fimmtudagur, maí 16, 2002

God dag alle sammen, þá er ég búin að koma mér fyrir við tölvuna í hnésokkum og norskri peysu með mjólkursúkkulaði því ég er í Noregi. Kláraði rækallans prófin á mánudag og Gummi Hlír fór nú bara med det samme til Vesturheims en ég kom hingað í gær. Hér er u.þ.b. 20 stiga hiti giska ég á... sól.. trjágreinarnar rétt svo bærast í golunni, viljiði heyra meira? og þetta land er næsti bær við Ísland, eða svona þannig sko. Ótrúlegt. En ég veit alveg að það er líka flott veður heima, allir að grilla sig í sundlaugunum núna svona milli þess sem þeir hlýja sér í heitu pottunum. Planið er að vera hér hjá Svönu mágkonu og bræðradætrunum mínum, Eddu og Þórhildi til 1.júní. Þá kem ég heim og byrja að vinna í Lopalandi (Rammagerðinni) 3.júní. ok, þið bara megið endilega meila mér ef þið hafið slúður eða eitthvað sniðugt að segja.... ta ta

Engin ummæli: