þriðjudagur, júní 25, 2002

Úllala Figo

Varð bara að setja eina mynd af þessari elsku... Anna Björk stóra systir hitti hann einu sinni á flugvellinum í Faro, Portúgal, þegar hún hafði verið þar að heimsækja mig. Ekki slæmt, ég held hún hafi hitt Nuno Gomez líka en ég bara man það ekki alveg. Ég get ekki munað allt.
Um helgina fór ég í afmælisveislu til Erlu sætu, og naut þar gestrisni hennar. Dreypti á smá lakkríslíkjör, gott í hálsinn. Svo fór ég á ættarmót á Skógum með Gumma Hlí. Það var náttúrulega brilliant, hápunktur helgarinnar var þegar ég stóð með ömmu Gumma og annarri eldri konu á stofugólfinu á Núpi og söng "Undir bláhimni" og einhverja sálma við undirspil afa hans sem spilaði á orgel. Mikið fannst mér nú leiðilegt akkúrat þá að kunna ekki þessa sálma, rétt svo gat raulað þá...
og nú eru uppáhaldsfrænkur mínar í Noregi komnar til Íslands, Edda og Þórhildur, og líka hún Caroline sem er besta vinkona Eddu. Morgundeginum ætla ég svo að verja með þessum elskum...

Engin ummæli: