fimmtudagur, júlí 31, 2003

Versló
Versló er að bresta á. Mér er alveg sama, ég verð í bænum og reyndar þekki ég afskaplega fáa sem ætla útúr bænum. Ætli flestir fari ekki bara á Innipúkann í Iðnó... Allavega þá er mér alveg sama þó ég sé í bænum... Í gær fór ég í grillveislu með Vökufólki, stoppaði reyndar stutt við þar sem Óli var með myndakvöld fyrir Asíufarana:) mycket bra. Gaman að hitta þessar elskur aftur sem voru eins og fjölskylda manns þarna úti í þrjár vikur. Í dag var ég svo í fríi, og systir mín klippti topp á mig af því að við höfðum ekkert betra að gera. Hann er frekar skakkur og ég yngdist um 10 ár. Var ungleg fyrir þannig að nú er ég eins og átta ára. Mér verður ekki hleypt inn á skemmtistaði á næstunni. Ætli einhver taki mark á manni núna?

fimmtudagur, júlí 24, 2003

Shout out drasl
shout outið mitt dottið út enn eina ferðina, þoli ekki hvað allt hefur verið mikið í rugli með þessar bloggsíður undanfarið. Og hvað voru þeir að breyta lúkkinu. ohhhh

miðvikudagur, júlí 23, 2003

Ávextir og vont kaffi
Í gærkvöldi fékk ég í heimsókn til mín fagran hóp stúlkna sem voru með mér í Lærða skóla. Ber þar fyrst að nefna Ásdísi sem er að fara að giftast guðfræðinemanum Guðna á laugardaginn og verður vonandi fljótlega orðin "prestsfrúin á Rassgatsstöðum" eins og lengi hefur staðið til. Einnig kom Hildur Edda Einarsdóttir Kárasonar en hún er að jafna sig eftir að hafa tábrotið sig í hjólastól (sem hún var í af því að hún hnébraut sig á diskóteki á Spáni) eða eitthvað svoleiðis. Lindýrið mætti með glænýja pönkaraklippingu. Hún er verkstjóri í unglingavinnunni og ég held að hún sé töfari töffarana með pönkaða hárið í appelsínugula gallanum. Hárið stendur víst upp í loftið á daginn ..svona eins og "slétt afró"!!! Söngfuglinn Þórey Sif kom líka, nýskriðin úr Kristaníu þar sem hún kynnti sér lifnaðarhætti innfæddra nýlega:) Kristín Hundur kom eftir að ég hafði slegið alloft í lærið á mér og öskrað "hæl" settist þegar ég skipaði "sestu" og fékk þá nammi í verðlaun. Duglegur hundur! Það var áðurnefnd Sandra (hver man ekki eftir bílveikissögunni?) sem kom með fullt af nammi (útskýrir kannski ógleðina í bílnum). Katrín djellíbeibís kom og var sú eina sem þáði brennda kaffið mitt. Já mér tókst að klúðra kólumbíska kaffinu á aðdáunarverðan hátt. bravó fyrir því. Ekki má gleymaBryndísi krullubossa sem hefur að ég held fengið inngöngu í réttindafélag (eða hvað það hét) krullaðra en þar voru fyrir Guðni brúðgumi tilvonandi prestur á Rassgatsstöðum og Hillbilly hrakfallabálkur. Bryndís var í stuði og ræddi opinskátt um lífið og framtíðina. Frá blautu barnsbeini hefur Bryndís haft fastmótaðar skoðanir um það sem viðkemur tilhugalífinu, giftingunni og svoleiðis hlutum eins og algengt er með ungar stúlkur. Ég verð greinilega að fara að taka mig á, fullslök miðað við sumar dömurnar þarna. En á góðu mómenti í gær þegar Krullubossinn okkar hafði meðal annars líst ákjósanlegum giftingarhring hvíslaði Þórey að mér "ætli Gummi (Jóh) viti þetta allt?" hahaha:) En þetta var náttúrulega svona á léttu nótunum, við megum nú láta okkur dreyma:)

mánudagur, júlí 21, 2003

helgin búin
Ég átti svo gasalega fínt helgarfrí að það er alveg óóótrúlegt! Föstudagurinn fór í slökun á pallinum hjá sis þar sem mágur útbjó samlokur og það erfiðasta sem maður gerði var að teygja sig í símann, samlokuna eða sólaráburðinn. Lekkert! Um kvöldið snæddi ég grillmat og heimsins bestu ostasveppasósu ásamt góðu fólki hjá henni Jarþrúði sem hér er á mynd ásamt BÆS. Sem betur fer býr konan á Háaleitisbraut í þarnæstu blokk fyrir OFAN mig svo ég gat rúllað niður á við heim til mín (en labba svo upp á 4.hæð). Gaman að þessu. Laugardagur: leitin að afmælisgjöf fyrir Arndísi von Vil. jájá, eftir mikla leit fengum við kæró kokteilhristara og svona sniðugt og pabbi skutlaði okkur í sumarbústaðinn hennar. Arndís á afmæli einmitt í dag en hélt upp á það um helgina. Hún hafði undirbúið veisluna vel og byrjuðum við á að fara í ratleik út um allar trissur. Vorum látin drekkar eplasnafs (ojjj) og fleira á stöðvunum. Það var reyndar allt í lagi því Arndís gerði leikinn svo erfiðan fyrir minn hóp að það rann af okkur á milli þess sem við hlupum um allt að leita að umslögum. (ég er enn í fýlu yfir því). Jæja, þetta var ótrúlega gaman, við sátum úti allan tímann og borðuðum og drukkum, og sungum en það var sko gítar og allt! frábært kvöld. Sunnudagur: afslappelsi og bakkelsi með Gumma Hlí. Gerði eiginlega mest lítið, stundum er svo gaman að gera ekkert. Sunnudagrinn leið og við bara vorum þarna einhvers staðar. Á morgun mun svo létt át halda áfram því þá koma stelðurnar úr 5.C seinna 6.A koma til mín. VEI!

þriðjudagur, júlí 15, 2003

Útilegan
Langt síðan ég hef bloggað, afar langt síðan. og hvað hef ég verið að bralla, ó jú það hefur margt gerst síðan síðast. Fyrst ber að nefna útileguna með Söndru og Magga. Við sköturnar höfðum ákveðið að elta skásta veðrið eða alavega forðast rigningu og keyra bara eitthvert út í buskann. Þau Sandri og Magga leyfðu mér að ráða og ég svona skaut á að skásta veðrið yrði á Akureyri (er ekki ALLTAF gott veður á Akureyri?) Hann Gummi minn fékk þá þessa brilliant hugmynd að keyra bara norður Sprengisand og njóta kvöldsólarinnar í hinni stórbrotnu íslensku náttúru. Það var alveg fínt, nema kannski að það rigni á okkur, við sáum enga kvöldsól og leiðin var svona þrisvar sinnum lengri en Gummi hafði sannfært mig um að hún væri... Sandra var tæp á bílveikinni og við vorum í kremju aftur í jeppanum. Annað slagið stakk hún höfðinu út um gluggann. Jeremías, og þess á milli flugu fimmaurabrandararnir. Mér hefur bara sjaldan fundist ég sjálf jafnskemmtileg. 'eg kenni svefngalsa um. Í Nýjadal (einhver staður á miðju hálendinu) fengu piltarnir þá flugu í hausinn að fara austur í Kárahnjúka (þetta var á miðnætti á föstudeginum). HALLÓ??? Af hverju ekki bara Hornstrandir, þær eru líka nálægt? Jæja, þeir fengu vitið hálftíma síðar eftir smá samningaviðræður við okkur Söndru. Bensínið hefði orðið tæpt og við hefðum varið allri helginni þarna afturí. Mér finnst Sandra mjög skemmtileg en ég nenni samt ekki að sitja aftur í bíl stanslaust með henni í 48 klst! nei grín, hehe:) Kárahnjúkar fá að bíða betri tíma, við keyrðum áfram og klukkan 5 um morguninn skriðum við í tjaldið. Þá höfðum við tjaldað á túni hjá bónda innst í Eyjafirði, grillað og etið. Laugardagurinn fór í sund og afslappelsi á Akureyri og um kvöldið tjölduðum við í Vaglaskógi. Sehr Gut.

Brúðkaupið
Laugardaginn 12.júlí átti Áslaug vinkona afmæli og ekki nóg með það... hún gifti sig líka! Jebbs, Áslaug og Óskar giftu sig og ég fór í brúðkaupið:) Ég táraðist í kirkjunni um leið og ég sá Áslaugu. Auli getur maður verið. Hún var bara svo ótrúlega fín og sæt og lukkuleg að það var ekki annað hægt en að tárast oggupons. Spyrjið bara Gumma, hann var alveg að missa sig (not). Ég pældi mikið í því af hverju kvk.gestir í brúðkaupum eru svona viðkvæmir fyrir þessu. Ég efast um að vinir Óskars hafi sogið upp í nefið hinum megin við ganginn meðan við allar brostum í gegnum tárin. Alla vega þá var þetta allt saman svakalega flott og skemmtilegt og veitingarnar svo góðar að ég valt út á endanum. Systir var veislustjóri og ég söng einsöng fyrir brúðhjónin (nei djók). Jæja, ég er að fara í smá ævintýraferð, þarf að þjóta, ciao....

föstudagur, júlí 04, 2003

Hvalir
Í morgun var ég túristi í eigin landi, fór með Juliu (spænsk vinkona) í hvalskoðunarferð. Ég var eini Íslendingurinn um borð fyrir utan starfsfólk! Við fengum frábært veður, "gædinn" var alveg frábær, talaði ótal tungumál en kemur frá Austur-Evrópu. Ég spjallaði mikið við hann og komst að því að hann var agalega skotinn í Juliu, á bakaleiðinni söng hann sjómannalög ásamt skipstjóranum sem spilaði undir ýmist á harmonikku eða gítar (og sá reyndar einnig að mestu um sönginn) en leiðsögumaðurinn bað mig um að segja Juliu á spænsku að þetta væru svona ástarlög, "muy triste" sem hann var að sjálfsögðu að syngja til hennar og svo tók hann um hjartað og sagði "mi corazón!!!" Hehehe. Við vorum mjög óheppin því við sáum aðeins eina hrefnu en það er víst lélegt. Við Julia spjölluðum líka mikið við gaur frá Andorra sem kom meira að segja í Rammagerðina í gærkvöldi og þekkti okkur síðan þaðan (en Julia var í heimsókn í vinnunni mini í 2 klst í gær) Litla Ísland. Jeminn eini ég er að tryllast... er í tölvunni hjá Stebba (máV) og hann er mikill Arsenal fan, en Wenger þjálfari (vona að ég sé ekkert að rugla núna) trítlar hér um skjáinn með einhver skilaboð til mín. Halló Wenger farðu... brrr.

fimmtudagur, júlí 03, 2003

Helgin
Hvert á maður að fara um helgina? Ég er eiginlega búin að taka þá ákvörðun að elta góða veðrið, eða í það minnsta forðast úrhellisrigningu. Og hvað segja göngugarpar gott? Hverjir ætla með í næstu göngu?

miðvikudagur, júlí 02, 2003

Saumó
Vona að þessir íslensku stafir sem létu sig hverfa upp úr þurru einn daginn séu nú komnir aftur á stjá. Í dag á ég frí og það er rigning! Hversu fúlt getur þetta verið? Ég neyðist til að kúra lengur (fara aftur upp í). Í gær fór ég í saumaklúbb til góðrar konu. Jamm, ótrúlega góðar veitingar, og ég fór ótrúlega margar ferðir með diskinn minn. Ég var sem sagt í saumó með verkfræðiskutlum, bekkjarsystrum Gumma, en ég stóðst víst prófið og þær hafa ákveðið að leyfa mér að vera með. Ég er sátt við þetta allt saman, ég held ég verði bara að fara að skrá mig í kúrsa í verkfæði, kannski burðarþolsfræði, eða umhverfisskipulag (held að hann sé léttur, mér sýndist það). Gummi getur lánað mér Calculus, en ég glugga stundum í hana þegar ég er andvaka. Grínlaust, þá halda margir að ég sé í verkfræði þar sem ég held svo mikið til í höfuðstöðvum þeirra VR2 pero no!!!! Myndi samt ekki heldur segja að spænska væri mín sterkasta hlið þessa dagana. Púff, ég þarfnast Spánar til að æfa mig....
hasta luego