er besta vinkona Eddu. Morgundeginum ætla ég svo að verja með þessum elskum...

miðvikudagur, júní 19, 2002

vá, ég er löngukomin heim og hef ekkert skrifað... maður hefur nú ýmislegt skemmtilegra að gera svona á sumrin en að hanga inni í tölvunni. Ég er byrjuð að vinna í Rammagerðinni og seinasta föstudag var meira að segja fyrsta staffapartí lopamafíunnar. Við hittumst heima hjá Don Orra, og eftir smá spilamennsku fórum við hress og kát niður á Hverfisbar. Þar var mikið húllumhæ og hitti ég fullt fullt af gömlum félögum úr MR og fullt fullt af Vökufólki og ekki má gleyma vinum Gumma, þeim Bigga og Bjössa sem reyndi mikið að bjóða í skutlugleraugun mín.... AS IF!!!! Á laugardagskvöld heimtaði Arna Vala að fá að taka Glitter á video, og stelpurnar létu undan. Við sem sagt horfðum á þennan glimmerhrylling heima hjá Erlu og gátum vel hlegið. Mariah er fátæk munaðarlaus stúlka sem kann að syngja og dansa og er uppgötvuð af einhverjum dj. sem hún seinna verður ástfangin af og verður fræg stjarna og meira veit ég ekki því ég gafst upp og fór heim að sofa. Svo fer bara að styttast í elsku Travis drengina mína sem ætla að koma bráðum til landsins og raula nokkra lagstúfa fyrir mig og fleiri...jibbí.... sing sing sing sing.... trallalalalala

miðvikudagur, maí 29, 2002

jæja, þá fer sæludögunum að ljúka í Noregi, erfiðasta ákvörðun mín í dag var hvort ég ætti að setja aprikósumarmelaði eða hindberjasultu á ristaða brauðið mitt... og í gær hvort ég ætti að horfa á Strumpana (aftur) eða bara Emil í Kattholti. Fór reyndar til Osló í gær í grenjandi rigningu. Ég var með regnhlíf eins og aðrir en leið samt eins og heimskum túrista sem kann ekki á regnhlíf því mín fauk alltaf upp, það brettist svona upp á hana í vindinum. Ég sá það ekki gerast hjá öðrum. Ég sá heldur ekki aðra eiga í vandræðum með að loka regnhlífinni sinni. Kannski var mín pínu biluð, eða ég bara svona mikill auli...

mánudagur, maí 27, 2002

Eitthvað gengur mér illa að koma þessum myndum af mér að drýgja hetjudáð í tívolí á þetta tjatt. Tæknin er eitthvað að stríða mér hér í Noregi. Rafmagnslínurnar eru örugglega ekki jafngóðar hér og heima því það stingast trjátoppar í þær alls staðar. Eða ekki, hmmm ekki gáfulegt hjá mér. En það eru samt örugglega fleiri tré í hverfinu hér en á öllu Íslandi, maður sér ekki landið fyrir trjám, og Norðmenn hugsa vel um umhverfið. Um daginn var ég t.d. á fjölskylduskemmtun, og þurfti að losa mig við tvær plastflöskur. Þegar enginn sá til (að ég hélt) laumaði ég þeim bara í ruslafötu því ég fann enga svona endurvinnsluruslafötu. Svo gekk ég frá tunnunni, settist niður og leit í kringum mig... og mér fannst allir hafa séð. Einn maður fór og tók flöskurnar úr tunnunni, lagði þær við hliðina á henni, ásamt sínum flöskum, og margir fylgdu í kjölfarið. Ég var sú eina sem hafði dirfst að gera þetta. Mér leið eins og ég hefði prumpað í kirkju. Vá hvað ég skammaðist mín.
Á laugardag fylgdist ég með Eurovision, en hvorki Noregur né Ísland tók þátt þar sem þessi lönd deildu víst síðasta sætinu í fyrra!!! fyndið. Svo fer bara að styttast í heimför, kem laugardaginn 1.júní... þangað til held ég áfram að borða hrökkbrauð og geitaost! góðar stundir.

sunnudagur, maí 19, 2002

HEIA NORGE
ok ok, fyrst og fremst vil ég segja til hamingju með afmælið Hildur Edda, Þórey Sif og Sandra Sif ef þið álpist inn á síðuna mína!!! knus knus. Jamm, í fyrradag héldu Norðmenn upp á þjóðhátíðardag sinn, þann 17.maí og ég tók þátt í því. Hófst með frokost á einu heimili, og svo var skemmtun í skólanum og svo var "middags" á öðru norksu heimili. Nenni eiginlega ekki að fara nánar út í það, en það var allavega alveg rosalega gaman, og gott veður. Skólabörnin hér í Asker marséruðu til Skaugum og vinkuðu þar Hákoni krónprins og hinni seinheppnu hustru hans, Mette-Marit sem var skaðbrennd í framan. Norðmenn segja (í gríni) að hún hafi sólbrunnið í þessu viðtali við þýska sjónvarpið þar sem hún hafi ekki komið út að degi til fyrr, en stúlkan sú hefur jú það orð á sér að vera útlifaður djammari. Úff hvað það hlýtur að vera erfitt að vera svona á milli tannanna á fólki. Á skólahátíðinni sýndi ég svo mitt snögga viðbragð þegar lítill glókollur missti blöðruna sína sem flaug hátt í loftið, en mér tókst að stökkva hratt upp á eftir henni og náði henni. Varð bara að segja frá þessu þar sem ég er kannski þekkti fyrir ýmislegt annað en að vera snögg, en ég svaf allavega vel næstu nótt eftir þetta góðverk enda var ég hetja í augum barnanna eftir þetta:) var beðin um að taka svona lagað að mér nokkru sinnum aftur þegar blöðrur höfðu fokið svona upp í loftið, en treysti mér ekki til að príla í trjánum. Í dag sýndi ég svo ennþá meiri hetjuskap þegar ég fór í tívolígarð, segi betur frá því seinna, er svo þreytt, en við skulum bara að segja að rússíbana, mikil hæð og teygjur komi þar við sögu... hmmm. ok, er nú farin að sofa áður en ég fer að monta mig mikið meira...

fimmtudagur, maí 16, 2002

God dag alle sammen, þá er ég búin að koma mér fyrir við tölvuna í hnésokkum og norskri peysu með mjólkursúkkulaði því ég er í Noregi. Kláraði rækallans prófin á mánudag og Gummi Hlír fór nú bara med det samme til Vesturheims en ég kom hingað í gær. Hér er u.þ.b. 20 stiga hiti giska ég á... sól.. trjágreinarnar rétt svo bærast í golunni, viljiði heyra meira? og þetta land er næsti bær við Ísland, eða svona þannig sko. Ótrúlegt. En ég veit alveg að það er líka flott veður heima, allir að grilla sig í sundlaugunum núna svona milli þess sem þeir hlýja sér í heitu pottunum. Planið er að vera hér hjá Svönu mágkonu og bræðradætrunum mínum, Eddu og Þórhildi til 1.júní. Þá kem ég heim og byrja að vinna í Lopalandi (Rammagerðinni) 3.júní. ok, þið bara megið endilega meila mér ef þið hafið slúður eða eitthvað sniðugt að segja.... ta ta

sunnudagur, maí 12, 2002

Gott kvöld. Ég fékk þær ánægjulegu fréttir áðan að ég er greinilega ekki sú eina sem skoðar það sem ég skrifa... Hún Björk var svo vinaleg að hvetja fólk til að skoða mína síðu á síðunni sinni:) Takk Björk! og þess vegna álpaðist hún Ásdís Björnsdóttir, tilvonandi prestsfrú á Rassgatsstöðum inn á Tótlutjattið, "HÆ ÁSDÍS" thíhíhí. Ég fer í seinasta prófið mitt á morgun, og gerði tilraun til að læra með nokkrum spænskumælandi skvísum áðan, þeim Hildi Eddu, Beggu, Sigrúnu Ey. og Sigrúnu Lóu en þetta endaði bara með flissi og strákasögum eins og við mátti búast af fimm ungmeyjum sem nenna ekki að tala um literatura espanjóla... bahhh... Ég vil samt ekki fara nánar út í umræðuefnið... Ókei, en nú hef ég ekkert fleira að segja, bless og takk ekkert snakk

