mánudagur, maí 29, 2006

Falleg nöfn

Þá er Brangelínu beibíið loksins komið í heiminn. Ég spái því að hún sé og verði frekar sæt, það er svona nokkurn vegin gefið:) Fólk er að sjálfsögðu að missa sig yfir nafninu hennar. Ég hef aðeins eitt um málið að segja: við ættum bara að vera selebbunum þakklát fyrir að gefa okkur eitthvað að smjatta á. Takk! Hér koma fleiri fyndin nöfn frægra útlendinga: værsågod!

Apple (dóttir Gwyneth Paltrow og Chris Martin) Mér finnst reyndar bara ekkert að þessu nafni. Epli eru góð og líka Apple.

Audio Science (sonur Shannyn Sossamon (sæt leikkona) og Dallas Clayton (einhver nobody))

Aurelius (sonur Elle Macpherson (heitasta módel Ozverja í áratugi, ef ekki öld) og Arpad Busson)

Banjo (sonur Rachel Griffiths (Rhonda í Muriels Wedding) og Andrew Taylor)

Casper (sonur Claudiu Schiffer og Matthew Vaughn) held reyndar að Casper sé algengt nafn í Þýskalandi. Frekar krúttlegt bara.

Coco (dóttir Courtney Cox og David Arquette) hahaha! hundur nágrannans heitir Coco. Líka ilmvatnið mitt, og er það að sjálfsögðu í höfuðið á Coco Channel. Svo sem ekkert að Coco.

Cruz (sonur Victoriu and David Beckham) æj, veit ekki.

Daisy Boo (dóttir Jamie Oliver og Jools Oliver) hún er svoddan krútt þetta barn að maður tekur ekki eftir nafninu sem minnir mig þó meira á blómvönd er nafn. Hin heitir Poppy.

Diezel og Denim (synir Toni Braxton og Keri Lewis) Hún hlýtur að vera á prósentu hjá Diesel.

Elijah Bob Patricius Guggi Q (sonur Bono og Ali Hewson) hmmm ætli hann muni sitt eigið nafn?

Fifi Trixibelle, Peaches Honeyblossom og Pixie (dætur Paulu Yates og Bob Geldof) thíhí

Heavenly Hiraani Tiger Lily (dóttir Paula Yates og Michael Hutchence) hún er reyndar bara kölluð Tiger Lily, sem er náttúrulega fáránlegt (nafn blómi og á bikinílínu t.d.) en mér finnst það venjast vel og bara frekar sætt. Hún er líka algjör dúlla þessi litla hálfástralska stelpa og hefur átt frekar undarlega ævi, en hún er alin upp af Geldof þar sem foreldrar hennar voru báðir látnir þegar hún var aðeins 4 ára, og það var meira að segja hún sem kom að mömmu sinni:( smá aukaupplýsingar.

Jermajesty (sonur Jermaine Jackson) AHAHAH

Moon Unit, Ahmet Emuukha Rodan, Dweezil, og Diva (Frank Zappa) jedúddamía, ég er orðlaus.

Moxie Crimefighter (dóttir Penn og Emily Gillette (veit ekki hver þau eru, dettur bara í hug rakvélar)) Ahh Crimefighter, kannski vilju þau að hún verði lögga eða friðargæsluliði

Nell Marmalade (dóttir Helen Baxendale og David Eliot) ég pissaði næstum því í mig af hlátri þegar ég sá þetta.

Pilot Inspektor (sonur Jason Lee og Beth Riesgraf) sko, sumir misskilja greinilega reitinn "nafn" á skírnarvottorði (eða hvernig sem þetta virkar) og halda að beðið sé um framtíðarstarfsgrein.

Prince Michael, Prince Michael II (AKA Blanket), og Paris Michael (synir og dóttir Michael Jackson og einhverrar kellu) ég hallast að því að Michael (altså faðirinn) sé frekar egósentrískur. Má ég nefna dætur mínar (ef ég eignast stelpur) Þórhildi og Þórhildi II. Og hvað er málið með PRINCE? púff, ég veit ekki í hvaða draumalandi Michael (aftur faðirinn) lifir í.

Reignbeau og Freedom (dóttir og sonur Ving Rhames og Deborah Reed (veit ekki hver þau eru) skemmtileg stafsetning þarna á Regnboga.

Rocco (sonur Madonna og Guy Ritchie) úbbs. Mér dettur bara einn annar Rocco í hug.


Hér er Coco, þ.e. hundur nágrannans að spóka sig á ástralskri strönd (alveg satt, hún sendi mér myndina)

laugardagur, maí 27, 2006

vinsælasta stúlknasveit landsins!

Eftirfarandi tilvitnun er tekin beint af Vísi.is:

"Maður hefur bara tíma til að hugsa um einn dag í einu og það er aldrei að vita hvað morgundagurinn ber í skauti sér," segir Alma Guðmundsdóttir söngkona í vinsælustu stúlknasveit landsins Nylon.

Þetta fékk mig til að hugsa... ég er bara svona að spá sko... ekkert að reyna að vera nastí neitt... en muniði eftir einhverri annarri stúlknasveit en Nylon á Íslandi? (sem er by the way VINSÆLASTA stúlknasveit landsins skv. Vísi, ef það fór framhjá ykkur). Hmm?

sunnudagur, maí 21, 2006

Afríka paprika

Júróvisjónteitið á föstudag heppnaðist vel. Svíar, Ástralir og Íslendingar fögnuðu hér gífurlega frábæru atriði Silvíu, Homma og Nammis (or whatever). Svo grenjuðum við í koddana og svekktum okkur á úrslitunum. Já já, svona er þetta. Evrópubúar eru nottla bara fokkings bastarðar, hálfvitar, og mongólítar að ná ekki íslenska brandaranum (sem Íslendingar sjálfir voru reyndar í marga mánuði að fatta og gjörsamlega misstu sig á barnaland.is og ég veit ekki hvað og hvað... við erum að tala um það að hálf þjóðin greindist með of háan blóðþrýsting í júní í fyrra).

ókei, og í kvöld var aðalkeppnin og við Guðmundur borðuðum kjúkling í tilefni dagsins (hér er kjúlli 5 daga í viku í matinn) og drukkum bjór og rauðvín (restar frá föstudagspartýinu skiljiði). Gleðin yfir sigri Finna er ólýsanleg. Þeir voru langflottastir, gott ef guðhrædd evrópska kvenþjóðin fékk ekki bara í'ana og kaus Finnana villt og galið. Guði sé lof (nei úbbs, ætlaði ekki að nefna Guð þarna) að Botox-Carola vann þetta ekki, Svíar mega ekki við fleiri sigrum, þeir eru nógu óþolandi fyrir. Alltof mikill hárblásari settur á Carolu, það var eins og hún stæði upp á Látrabjargi á góðu degi.

Hvernig lagðist Las Ketchup annars í liðið? Bloody Mary por favor. Jedúddamía. Tjah! Mér finnst Blóðmarían ekki slæm, en ég næstum því missti lystina á þessum ágæta drykk við að hlusta á spænska lagið. Danska twistið fannst mér líka óþolandi djollí og leiðinlegt. Og hvað var málið með Armeníu og spandexið? Ég fékk smá flashback við að fylgjast með dönsurunum þeirra. Minnti mig á teygjó hér í den. Tyrkland var líka með skemmtilegt atriði; fröken Súperstar í spægipylsubúning:) flottir dansarar samt. Hárið hennar er svo hvítt að Gwen Steffani getur bara skammast sín og pakkað saman. Rosalegt. Hvað fleira...ehhh... Gummi var hrifinn Makedoníu, gella í gallabuxnahotpants. Ég náði að dilla mér við Þýskaland, aussie "sheila" í náttkjól frá Dolly Parton. Grikkland var líka skítsæmilegt,...Steve Tyler (Aerosmith) í reiðbuxum og grískum borðdúk. Malta hefði unnið hefði verið kosið um best plokkuðu augabrúnirnar. Króatía var líka með fyndið lag. Mér heyrðist hún segja "Africa paprika", og hló svo mikið að ég heyrði ekki rest. Var hrifin af norska laginu. Sérstaklega þar sem jentan söng á norsku, ég las Verdensgang á netinu áðan, þar segist Christine (sú norksa) ekki vera skúffuð. (Eða eins og segir á vg.no; jeg er ikke skuffet) Nei nei, henni fannst bara kjempegoy að Finnar skyldu vinna þetta (ég er sammála Christine þar) og að það væri"bra at et nordisk land som vant."GRATULERER! og að lokum sagði hún Heia Finland. Koma svo!

