fimmtudagur, nóvember 28, 2002

Hassan og fullkomnun
Yfirleitt er ég þeirrar skoðunar að ég komist skuggalega nálægt því að vera fullkomin, en stundum fer ég að efast þó ég jafni mig nokkuð fljótt aftur. T.d. í fyrradag í munnlega frönskuprófinu "pantaði" ég skíðaferð til Ítalíu fyrir mig, foreldra mína og kærustuna mína, hann Gumma (!!!) Já já, svo bara fattaði ég þetta í gær, þessi mistök mín og varð alveg steinhissa á sjálfri mér, því ég kann alveg að segja "kærasti" á frönsku. Fyrir ykkur sem skiljið þá sem sagt sagði ég ma petit-ami (í stað mon). ok ekkert merkilegt en sjálfsagt skondið fyrir frönskukennarann og monsieur Þór Stefánsson. Það er ágætt að ég geri fyndin mistök í þau fáu skipti sem mér verður á:)
Ég var eitthvað gramsa í skúffum áðan og fann þá eitthvað nafnspjald síðan ég var í Marokkó fyrir tveimur árum. Ef einhver er á leiðinni til Fés í Marokkó þá getiði haft samband við hann Hassan í síma 068102611 (innanlands) Hann getur skutlað ykkur og "gædað" og allt, talar frönsku, spænsku, þýsku, ensku og hefur komið til Íslands. Hann er einnig að finna í Derb Sidi Bennani-götu númer 18. Shalom.

Engin ummæli: