fimmtudagur, október 31, 2002

Veislan eftirminnilega ok ok ok...sko nú hef ég nokkrar mínútur áður en ég fer í tíma til að segja hvað kom fyrir mig í gær. Ég sem sagt fór á "veisluna" í Þjóðleikhúsinu. Settist í eina sætið sem var laust við borðið og getiði bara hver átti sætið við hliðina á mér... HILMIR SNÆR! ekki slæmt, ha? hann á voða voða bágt í þessu leikriti en það vitið þið sem hafið séð það. Og ég var mikið að velta því fyrir mér hvort ég ætti ekki bara að taka utan um hann og hugga drenginn, þurrka tárin hans (sem flæddu NB). Kom svona umhyggju móðurtilfinning upp í mér, en ég lét bara nægja að segja "gott kvöld" við hann þegar hann hafði boðið mér gott kvöld. Það var nú allt og sumt. En sem sagt svo ég fari að koma mér að pönslæninu, þá fer leikritið mikið fram upp á borðinu og þegar ein leikkona var að stökkva niður á gólf á háu háu háu hælunum sínum lenti hún svona meira á andlitinu mínu en á gólfinu og ég fór næstum því að skæla, en ákvað að flissa frekar. Hún lenti kannski ekki beinlínis á andlitinu mínu, það eru reyndar ýkjur en hún sparkaði mjög fast í það og ég hélt ég myndi fá glóðarauga en ég var bara með rautt strik og pínu bólgin og rauð á vinstri hlið andlitsins, eiginlega allt farið núna. Þetta var samt ógeðslega vont og ég var alveg dofin og rauð og heit í framan LENGI. Hún stoppaði nú ekkert þrátt fyrir heiðarlega tilraun til að drepa mig, eða svona meiða mig. Held samt hún hafi tekið eftir þessu. Þetta var það merkilegasta sem kom fyrir mig í gær. Flott leikrit, sætir strákar.

miðvikudagur, október 30, 2002

Systa og mágur komin heim. Sem betur fer fékk ég ekki nammi, en ekki hafa áhyggjur, pabbi fékk sitt:) en hins vegar fékk ég forláta gallajakka úr Zöru sem ég mun bráðlega vígja, ef ekki bara strax næstu helgi. Mér finnst ég fín í honum:) ...hvað fleira, jú, í dag er mér boðið að vera upp á sviði í Þjóðleikhúsinu ásamt nokkrum öðrum Vökurokkurum því það er verið að æfa nýja leikkonu fyrir Veisluna sem mig hefur einmitt langað svo lengi að sjá. En...það þýðir að ég þyrfti að skrópa í latínu og mér finnst gaman í latínu og vil helst ekki gera honum Sigurði (kennara) það. Honum er samt sennilega sama hvort ég mæti eða ekki, en mér er ekki sama. Óneitanlega erfiðasta ákvörðun dagsins í dag; mæta í latínu vs. borða súpu upp á sviði í Veislu! hvað finnst ykkur? ég er að bugast hérna. jæja ég held að hungrið fari að draga mig niður í bakarí...garnagaul!

mánudagur, október 28, 2002

Þið sem skoðið le chat du Doddi sjáið að þar er einstaklega hugljúfur piltur á ferð sem talar mikið um sína heittelskuðu hustru. Með einlægum orðum sínum vinnur þessi geðþekki piltur sér inn mörg rokkaraprik meðal kvenna. Hún Ásdís spúsa hans var einmitt í heimsókn hjá honum í Draumalandinu og þar hafa þau áreiðanlega kelað og knúsast og kósað sig í sólinni. Mig langar mikið að vita hvort Doddinn noti ammmmerísku ökklasokkana sína, hann getur kannski svarað því hér. Einnig vil ég óska honum til hamingju með að hafa fundið íbúð en ég er sko alveg búin að fá nóg af honum Sam Paranojupúka! Að láta svona við Dodda, gera veður út af því að ljósið í símanum blikki, lofthljóð í kókdósum o.s.frv.!!! úff, ég vona að hún Ásdís hafi togað í eyrun á honum og hrist duglega! Hmmm, annars er bara nóg að gera. Vísindaferð á föstudaginn hjá spænskunni:) jibbíííí, get varla sofið. Og systa og mágur að koma frá Andalúsíu á morgun, þau fóru til Sevilla og allt! kannski kaupa þau nammi í fríhöfninni handa mér, en ég er í nammibindindi svo ég gef bara pabba nammið (ef ég fæ eitthvað) þegar mamma sér ekki til, því pabbi er í megrun:)

