mánudagur, júlí 26, 2004

Beibís...

Freyr og Freyja hafa verið eitthvað á ferðinni því ákaflega mikil frjósemi virðist liggja í loftinu.  Ég nenni þó ekki að telja upp allar þær óléttur og fæðingar sem ég hef frétt af hér á síðunni en vil óska öllu þessu lánsama fólki til hamingju.  Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn, Stubbur Stefánsson, sonur Önnu Bjarkar sætu systur er óneitanlega allra vinsælasta ungbarnið hjá mér og fer ég reglulega til hans til að dást að honum.  Hann er fullkominn í alla staði, enda ekki aðeins óvenju fagur heldur líka mjög hæfileikaríkur og duglegur.  Er ég orðin hátíðleg og væmin?  Æ mér er alveg sama því hann er fullkominn, en það finnst mér reyndar líka um hin systkinabörnin mín:)  Erla og Jónas eru líka að gera góða hluti því þau eignuðust litla snúllu 15.júlí sem ég hef ekki séð enn (ætla reyndar að kíkja á hana við fyrsta tækifæri) en orðið á götunni er að hún sé algjör krútta, löng og grönn.  Hún þarf að venjast ágengni, forvitni og áhuga vinkvenna móður sinnar enda er hún fyrsta barnið í hópinn, tíhíhí:)  held ég skutli einum pakka í mömmu hennar á morgun:) ciao....

miðvikudagur, júlí 21, 2004

aftur um Nylon

já, nú rataði ein nælonstúlkan á forsíðu DV í dag af því að "hún féll í öngvit á tónleikum á Akureryi þegar þær höfðu sungið tvö lög"...eða eitthvað svoleiðis.  Nú vil ég alls ekki gera lítið úr veikindum telpunnar og óska henni alls hins besta en ég gat ekki á mér setið og spurði kassastrákinn í 10/11 (þar sem ég fékk að fletta blaðinu) hvor þær kynnu nokkuð meira en tvö lög hvort eð er...  fliss fliss.  Ég veit ekki hvað þær gera á "tónleikum" eftir að hafa raulað við trommuheilaúgáfuna af lög únga fólsins og hitt lagið.  En þær hljóta að redda þessu alveg eins og Atomic Kitten getur líka reddað sér með ótal trommuheilaendurútgáfum á lögum sem voru góð áður, eins og þarna Blondie laginu.  Djííí ég er ennþá sár út í Atmoic Kitten fyrir illa meðferð á tónlist.  En þrátt fyrir allt þetta er ég bara nokkuð hress, Sandran mín er mætt í stutt stopp á Frón og við þurfum að vinna upp margra mánaða gossipleysi....múahahahaha....

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Sumarið er komið...

...sungu Stuðmenn og ég held ég taki bara undir.  Mér finnst allir svo fallega freknóttir og rauðnefja eftir þessa dásamlegu helgi, svei mér þá.  Mér tókst að sofa eina nótt í tjaldi (á Klaustri) og svaf bara alveg sæmilega illa.  Það verður seint sagt að ég elski að sofa í tjaldi en mér finnst samet alveg gaman að fara í útilegur og kósí að vera í tjaldi.  Það er bara þetta með svefninn.  Ég og viðhengið mitt keyrðum svo einhverja Fjallabaksleið og hann fékk þar með ágæta útrás fyrir karlmennskuna.  "Réttu mér kortið kona",  "Ertu nokkuð hrædd Tótla mín?"  "Já þetta er er nú bara "soft" vegur", "ja maður hefur nú séð þá enn verri vegina", "ohhh ég hefði átt að láta þig taka mynd af mér keyra niður þessa brekku, hún var sko "hardcore"".  Já já, á meðan fékk ég útrás fyrir dömuna í mér með landakortið á lærunum og nesti á gólfinu;  "Gummi minn viltu súkkulaðikex?"  Nei ég segi svona.  Ég væri alveg til í að vera meira við stýrið næst sem verður vonandi bara eftir hálfan mánuð:)  Annars er bara fátt að frétta.  Í dag var hálfgerður mánudagslunti í mér sem lak þó smá saman af mér.  María samstarfskona gerði heiðarlega tilraun til að létta í mér lundina (og öfugt) með því að færa mér ísraleskt nammi (geri aðrir betur) sem hún hafði reyndar ekki lyst á sjálf.  Vinur hennar sendi henni fullt af svona nammi því henni finnst það svo gott og þegar hún hafði borðað sig sadda ákvað hún að gefa mér tvær tegundir sem hún borðar reyndar hvort eð er ekki sjálf.  Ég hef bitið í hornið á öðru stykkinu og minnti það mig á bragðsterkt frauðplast.  Ég veit ekki hvort það var ég eða nammistykkið sem var að klikka en ég hef lofað Maríu að smakka það aftur með opnum huga.  Hef reyndar ekki ákveðið hvenær það verður, kannski bara næst þegar ég er full.

föstudagur, júlí 09, 2004

þankagangur þórhildar

Loksins getur maður sagst hafa farið "Hálsinn". Þetta var gaman, en því miður var skyggni í mesta lagi 20 metrar eða ég veit ekki hvað þannig að ég hefði alveg eins getað verið á göngubretti og stigvél í rúma 7 tíma. Þetta var nú samt voða fínt, sérstaklega svona eftirá:) Held að mér veiti ekkert af að fara að hreyfa mig aðeins. Eftir gönguna tjölduðum við í Þórsmörk og var kvöldið hið huggulegasta en sjálf skreið ég inn í tjald í fyrra fallinu ásamt svona helmingi hópsins (bekkur Gumma). Fór samt ekki með þeim öllum í tjald. Hef svo bara verið að vinna á fullu þessa viku. María samstarfkona mín er mikill viskubrunnur og úr henni renna gullmolarnir. Til dæmis vorum við eitthvað svona að "stelputala" um daginn á rólegri vakt þegar hún sagði eitthvað á þessa leið, "nei Þórhildur mín, karlmenn eru ekkert flóknir, vinur minn sagði líka við mig um daginn að það væri ekkert erfitt að skilja hvernig karlmenn hugsa...þeir bara hugsa ekki!!!" Hef reyndar heyrt þennan áður en var samt alveg "jááááá, nú skil ég svo margt" og þá á þetta alls ekki við áðurnefndan Guðmund minn heldur bara svo marga karlmenn og hann er nú bara einn af þeim. Mér finnst ég heyra vinkonur mínar, mömmu, mágkonur, systur og bara alla nefna svipuð dæmi af svona "aulasögum" af sínum mönnum/bræðrum/sonum og þá á þetta frekar oft við, það er að þeir bara hugsa ekki en meina það samt ekki illa. ohhhh, karlmenn eru krútt:)

föstudagur, júlí 02, 2004

5vörðuháls

Þá er stelpan komin í helgarfrí og stefnan tekin á Fimmvörðuháls ásamt bekkjarfélögum Gumma, held reyndar að þetta sé meira svona bara saumakl´´ubburinn, þ.e. stelpurnar í bekknum, hehehe. ok, bis spater....