þriðjudagur, janúar 24, 2006

Ferðafréttir

Eftir 4 daga fjarveru frá Sydney finnst mér ég hafa verið óralengi á ferðalagi. Við hófum ferðalagið í Tamworth á kántrítónlistarhátíð (ein stærsta tónlistarhátíð í heimi) sem var í einu orði sagt FRÁBÆR upplifun! Ég fékk kúrekahatt og við fórum á Rodeo. Reyndar hélt ég fyrir augun mikinn hluta rodeosins sökum hræðslu um að nautin og hestarnir myndu drepa kúrekana. Ég er ekki mikil hetja, ég veit... en þetta var samt frábær upplifun. Gummi hafði orð á því hve kúrekabossarnir tóku sig vel út í þröngu gallabuxunum og þeir voru allir vel girtir. Hmmm, hehehe:) Í Tamworth gistum við í túkallstjaldinu okkar sem við keyptum í K-Mart. Ég er ekki mikið fyrir útilegur en þetta gekk vel og við stefnum á að tjalda oftar. Nú höfum við keyrt um 1500 km í norðvestur og erum í bæ sem heitir Longreach. Vodafone er ekki mikið í því að þjónusta dreifara, svo við erum símasambandslaus (þið hafið eflaust öll verið að reyna að ná í okkur) og þannig verður það næstu daga því við erum að fara enn lengra inn í land. Á morgun ætlum við til Mt Isa og fagna þar Australia day á fimmtudaginn, og svo höldum við áfram til Alice Springs. Læt heyra í mér, ætla nú að bregða mér út í 40 stiga stækjuna og skoða mig um bæinn. bleeeeeeeeeee!

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Ég hlusta bara á konnntrí...


Þessi vika hefur verið frekar róleg, þó við séum búin að vera að stússast eitthvað smá. Fórum í Aquarium í gær og fundum Nemo. Í dag var svo svona lokastúss áður en við leggjum í hann í smá ferðalag um landið. Við höfum ekki planað hvert við ætlum að fara né hversu lengi við ætlum að vera. Hins vegar þurfum við að vera komin aftur innan 4 vikna. Fyrsta stopp verður alla vega í sveitasælunni í Tamworth en þar er country music festival sem er vonandi okkur að skapi. Við erum alla vega búin að kaupa útilegubúnað fyrir heilar 5000 krónur (tjald, svefnpoka og dýnu í K-Mart ...hahahaha)... og Gummi er farinn að pússa kúrekastígvélin. Nú vantar mig bara köflótta bómullarskyrtu og þröngar gallabuxur, þá er ég ready. Dolly Parton, Kenny Rogers, Loretta Lynn og félagar hafa alltaf verið stjörnur fyrir mér þannig að ég er gasalega spennt, íííííííháááááá! Þessi mynd er hins vegar af Lady Turtle í síðdegisgöngu með Hong Kong í baksýn í byrjun desember sl. How lovely.

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Á ég?

Ætti ég að fá mér bleikt hár? Ég mátaði þessa fínu kollu í Hong Kong um daginn. Fer mér vel þó ég segi sjálf frá...hmmm.

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Klístur

Á laugardaginn var tók Sydney á móti okkur klístruð og sveitt. Hitinn er alls ekkert óbærilegur, bara á milli 20 og 30 (hitabylgjan sem var um jólin er sem betur fer búin), en samt sem áður er rakinn þvílíkur að það er allt rakt og klístrað. Og til að róa ykkur þarna í kuldanum fyrir norðan, þá er engin sól hér heldur. Neibbs, það er bara úrhellisrigning!

Það er rúmur mánuður eftir af sumarfríinu hér og við ætlum að fara á eitthvað ferðalag. Veit samt ekki hvert, hvenær eða hvernig en það kemur í ljós á næstu klukkustundum. Ég er ekkert rosalega spennt fyrir að byrja aftur í skólanum. Langar bara mest að ferðast um allar trissur og fara svo heim að vinna. Þegar ég yfirgaf Ísland voru allir að fara yfirum í þessu DV máli (og vonandi eru allir endanlega hættir að kaupa það sorprit... sem reyndar birti hluta af síðasta bloggi mínu í þarsíðasta helgarblaði sem ég sá ekki) ... Hvað er í gangi?