sunnudagur, desember 29, 2002

"Ég fæ jólagjöf..." tralalala, jæja gleðilega hátíð allir. Ég vona að allir hafi fengið eitthvað í gogginn, haft það notalegt og jafnvel fengið pakka. Ég fékk þetta allt. Þurfti ekki einu sinni að skipta neinni gjöf, hehehe. Neibbs, fékk ýmislegt nytsamlegt og fallegt og annað ópraktískt og rosalega fallegt. Undir hvorn hópinn fellur súkkulaði? þann fyrri ekki satt? Ég vakna um miðjan dag þessa dagana og fer að sofa aftur við sólarupprás, eða þannig sko. Og þegar ég er vakandi þá er ég of löt til að gera nokkuð svo ég bara kósa mig á nýju náttfötunum, þangað til ég fer að sofa. Fór á Stellu í framboði í bíó, fín mynd, örlítil vonbrigði samt, erfitt að toppa Stellu í orlofi. Það fúlasta var samt að þegar myndin var að byrja aftur eftir hléið þá klikkaði starfsmaður Sambíóa á að setja hljóðið á, svo að fyrstu 3 mínúturnar eða svo eftir hlé voru með bara einhverri músík. Arg, og maður búinn að borga 1000 kr. (eða alla vega kærastinn sko, nógu slæmt samt, fyrir hann) og svo missir maður af einum brandara! Á þeirri stundu var ég harðákveðin að hringja í Dagblaðið, "Örg húsfreyja úr austurbænum hringdi: Á annan í jólum gerðum við hjónaleysin okkur glaðan dag og skelltum okkur á íslenska bíómynd í kvikmyndahúsinu í Álfabakka, myndin átti sín ágætu móment og brandara en þó get ég ekki á mér setið og vil því koma á framfæri óánægju minni. Starfsmenn voru augljóslega ekki á verði þegar myndin átti að byrja aftur eftir hlé, og gleymdu að skrúfa upp í voljúminu! þess má einnig geta að sýnd voru brot úr öllum kvikmyndum sem væntanlegar eru í sýningarsalina næstu misseri. Mér finnst það dónaskapur að láta trygga gesti íslensku kvikmyndahúsanna borga offjár fyrir miðann, og þar að auki láta þá sitja undir leiðinlegum auglýsingum í 20 mínútur eftir að myndin á að byrja. Til að toppa allt saman er myndin "slitin í tvennt" svo fólk geti keypt meira nammi til að gúffa í sig. Óþolandi! Ekki furða að við séum of feit." Kannski ég bara hringi í alvöru og kvarti, gaman að fá sitt álit á þessari dellu í lítinn hliðardálk á sömu blaðsíðu og spurning dagsins! ok ok ok, ég er róleg. Ætli þetta sé ekki síðasta bloggið mitt á þessu ári, því herrans ári 2002 þegar Bloggið tröllreið öllum, nei...öllu meina ég. úbbs...

laugardagur, desember 21, 2002

Skólajól
brbrbrbr, hvar er Tótla??? hvar er hún? nú auðvitað í skólanum! af hverju ekki að eyða bara jafnvel jólunum í skólanum? En ég ætla ekki að kvarta því þá verða allir brjál... ég fór jú til New York í viku eins og einhver prinsessa en ég vil takaþað fram að fyrsta morgninum þar í borg varði ég með skólabókum og svo var ég alltaf annað slagið að lesa. Ritgerðin sem ég er hérna að dúlla mér við í makindum hefur líka tekið miklu lengri tíma en ég átti von á. En mér hefur svo sannarlega ekki leiðst hér uppi í VRII. Ónei, það er nefnilega margur góður drengurinn hér (og stúlkan, í þessu tilfelli aðallega stúlkur). Þær Dagný, Cilla, Solla og Helga hafa staðið í skemmtilegheitunum með mér. Við vorum fleiri í byrjun síðustu viku, en það eru þessar stúlkur sem teljast þjáningarsystur mínar því allar nema Solla eru í prófi í dag! já, á meðan þið hin eruð að éta deig og pakka inn gjöfum. Ég stefni þó á að toppa ykkur öll og læra í kvöld, sleppa partíinu sem mér var boðið í sama hvað stjörnuspá Moggans segir. Dagný kíkir reglulega á hana, ég er fiskur og segir spáin "Samkvæmislífið færist í aukana og vinsældir þínar um leið. Þú skalt þiggja öll boð." Ég stefni hins vegar á að skila fyrir kvöldmat á morgun! Annars verð ég bara að benda á snilldina eina fyrir þá sem hafa barnalegan húmor. Fann þetta á tilverunni sem ég skoða annars aldrei, algjört rugl en stundum leynist þar svona húmor fyrir dömur eins og mig!

föstudagur, desember 20, 2002

ÁT
Liggaliggalá lá, ég er að fara á Salatbar Eika með gömlu hjónunum, Birgi og Elvu og Steina bróður, Svönu mágkonu og dætrum þeirra, Eddu og Þórhildi:) Allir að fylgjast með? Þeir sem lásu um ferð mína til Noregs í fyrravor vita hver þau eru, nú og nottla kellur eins og Álftódrottningar sem skrifa ekki slaufuáttu heldur tvo hringi sem mynda 8... og þær sem þekkja mig vel, því ég tala víst svolítið oft um fjölskylduna mína...eða so they say you know....

þriðjudagur, desember 17, 2002

Staður: VRII háskólasvæðinu
Stund: Seint um kvöld, að nálgast miðnætti
Púsli púsl, ég er að reyna að gera ritgerðina. Með fullt af hugmyndum en gengur illa að setja þær á blað, þess vegna er ég að tjatta við Söru betur þekkt sem "Hinir", á msn. Var að muna að ég á líka eftir að skila einhverju latínuverkefni, ekki segja þeim sem eru með mér í latínu, því þá verða þau fúl. Kennarinn skilar ekki einkunnum fyrr en allir hafa skilað verkefni. Og honum er alveg sama hvenær við skilum, svo lengi sem það gerist fyrir 6.jan held ég. Ég stefni á að fá mér rauðvínssopa og setjast niður í kósí fíling með fröken Latínu við fyrsta tækifæri. Hún er góð stúlka.
Góðar stundir.

mánudagur, desember 16, 2002

Þá er eg komin heil á húfi til Íslands frá Ameríku (þar sem McDonalds ostborgari, miðstærð af frönskum og miðstærð af kók kostar 315 krónur), og jákvæðari en í síðasta bloggi. Ég einbeitti mér að því að hugsa eins og Pollýanna, og í raun var þetta ágætur dagur. Erfiðast var að ég réð varla við farangurinn alein, er enn með strengi eftir hlaupin með töskurnar, og að missa af einni lest, og gleyma tösku í annarri lest. Annars var þetta bara alveg æðislegt allt saman. Ferðalagið var alveg frábært og ég mæli með New York fyrir þá sem ekki hafa komið þangað og hafa tækifæri til að heimsækja hana. Ég ætla að bíða með að skoða á heimabankanum hvað fjörið kostaði mig þangað til ég er búin með ritgerðina sem ég er að skrifa núna. Já, ég er komin aftur á bókasafnið og hamast við að púsla saman 10 blaðsíðna ritgerð á spænsku þar sem ég hugleiði það hvernig spænska þjóðin og þeir sem tóku þátt í spænsku borgarastyrjöldinni breyttust þegar á hana leið, eða hvernig hugsjónir þeirra breyttust, og byggi ég ritgerðina á tveimur bókumsem ég hef lesið... eruð þið enn að lesa þetta? gafst einhver upp? Þetta er reyndar áhugaverðara en það kann að hljóma, ég bara kvíði þessu smá, veit ekki hvernig ég á að koma þessu frá mér. Mig langar að baka! Einhver búin (eða búiNN, hohoho, yeah right!) að baka?

föstudagur, desember 13, 2002

arg
jaeja ta er min maett a flugvollinn i Boston, eftir omurlegasta dag ever. Atladi ekki ad geta pakkad draslinu, lestarstodin i N.Y. var rett hja en audvitad fekk eg ekki taxa, og tegar mer tokst tad loksins for hann einhverja faranlega leid. Umferdin tarna er natturulega algjor gedveiki og vid vorum stopp tarna. Tegar Bamba Bambadjam (leigubilstjorinn) var farinn ad blota a wooluf sagdist eg ganga restina, hljop sem sagt yfir halfa manhattan (ad tvi er mer fannst a tvi momenti) med farangur sem eg gat varla borid sjalf... og vitidi hvad... eg missti af lestinni! stod tarna med tarin i augunum og saug upp i nefid svo eg faeri ekki ad grenja a midri lestarstod. Buin ad hlaupa alla tessa leid. Turfti ad bida i 2 tima i vidbot. Tok naestu lest til Boston, 4 eda 5 klst, gleymdi svo tosku i lestinni og fattadi tad tegar eg var komin ad leigubilnum i Boston, hljop alla leid til baka, Mohammed passadi farangurinn minn a medan (bilstjorinn) og eg fann toskun. jibbi, komin a vollinn, best ad fa ser sma sushi og slappa af loksins...ciao

