þriðjudagur, nóvember 26, 2002

La lengua de las mariposas
Þessi ungi maður heitir Guðjón og hann sagði mér í dag að ég ætti að "öppdeita" síðuna mína oftar. Rétt er það Guðjón, rétt er það.Gaman að heyra að manns er bara saknað:) Þið sem voruð orðin viðþolslaus (væntanlega mjög mörg) getið því þakkað honum fyrir með því t.d. að senda honum póst á gudjonar@hi.is og ég læt mynd af honum fylgja með. Þess má geta að hann er Vökusnúður:)

En annars er bara heilmargt að frétta. Þessa dagana held ég til í VRII og þar les ég spænsku og frönsku og latínu milli þess sem ég slæpist. Í morgun fór ég í munnlegt frönskupróf... Mér leið ekki vel fyrir það, skulum bara segja að mér hafi verið orðið illt í mallanum. Prófdómari var monsieur Þór Stefánsson, frönskukennari úr Gamla Skóla. Ég held ég hafi plummað mig ágætlega, ruglaði spænskunni bara einu sinni við en gleymdi hins vegar að taka svona kúl hikorð þegar ég var að hugsa. Vissi að það myndi hljóma frekar "pro" ef ég myndi strjúka ímyndaðan hökutopp og mumla "d'accord" annað slagið, en ég gleymdi því víst. Hef örugglega sagt "ha?" og "óóó..." En þegar mademoiselle var búin í munnlegu prófi og fara á einn fund og snattast smávegis fannst henni hún eiga videospólu skilið. Til að friða samviskuna leigði ég "La lengua de las mariposas" eða "Tunga fiðrildanna" í Ríkinu á Snorrabraut, en sú mynd er einmitt í námsefninu hjá mér í haust svo í rauninni var ég bara dugleg að læra. Í haust las ég smásögu eftir Manuel Rivas en hann kom einmitt hingað í haust þegar spænska kvikmyndahátíðin var og heimsótti bekkinn minn í tíma. Merkilegur maður get ég sagt ykkur, og þessi bíómynd er sem sagt byggð á einni af smásögunum hans. Ég mæli með myndinni, hún er eins og vindurinn. Ég ætla ekki að segja of mikið en þessi mynd er svo yndisleg og ég vona að þið horfið sem flest á hana, ég grét reyndar eins og barn (og ég ætla ekki að segja of mikið). Hló líka mikið, en tárin runnu samt í lítratali, skil ekki hvaðan þau koma. Ekki láta það samt stöðva ykkur, þó ég gráti þá þýðir það ekki endilega að þið gerið það líka... sei sei, gott að gráta. Svo var mamma að eignast draumahrærivélina, Kitchen-Aid:) Ég hef dáðst að þeim lengi, æ maður á ekki að segja frá svona löguðu á netinu. Ætla að hætta áður en ég fer að segja ykkur frá draumastellinu. Það er samt rosa flott..... nei ok grín:)

Engin ummæli: