mánudagur, maí 27, 2002

Eitthvað gengur mér illa að koma þessum myndum af mér að drýgja hetjudáð í tívolí á þetta tjatt. Tæknin er eitthvað að stríða mér hér í Noregi. Rafmagnslínurnar eru örugglega ekki jafngóðar hér og heima því það stingast trjátoppar í þær alls staðar. Eða ekki, hmmm ekki gáfulegt hjá mér. En það eru samt örugglega fleiri tré í hverfinu hér en á öllu Íslandi, maður sér ekki landið fyrir trjám, og Norðmenn hugsa vel um umhverfið. Um daginn var ég t.d. á fjölskylduskemmtun, og þurfti að losa mig við tvær plastflöskur. Þegar enginn sá til (að ég hélt) laumaði ég þeim bara í ruslafötu því ég fann enga svona endurvinnsluruslafötu. Svo gekk ég frá tunnunni, settist niður og leit í kringum mig... og mér fannst allir hafa séð. Einn maður fór og tók flöskurnar úr tunnunni, lagði þær við hliðina á henni, ásamt sínum flöskum, og margir fylgdu í kjölfarið. Ég var sú eina sem hafði dirfst að gera þetta. Mér leið eins og ég hefði prumpað í kirkju. Vá hvað ég skammaðist mín.
Á laugardag fylgdist ég með Eurovision, en hvorki Noregur né Ísland tók þátt þar sem þessi lönd deildu víst síðasta sætinu í fyrra!!! fyndið. Svo fer bara að styttast í heimför, kem laugardaginn 1.júní... þangað til held ég áfram að borða hrökkbrauð og geitaost! góðar stundir.

Engin ummæli: