þriðjudagur, júní 25, 2002

Úllala Figo





Varð bara að setja eina mynd af þessari elsku... Anna Björk stóra systir hitti hann einu sinni á flugvellinum í Faro, Portúgal, þegar hún hafði verið þar að heimsækja mig. Ekki slæmt, ég held hún hafi hitt Nuno Gomez líka en ég bara man það ekki alveg. Ég get ekki munað allt.
Um helgina fór ég í afmælisveislu til Erlu sætu, og naut þar gestrisni hennar. Dreypti á smá lakkríslíkjör, gott í hálsinn. Svo fór ég á ættarmót á Skógum með Gumma Hlí. Það var náttúrulega brilliant, hápunktur helgarinnar var þegar ég stóð með ömmu Gumma og annarri eldri konu á stofugólfinu á Núpi og söng "Undir bláhimni" og einhverja sálma við undirspil afa hans sem spilaði á orgel. Mikið fannst mér nú leiðilegt akkúrat þá að kunna ekki þessa sálma, rétt svo gat raulað þá...
og nú eru uppáhaldsfrænkur mínar í Noregi komnar til Íslands, Edda og Þórhildur, og líka hún Caroline sem er besta vinkona Eddu. Morgundeginum ætla ég svo að verja með þessum elskum...

miðvikudagur, júní 19, 2002

vá, ég er löngukomin heim og hef ekkert skrifað... maður hefur nú ýmislegt skemmtilegra að gera svona á sumrin en að hanga inni í tölvunni. Ég er byrjuð að vinna í Rammagerðinni og seinasta föstudag var meira að segja fyrsta staffapartí lopamafíunnar. Við hittumst heima hjá Don Orra, og eftir smá spilamennsku fórum við hress og kát niður á Hverfisbar. Þar var mikið húllumhæ og hitti ég fullt fullt af gömlum félögum úr MR og fullt fullt af Vökufólki og ekki má gleyma vinum Gumma, þeim Bigga og Bjössa sem reyndi mikið að bjóða í skutlugleraugun mín.... AS IF!!!! Á laugardagskvöld heimtaði Arna Vala að fá að taka Glitter á video, og stelpurnar létu undan. Við sem sagt horfðum á þennan glimmerhrylling heima hjá Erlu og gátum vel hlegið. Mariah er fátæk munaðarlaus stúlka sem kann að syngja og dansa og er uppgötvuð af einhverjum dj. sem hún seinna verður ástfangin af og verður fræg stjarna og meira veit ég ekki því ég gafst upp og fór heim að sofa. Svo fer bara að styttast í elsku Travis drengina mína sem ætla að koma bráðum til landsins og raula nokkra lagstúfa fyrir mig og fleiri...jibbí.... sing sing sing sing.... trallalalalala