föstudagur, apríl 28, 2006

Enn af hetjudáðum mínum

Þá er hetjudáðum á Kóralrifinu mikla lokið! Ég er komin aftur til Sydney. Ég kafaði eins og hvalur þarna í Kyrrahafinu, ótrúlega svöl allan tímann. Mér fannst rosalega gaman að kafa, veit ekki hvort það hafi komið fram nú þegar, en til að það fari ekki á milli mála vil ég taka það fram að ég stóð mig með prýði. Kafaði þarna á laugardaginn, á sunnudag fórum við svo á sjókajak. Þar reyndi á "teamworkið" hjá okkur Guðmundi þar sem ég var fram í og Gummi var fyrir aftan á tveggja manna kajak. Hann átti að segja mér alltaf hvor megin ég átti að róa (svo árarnar okkar myndu ekki rekast saman). Það gekk brösulega þar sem Gummi þekkir ekki vel muninn á hægri og vinstri. Hann meinar oft vinstri þegar hann segir hægri og öfugt, en Gummi deyr ekki ráðalaus svo hann ákvað að kalla þetta bara "einn" og "tveir" í stað "hægri" og "vinstri". Þetta gekk sæmilega, þurftum að róa út í einhverja eyju og áttum að sjá fullt af skjaldbökum. Á ferðabæklingnum hét þetta "Turtle Tour". Eina skjaldbakan á svæðinu var hins vegar ég sjálf. Hinar halda sig fjarri þegar svona stór Baka mætir á Rifið.

Á mánudaginn leigðum við vespu. Það var gaman. Við keyrðum út í sveit þar sem ég var sett á nöðruna og svo bara keyrði ég nokkur hindruð metra, alveg eins og vindurinn. Ég flissaði smá og Gummi tók þetta upp á vídjó. Verð að segja að það er hundrað sinnum auðveldara að kafa en keyra vespu. Treysti mér alla vega ekki út í umferðina á svona hjóli, finnst betra að sitja bara aftan á.

Á þriðjudag fórum við svo í tveggja daga siglingu en Gummi er búin að setja myndir á Sydneybloggið okkar. Þetta voru nokkrir dagar í Paradís, við fundum Nemó og Elvis (sjá myndir á hinni síðunni) og sáum ótrúlega fiska og önnur kvikindi, sem og kórala í öllum mögulegum og ómögulega litum og formum. Ótrúleg upplifun, eins og koma í aðra veröld í smá stund. Ahhh...

Svo óheppilega vildi til að ég gleymdi plokkaranum mínum í Sydney. Veit ekki hvort fólk átti sig á hvað það þýðir í mínu tilfelli svo ég ákvað að birta hér mynd sem var tekin af mér í gær. Það var gott að koma heim til Sydney og ég er aftur með tvær augabrúnir.


Góða helgi lömbin mín,
Bert

laugardagur, apríl 22, 2006

Hrosa mer i kommentum, takk:

Sum ykkar vita kannski ad eg er vatnshraedd. Adrir vita kannski ad eg hef aldrei getad kafad i sundlaug. Eg frika ut! A Taelandi (afar taelandi) reyndi eg ad kaf fyrir 3 arum en strax i aefingarkofuninni i hotelsundlauginni tjulladist eg bra vid tad ad fa a mig kofunagraejurnar. Andlitsgriman...munnstykkid og allt tad var of stort stokk fyrir mig og eg kvad ad kofun vaeri bra ekki minn tebolli svo eg tok ta akvordun ad reyna aldrei aftur og lata snorklid duga. Her i Oz, tar sem Great Barrier Reef, flottasta kofunarsvaedi heims er stadsett gengur allt ut a tetta sport. Jamm, eg hef bara latid tetta tl sem vind um eyru thjota. Nu erum vid Gummi stodd i Whitsunday Island, sydst i Great Barrier Reef, og forum i dag i siglingu ut a rifid. Tar tok eg ta skyndiakvordun ad lata reyna aftur a tetta og hvad haldidi: Fraulein Raggeit slo i gegn. Honestly, eg var EKKERT hraedd og var bara otrulega stor og dugleg stelpa, ekki baun hraedd og vildi helst ekki upp ur aftur. Ha... haldidi ad madur se ekki hugrakkur. Nu er eg ad springa ur monti yfir ad hafa sigrast a ottanum (ekki gleyma ad eg er vatnshraedd og flestar minar martradir tengjast drukknun) og naesta mal a dagskra er ad keyra vespu. To ekki se nema ad halda jafnvaeginu 10 metra (og ta getur Gummi keyrt rest) en lesendur Totlutjattsins muna kannski eftir sogunni tegar eg leygdi vespu i Portugal og flaug af henni (itrekad) bara vid tad ad starta henni sokum jafnvaegis....leysis. Ef eg get keyrt vespu 10 metra get eg allt:) ps:afsakid stafsetningu, ekki haegt ad setja isl lyklabord a tessa raekallans tolvu.

laugardagur, apríl 15, 2006

Páskar

Ótrúlegt en satt þá eru páskarnir á sama tíma hérna niðrundir og á öðrum stöðum á Jörðinni. Við erum bæði að dunda í verkefnavinnu en höfum líka haft það rosalega gott. Í fyrradag slóum við golfkúlur og Gummi var mjög efnilegur í sveiflunni. Ég fékk engan frið til að æfa mig og einbeita mér því hann samkjaftaði ekki (sem er bannað í golfi). Eftir hvert einasta högg heyrðist "úúúú sástu þetta!" eða "vá þetta var ekkert smá flott hjá mér" eða "YES! Þessi hitti næstum því í skiltið!" en það var aðalleikurinn hjá Guðmundi, að hitta Í 100 metra skiltið.

