mánudagur, nóvember 29, 2004

Gloss

Það er að pirra mig þessa dagana að ég finn ekki nýja glossinn minn. Ég geri mér þó grein fyrir að það er ekki mjög gáfulegt að blogga um það. Ég er bara svo pirruð yfir þessu glossi. Reyndar er annað sem fer meira í taugarnar á mér, það er hann Janúkóvits (hmmm rétt skrifað?) "sigurvegari" kosninganna í Úkraínu. Svindl og svínarí. Veit ekki af hverju þetta fékk mig til að hugsa til Bush og Flórída...og líka til atkvæða sem gufa upp í Ameríku. Það er svo margt undarlegt. Hef engann tíma til að tjá mig í dag, er að læra undir próf og sinna hundi, hvolpinum hennar, ketti og fuglinum sem kötturinn kom með inn. Takk í dag.

mánudagur, nóvember 22, 2004

Ég er ósátt...

...við að flestar íslenskar auglýsingar innihalda erlend lög. Hvað er málið? Þetta hefur farið fyrir brjóstið á mér lengi (ekki svo að skilja að brjóstið á mér sé svona stórt) og nú bara verð ég að fá skoðun ykkar á þessu. Því í ósköpunum að nota erlenda listamenn þegar landið er sneisafullt af hæfileikaríku tónlistarfólk?

Cinema

Mjá, skellti mér á Bridget Jones með Söndru beyglu í gær. Það vill svo til að tveir aðrir fyrrverandi kærastar fara þar með lykilhlutverk, þeir Hugh og Colin og stóðu sig að vanda mjög vel. Um myndina hef ég fátt að segja, hún er ekki jafngóð og hin en svoleiðis er það nú bara alltaf. Mér fannst hún samt mjög fyndin, skemmtileg myndataka og svona... skemmtileg fyrir augað. London er svo sæt:) Missti af Gísla Marteini, frétti að þátturinn hefði verið áhugaverður, missti líka af NBA slagsmálum, getur maður ekki nálgast það á netinu? hehehe, mjá...hmmm, æji, ég hef ekkert merkilegt að segja...

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Hey Jude

Einhver vandamál með linka hjá mér, en var sem sagt að lesa að fyrrverandi kærastinn minn, Jude Law hefði verið tilnefndur kynþokkafyllsti karlmaður á jarðríki. Strákgreyið hann getur ekkert að þessu gert, hann fæddist bara svona, slurp!

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Gleymska

Ég horfði á fréttir í gær. Þar lýstu börn yfir áhyggjum sínum á þessu kennaraverkafalli, einn sagðist bara vera búinn að gleyma öllu sem hann hefði lært. Mér finnst ég eiga svo margt sameiginlegt með þeim unga dreng. Var samt að velta fyrir mér hvort nú yrði til ný kynslóð sem vantar í nokkra kafla úr mannkynssögunni og stafsetningu. Munu þau ekki lesa Gísla sögu Súrssonar? Munu þau ekki vita muninn á veikri og sterkri beygingu sagna? Munu þau ekki komast lengra í tölunum en upp í "tyve" í dönsku? Þetta verkfall bara hlýtur að hafa varanleg áhrif. Að sjálfsögðu eiga kennarar að fá góð laun en þeir fá ekki mína samúð lengur! Ekki eftir að hafa heyrt að börn eru rekin upp úr sundlaugum landsins ef þau voga sér oní á sama tíma og skólasund fór áður fram. Og ekki heldur eftir að kennarar tilkynna veikindi, fara í messu og biðja um áfallahjálp vegna andlegs áfalls eftir lagasetninguna. Að sjálfsögðu er þeim brugðið en ef einhver er í slæmum málum andlega þá eru það skólabörnin. Í skóla Bibba frænda fóru sum yngstu barnanna að gráta í gærmorgun þegar þau voru send aftur heim. Öryggi og regla á lífinu er það mikilvægasta fyrir þau og því fá grunnskólanemendur alla mína samúð. Amen.

laugardagur, nóvember 13, 2004

Jamm

Já, það heyrist ekki mikið í mér þessa dagana því ég held til á söfnum skólans þar sem ég grúfi mig yfir suður amerískar bókmenntir (sem er reyndar mjög gaman þar til maður þarf að skila ritgerð um þær). Þangað til segi ég bara...skál!

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Týróli


Stærri mynd hér.

Ok, hef ákveðið að birta mynd hér á tótlutjattinu af mér á Hrekkjavöku, því miður sést búningurinn illa, ég var til dæmis í hnébuxum, hnésokkum og með kúabjöllu um hálsinn. Myndin hefði getað verið tekin af mér hvenær sem er, er svo oft með svona týrólahatt. Eða ekki.

laugardagur, nóvember 06, 2004

Hello...

Það er Þórhildur Birgisdóttir sem skrifar frá Macheimum. Kom í gærkvöldi frá Lundúnum þar sem ég rústaði ekki Toefl prófinu. Tók það alla vega og fannst þetta bara vera leiðinlegt próf og ganga illa og var svo fúl í því að ég fór næstum því að grenja (eftir að hafa klúðrað spurningu). Ég er kannski enginn enskusnillingur en ég er ekki svona léleg. Fyrir utan prófið voru dagar mínir í London yndislegir og er það aðallega gestrisni Aldísar og Védísar að þakka. Systurnar hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér í mörg ár og var löngukominn tími á okkur Aldísi að kjafta, slúðra og fara á trúnó. Takk fyrir mig! Mér fannst frekar margt gerast á þessum þremur dögum sem ég var í burtu, eldgos í Vatnajökli, Arafat eitthvað sloj, kosningar í USA, og borgarstjórinn að prakkarast. Skil ekki þennan heim stundum, þess vegna ætla ég bara að fara að horfa á sjónvarpið og reyna að ignora þetta skilningsleysi mitt örlítið lengur.