laugardagur, maí 11, 2002

Halló. í dag er laugardagur og það er ákaflega fallegt gluggaveður. Í gærkveldi fór ég í þetta teiti í æðislegu íbúðinni hennar Maríu Mjallar og þar sötraði ég slatta af rauðu víni sem fór vel í kroppinn. Grillaði mér fjórar danskar pYlsur og gaf Bessa tvær. Mæting var nokkuð góð, og það var mjög gaman hjá okkur. Ég var samt svo skynsöm að fara heim fyrir 11, enda mætti ég í vinnuna fyrir 10 í morgun. Þetta hefur ábyggilega endað með einhverri vitleysu. Eftir tæpa tvo sólarhringa verð ég búin í prófum, sem þýðir að það styttist í þetta síðasta sem þýðir að ég þarf að fara að læra... ciao

föstudagur, maí 10, 2002

puff, ég var að koma úr málfræðiprófi, og verð nú bara að segja að það var ógeðslega illa sett upp. Rosalega ruglingslegt og orkan fór mikið í það að skilja það, og eitthvað ólæsilegt kort og eitthvað bla bla. Núna á ég bara eftir að skrifa tvær ritgerðir STRAX og fara í fiesta með spænskunemum í kvöld, og svo er próf á mánudaginn, seinasta prófið, BRAVO, en ég hef bara sunnudag til að lesa fyrir það. ojbarasta, nenni þessu ekki, mig langar út í sólina, og fara í sund og borða ís. Hmmmm, ís!!! kannski ég fari bara og fái mér ís...

miðvikudagur, maí 08, 2002

Og hérna er svo Gummi Hlír kærastinn minn, ég fann ekki mynd af honum á þessari síðu með sundskýludrengnum, en þessi ætti að duga:)
Jæja, maður finnur sér nú alltaf einhverja afsökun til að standa aðeins upp frá skruddunum, fann þetta á tilveran.is hmmm... já þá má nú dunda sér við ýmislegt á netinu, ha... og svona til að gefa ykkur smá sýnishorn:)

þriðjudagur, maí 07, 2002




Púff er að gera ritgerð um þennan náunga núna, gaur frá Kúbu sem hefur leikstýrt fullt af myndum, til dæmis "Fresa y Chocolate" eða "Jarðaber og súkkulaði" á íslensku. Ég mæli með þeirri mynd,fæst á öllum betri myndbandaleigum bæjarins. Karlinn heitir Juan Carlos Tabio, og hefur fengið mörg verðlaun skilst mér... já já, þetta var fróðleiksmoli dagsins í dag...

Fór í bíó í gær á spiderman, Gummi greyið vældi í mér allan daginn um að fá að fara í Smárabíó að sjá þessa mynd og ég náttúrulega lét það eftir honum á endanum. Þegar við settumst svo og byrjuðum að gúffa í okkur poppið fattaði ég þennan áhuga á bíóferðinni, því strákurinn var með þennan ógleymanlega snilldarbrandara í pokahorninu sem hann varð að koma frá sér, "tja,það er bara ekkert brennt poppið". Já, hann bjó brandarann til sjálfur, nokkuð gott. Myndin var ágætis afþreying, nokkrar klénar klisjur eins og ameríkönum einum er lagið "I love you Peter Parker", o.s.frv. En Tobey McGuire stóð fyrir sínu...

mánudagur, maí 06, 2002

Hér eru nokkrar nýbakaðar stúdínur sem útskrifuðust úr MR vorið 2000, frá vinstri;
Herdís, Tótla, Sigga, Erla, Stína, Elsa, Þórey og Vala



Mín fyrsta vísindaferð, reyndar með verkfræðinemum, og þarna er líka hún Hildur Guðný og kærastinn hennar sem er í verkfræði. Við fengum að vera svona grúppíur og drukkum frítt á Reykjavíkurhöfn... gott mál! tata
Her er rosalega áhugavert blogg sem ég mæli meðNaglarnir ...
JABBADABBADÚÚÚ, velkomin á Tótlutjattið!!!!