miðvikudagur, maí 17, 2006

Gaman...


Þessi mynd er tekin sl. föstudagskvöld þegar Íslendingarnir og wanna-be Íslendingarnir brugðu sér út á lífið í Surry Hills. Eins og sést er Erna þegar farin að klóra sér í hausnum og velta vöngum yfir múnderingum fyrir Júróvisjón-kvöldið. "Tjull tjull tjull er málið, ógissla töff skilurðu" sagði Erna áður en hún sagði dyraverðinum að fokka sér (fokkoff) og öðrum bargestum að þeir væru vangefnir hálfvitar. Ég lét mér fátt um finnast og teigaði mjöðinn af minni alkunnu hógværð.


Þarna erum við komin yfir á Oxford Street, Brendan, Tótla, Guðmundur og Erna. Gjörsamlega að missa okkur í stælum enda klárlega flottasta fólkið á staðnum. Reyndar var staðurinn hálftómur.


Og hér er allur hópurinn, Tony (sem horfir til hliðar) Nick Candy Tönsberg (ætli hann verði kallaður Romario á föstudaginn?) Brendan (þessi sem er íhugull á svipinn), moi, Gummi (þessi sem er eins og snarbilaður á svipinn) og hnakkinn á Ernu. Hún var farin að sofa.

mánudagur, maí 15, 2006

Júróvisjón Nótt

Nk. föstudagskvöld verður For-Söngakeppni Evrópsku Sjónvarpsstöðvanna fagnað í Róshæðargötu 32-42 (íbúð 54) ...Sydney. Ég hvet alla til að mæta í party-ið enda er orðið á götunni að Erna Tönsberg muni mæta í gervi Silvíu Nóttar. Erna æfir nú myrkranna á milli dansspor og er komin langt með að sauma fjaðrir í náttkjólinn sinn. Það verður spennandi að sjá hvernig það kemur út.

laugardagur, maí 13, 2006

Snorkl



Þetta er Guðmundur að snorkla á Whitsundays. Þess má geta að hann fann ekki Nemó þarna en samt mörg önnur kvikindi eins og til dæmis KR-inginn eins og við köllum einn fiskinn en þeir eru röndóttir svartir og hvítir. Gaman að þessu.

fimmtudagur, maí 11, 2006

Vespan og ég

Þarna er ég reyndar að þykjast keyra vespu. Engu að síður...mjög svöl, og hugrökk. Skömmu síðar var ég farin að bruna um (í svona 2 mínútur)

miðvikudagur, maí 10, 2006

sprell

Hér slær Frau Candy á létta strengi. Kengúran er þó fjarri góðu gamni. Fleiri myndir koma síðar.

mánudagur, maí 01, 2006

Toodles matargat!

Nick Candy og frú buðu okkur í mat í gærkvöldi. Candymaðurinn eldaði kengúru handa okkur Íslendingunum þremur! Gummi og Erna gátu ekki leynt kvíðanum yfir að kjamsa á gúrunni en ég hélt minni stóísku ró að vanda (hafði reyndar smakkað kengúru áður). Við komumst strax að því að allur kvíði var algjör óþarfi enda smakkaðist maturinn rosalega vel, kjötið meyrt og fínt og Nick augljóslega góður kokkur. Mér finnst hún Erna mín hafa veitt vel þarna í Japan og mikill fengur í Nick. Ekki er hún Erna minni fengur því hún gerir bestu hamborgara í heimi:) Mmm... slurp slurp:)