þriðjudagur, desember 10, 2002

Nueva York 3
Hola todos, sko af shout outinu sidast ma lesa tad ad allir halda ad eg hafi tjadst af orlitilli "resaca" (timburmenn) a laugardagskvoldid... o nei. Eg svaf i 12 tima ta nottina, ef ekki 14, algjorlega buin a tvi. Tad ma vera ad eg se aumingi, tessar amerisku stulkur drekka mig alla vega algjorlega undir bordid og eg atla mer ekki einu sinni ad reyna ad afsanna tad, en eg held ad a tessum timapunkti um daginn hafi eg verid buin ad sofa 10 tima sidan a midvikudeginum. Stelpurnar ultu inn um midja nott og rumskadi eg vid setningar a bord vid "oh my got, I'm so freakin' wasted, I can't believe she like, you know made out with that black guy, she was so totally hammered". Ja, uff, ameriskan er ekki mitt fag. Amerikanar eru lika yfirtyrmandi nice. Fyrsta daginn var eg ein a tritli upp 5th Ave. tegar eg akvad ad hressa mig vid a "Starbucks". Tar sem eg stend, togul med kaffibollann minn tarna inni, kemur madur um 60 og byrjar ad spjalla vid mig. Tarna stodum vid og toludum um Island og Ameriku, og um faranlega hluti (hann var mjog frodur, hafdi buid vida) eins og hlutleysi Sviss og afstodu Marokkomanna i seinni heimstyrjoldinni, hvernig tad var tvi teir voru nu fronsk nylenda, um tyska aradursradherran Gobbels og raedur hans, um trotskyisma (hvernig sem tad er aftur skrifad) og stalin og eg veit ekki hvad og hvad og eg kom sjalfri mer svo a ovart, vissi ekki ad eg vissi tetta allt saman. Tarna stod eg a Starbucks med tessari mannvitsbrekku og tuldi upp mannkynssoguna ur MR, sem eg helt eg hefdi longu gleymt (eda aldrei kunnad). Hann var mjog indaell en eins og flestir teir amerikanar sem eg hef hitt gjorsamlega ostodvandi tegar hann byrjadi ad tala. Undir lokin var mig farid ad svima, hann taladi svo mikid. Skemmtilegt samt. Sunnudeginum og gaerdeginum vardi eg i Philadelphiu, segi betur fra tvi seinna tvi tad var aevintyri ut af fyrir sig, og fyrir Erlu og Volu ad vita, ta hitti eg Toni, Miguel og Aaron!!!

sunnudagur, desember 08, 2002

Nueva York 2
puff, eg held ad madur hafi bara ordid fyrir kultursjokki herna uti. Tvilikt areiti og hljodmengun og skitur og laeti. Borgin er frabaer og eg hlakka til ad skoda mig betur um herna, en mikid er eg fegin "rolegheitunum" i Reykjavik tegar eg hef sed tetta. Sirenurnar stoppa varla og mer finnst svo mikil mengun og svoleidis. Og mer finnst lika maturinn (ta serstaklega gummiosturinn) ekki spennandi. Aetlunin var nu alls ekki ad vera neikvaed, tvi eg skemmti mer svo vel her. tad er bara tad ad nuna er eg ein heima tvi eg gat ekki farid ut med stelpunum sokum lasleika.... mer er svo oglatt og kenni eg uppsafnadri treytu, ogedslegum mat og smavegis af smirnoff ice (fra i gaer) tar um. aetla ad reyna ad hvila mig og na tessu ur mer...
Stubbar segja bless bless

föstudagur, desember 06, 2002

Nueva York
Ta er min maett i storborgina, afsakid stafaleysi, en svona er tetta i utlondum.... nenni ekki ad fiffa inn islensku stafina. Ferdalagid hingad ut gekk vel en var hraedilega langt og treytandi. Lagdi af staf med rutu a Keflavikurflugvoll klukkan 14 i gaer og var komin i rumid i New York klukkan 8 i morgun ad islenskum tima, um hanott her uti. Hef samt upplifad lengri ferdalog, uff puff. Flaug til Boston, kom mer a lestastodina tar, turfti ad bida i frosti og snjo i tvo tima eftir lestinni sem var svo annad 5 tima ferdalag, svo eg var ordin frekar luin og raefilsleg med ferdatoskuna i eftirdragi. Mer list svakalega vel a borgina svona eftir ad hafa litid ut um gluggann. Er a 28.haed, Empire State er beint fyrir framan mig, rosalegt utsyni, snjor og jolalegt. Ally tok a moti mer, buin ad baka sukkuladikoku og skreyta hana med stofunum "N.Y.C. loves (hjarta) Totla" haha, hun hlo mikid sjalf, var ad hugsa um ad skrifa "welcome to America" en fannst tad langt, vildi hafa tad saemilega ameriskt og vaemid. Hun er algjor snulla, taer bua trjar saman. Annars held eg ad amerikanar seu pinu furdulegir. Drekka frekar Vanilla coke, eda skrytna gosdrykki sem eg hef aldrei sed adur, rotarbjor og svoleidis i stad bara sprite eda coke eda fanta. og svo keypti Ally morgunkorn fyrir mig, sem er allt i lagi, eitthvad hollt oged, samt frekar subbulegt tegar mjolkin var komin ut a. Eg held ad teir bordi frekar eitthvad svona en bara serios. Eg faerdi teim kulusukk, vona ad eg klari tad ekki sjalf...

miðvikudagur, desember 04, 2002

FLIPP
"Flipp; athöfn eða framkvæmd án skýrra markmiða eða skipulags. Sbr; þessi Englandsferð var bara eintómt flipp
Svo er orðið "flipp" skilgreint í nýju orðabókinni, og á það vel við nú þegar ég er á leið til New York. Jú jú, stúlkan ákvað bara að skella sér til Nueva York að heimsækja Ally, ameríska vinkonu sem býr á Manhattan. Hún var með mér í bekk í háskólanum á Spáni og heimsótti mig til Íslands í fyrravor. Ég lofaði náttúrulega að koma líka að heimsækja hana, svona hlutur sem maður segir en veit svo ekkert hvenær hann verður framkvæmdur. Svo ákvað ég barasta að standa við stóru orðin, og fer seinnipartinn á morgun. Nú er ég hins vegar að læra á fullu og að sjálfsögðu ekkert byrjuð að undirbúa ferðina, hvað þá pakka, hohoho, hver þarf að pakka? Ciao

þriðjudagur, desember 03, 2002

Varið ykkur á apanum
mér finnst þessi frétt með því athyglisverðasta í dag, frekar mikið ógeð... nú er ég fegin að búa á Íslandi því hér eru engir apar til að bíta mann. Þessi töffari virðist þó vera fyrir eldri dömur svo ég er örugg:)

mánudagur, desember 02, 2002

Moviemilk
Hvort er það "biomjólk" eða "bíómjólk"? sko ef "biomjólk" þá finnst mér að það ætti ekki að vera komma yfir mjÓlk því ég tengi bio við bíó, en mig minnir að ég hafi einhvern tímann lesið að bio væru einhverjir sérstakir gerlar. Hjálp! Bryndís er líkleg til að vita allt um þetta. mmmm ég er að drekka bio-gerla með perubragði, mmm

sunnudagur, desember 01, 2002

Las Tótlas
Góðan dag og gleðilega hátíð. Í dag er jú 1.desember og fögnum því að sjálfsögðu að 84 ár eru liðin frá því að Ísland varð fullveldi, 1.des 1918 (Frostaveturinn mikla, smá fróðleikur). Ég var í sérstakri nefnd til að skipuleggja daginn en þið getið lesið meira um það hér. Við fórum í messu guðfræðinema í morgun, lögðum því næst blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar og þá tóku við hátíðarhöld þar sem forsetinn var heiðursgestur. Ég er reyndar á hraðferð því ég er einmitt á leiðinni á Bessastaði í smá kaffiboð, ekki dónalegt, ha? En ég vil benda ykkur á merkilegan hlut, man reyndar ekki hvort ég hafi sagt ykkur það áður en þessi stúlka heitir Þórunn og er kölluð Tótla eins og ég, hún bloggar og mæli ég með því að þið kíkið á þetta. Segið mér svo hvort ykkur finnist síðan eithvað kunnugleg:) Best samt að drífa sig í kaffiboðið, ég er að vonast til að Dorrit hafi bakað enska jólaköku:)