Í gær fengum við okkur göngutúr í Rose Bay (eins og þið vitið eitthvað hvað það er, en jæja). Hiti, 25+, sól og stilla. Ég sagði Gumma að hann mætti velja sér bát í afmælisgjöf frá mér. Þetta er ekkert smá ljúft líf á liðinu hérna í Sydney, fólk er bara á einhverju randi á bátunum sínum úti á polli ef það hefur ekkert betra að gera á góðviðriðsdögum (360 daga á ári). Gummi hugsaði sig vel og lengi um og valdi að lokum þennan bát. Ég þarf að byrja að safna strax!

föstudagur, apríl 14, 2006

Símtalið;

Jæja dömur (og herrar). Ég náði loksins í Siennu í morgun og hún bað mig að skila rosa góðri stuðkveðju til ykkar stelpur. Hún tók vel í þetta með náttfötin Hildur Edda, en var reyndar pínu kennd þegar ég ræddi við hana. Hún sagði eitthvað á þessa leið; "oh yeah, great idea Toodles, this boho-chic-fashion is soooo out right now and I really needed something new and different. You know Toodles, I'm not only famous for dumping Jude Law but also for being THE trend setter and I´m sure nobody has tried the pyjamas thing. Pyjamas is the next boho!" Þá tókst mér loksins að þagga í henni til að koma að hinum óskunum. Hún var ekki til í að fá gular tennur en sagðist reykja sem er náttúrulega meingallað þannig að það vegur upp á móti. Hún gat alls ekki hugsað sér að hætta að vaxa á sér lappirnar þannig að við þurfum að þjást áfram. Bauðst reyndar til að naga neglurnar í staðinn en ég afþakkaði. Að lokum spurði ég hvort hún væri til í að fara í fitun en þá skellti hún á mig! Ég er samt sátt við náttfötin.

mánudagur, apríl 10, 2006

Vantar símanúmer:

Getur einhver sagt mér símanúmerið hjá henni? Ég er nefnilega fyrir löngu búin að sjá það að hvað sem Sienna Miller gerir þá eltir hjörðin hana og HÚN er í tísku. Ef Sienna fer með einhvern trefil á kaffihús, þá er H&M og allir hinir farnir að selja samskonar trefla. Ef Sienna myndi vera með gosbrunn í hárinu þá kæmist það ábyggilega í tísku. Ef Sienna myndi vera í krummafót þá væru flestar unglingsstelpur í krummafót. Nú þarf ég bara að ná í stelpuna, helst símleiðis þar sem ég er hinum megin á hnettinum (tek þó e-mail til greina) og biðja hana um að hætta að raka á sér fótleggina. Þá gætum við hinar þakkað Siennu fyrir tímasparnað, peningasparnað svo ekki sé minnst á sársaukann, og bara valsað um með loðna leggi, eins og Sienna.

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Erna Tönsberg

Þessi færsla er tileinkuð Ernu Tönsberg, sem flestir þekkja af Háaleitisbrautinni. Myndin er tekin á bolludaginn en hún og Gummi kláruðu allar bollurnar sem voru bakaðar og ég fékk bara hálfa.

Eins og áður hefur komið fram stundum við Erna nám í sama skóla. Sá skóli er dálítið langt frá heimilum okkar og því þurfum við að taka lest og strætó þangað. Ok, so far so good. Lestarferðin tekur hálftíma. Yfirleitt horfi ég á fólkið í vagninum mínum, hlusta á ipod eða blaða í bók þegar ég tek lestina. Ósjálfrátt, á nokkra mínútna fresti lít ég þó eldsnöggt upp til að sjá hversu langt lestin er komin. Þess vegna fer ég alltaf út á réttum stað og á réttum tíma. Nú ætla ég að segja ykkur hvernig Erna gerir þetta og hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér. Erna les skólabækur eins og vindurinn í lestinni og lítur ekki upp úr bókinni fyrr en hún lýkur því sem ljúka þarf. Þess vegna fór sem fór á mánudaginn í síðustu viku. Hún var búin að ákveða að klára vissan kafla í bókinni og þegar hún gat loksins litið upp uppgötvaði hún að ekki aðeins var hún alein í lestinni heldur hafði hún verið stopp á endastöð (sem var reyndar rétt stöð fyrir Ernu í þessu tilfelli) í alla vega 10 mínútur. Til að bæta gráu ofan á svart þá var lestin lokuð, og Erna ein inni í henni! Jamm, þarna var hún, þó búin með kaflann í bókinni sinni, kl 23 um kvöld, alein læst inni í lest og ENGINN sjáanlegur við fyrstu sýn. Allir búnir að pakka saman og farnir heim að sofa. Sem betur fer komu þó einhverjir tveir starfsmenn og gátu hleypt hnátunni út! hahaha! Það er alla vega ekki hægt að segja að hún eigi við einbeitingarvandamál að stríða. Vildi að ég væri svona einbeitt við lesturinn.

laugardagur, apríl 01, 2006

Little Sahara

Fyrir um 6 vikum síðan vorum við Gummi stödd í Sahara. Ekki Afríku þó. Little Sahara er að finna á Kangaroo Island utan við Adelaide suður af Ástralíu.. eitthvað svoleiðis. Þetta er alveg mergjaðslega röff staður og við lékum okkur við að hoppa í sandhólunum þarna heillengi. Rosa gaman.