föstudagur, október 25, 2002

Velkomin til Bloggheima
Þessi Bloggveröld er furðulegt fyrirbæri, maður verður bara frekar húkt á þessu sem er missniðugt. Hef staðið sjálfa mig að því að hugsa t.d. "jæja, langt síðan ég hef heyrt í Elsu, bezt að kíkja á bloggið hennar" í stað þess að hringja í stúlkuna. Er þetta rétt? ég bara spyr. Annars er Tótla litla í mömmó núna þessa vikuna, Anna Björk stóra systir og spúsinn hennar eru að spila golf í Andalúsíu (arg) og ég passa Bibba, húsið og bílinn:) á meðan. Fór á fjölsylduskemmtun í Digranesskóla í morgun þar sem börnin sungu "meistari Jakob" á ótal tungumálum. Höfðaði sérsaklega til mín, varð fyrir vonbrigðum þó með að spænskan var ekki tekin með. Í gærkvöldi kíkti ég örlítið á Temptation Island en ég hef hálfgerða óbeit á slíkum "reality" þáttum þó ég hafi alveg gaman af að sjá einn og einn. Hef núna séð einn Survivor og einn Temptation Island í allan vetur, en ég horfi hvort eð er ekkert á sjónkann. Sko, ég verð svo miður mín yfir hvað fólk er ógeðslegt bara haldandi framhjá maka sínum fyrir framan alþjóð... og allan heiminn. Nógu slæmt þó það væri ofan í skúffo og enginn vissi, en HALLÓ?!?!?! mömmurnar þeirra, pabbar, vinnuveitendur, vinir, ömmur...ALLIR sjá þetta. Jeminn eini hvað fólk selur sig ódýrt...sumir eru reyndar greinilega traustsins verðir en aðrir stökkva í fangið á einhverjum sem þeir hafa þekkt í 6 daga á einhverri óraunveruleika eyju þar sem það leikur sér með sólarolíu í annari og kokteilglas í hinni... Nógu asnalegt að taka þátt í þessu, en ætla að fórna kannski góðu sambandi fyrir einhvern hönk eða megabeib sem hefur það hlutverk að reyna sem mest að freista hinna!...það er rugl! Setningar á borð við "já ég finn það hvernig spennan magnast á milli okkar frá degi til dags...við getum talað um svo margt" "hann er svo sætur, og mikill herramaður og svo er hann svona hugsuður alveg eins og ég..." "við eigum svo margt sameiginlegt og það er gífurleg kynferðisleg spenna á milli okkar". Jæja, vitlaust fólk en alveg hægt að hlæja að því (ekki með). Ég samt verð aldrei húkt á svona, yrði það kannski ef ég hefði oftar tíma til að horfa á sjónvarpið, en mér líður betur eftir að hafa tjáð mig svona um mína skoðum á þessum þætti hér. Afbragðs sjónvarpsefni... hmmm, þýðingar bíða mín...læra læra læra!

laugardagur, október 19, 2002

Freyjur athugið... ég er að kanna það hér netleiðis hvanær þið hafið áhuga á að hitta samfreyjur (nennti ekki að meila) og var mér að detta í hug að hittast 2.nóvember um kvöldið, því þá verður stórtenórinn Þórey Sif einmitt búin að syngja sig inn í hjörtu okkar sem fara á tónleikana í Hallgrímskirkju. Hmmm, kannski hentar það Þóreyju illa... segið bara til. Ég hlakka svo mikið til að fara á þessa tónleika og fyndist frábært að gera enn meira úr deginum með að hitta freyjurnar:) tjáið ykkur skutlur!
Hei, hafið þið tekið eftir því að neðri kisan hérna til hægri á skjánum er bara með höfuð en ekki búk! eða er þetta bara mín tÖlva?
Í gær var spænskupartí á Astro og þetta fólk getur aldrei mætt en er samt alltaf að röfla um að við gerum ekki neitt. Klara, Svanlaug og Bessi eru samt alltaf traust og ég átti ágætt kvöld með þeim og Maríu Mjöll megaspænskustjórnmálabeib að ógleymdum los italianos sem klikka seint. Þeir mæta alltaf í öll spænsku teitin, eitthvað annað en spanjólarnir. En í gær voru nottla Erveivs tónleikar og ég veit að margir ætluðu á þá...ok ok ég skil það vel. En ég gef þeim annan sjéns næsta miðvikudag og þá ætlum við að hittast aftur á Kaffihúsinu hjá Astro. Ef færri en 8 mæta fer ég í tveggja daga verkfall! Og hananú (sagði hænan og lagðist á bakið). Svona er gaman að vera til, ég er ekkert að kvarta, bara benda á þetta.

miðvikudagur, október 16, 2002

Áfram Ísland!
Leikurinn í kvöld! Ísland vs. Litháen. Ég held að við ættum að taka Skotana okkur til fyrirmyndar, en þeir styðja sitt lið...sama hvað. Við á hinn bóginn höfum lítinn áhuga á "strákunum okkar" nema þeir séu bestir. Reyndar held ég að landsliðið eiga marga dygga stuðningsmenn en neikvæð umfjöllun fjölmiðla vill smita út frá sér. Þess vegna ætla ég á völlinn í kvöld. Spurning hvort við Íslendingar ættum að vera jafn þjóðleg og Skotarnir... Í ullarhosum, gúmmítúttum og lopapeysu með slátur í nesti og heimabrugg á pela??? eða bara svona "nýmóðins þjóðleg", þ.e. í appelsínugulum regngúmmígalla frá 66 gráðum norður??? ég held mig við flís, kók og draum!

þriðjudagur, október 15, 2002

Fegurð.......er afstætt hugtak, en engu að síður finnst mér að þið stúlkukindur sem inn á þetta blogg mitt ratið ættuð að athuga þennan mann. Já, Jude Law hefur heppnina með sér hvað lúkkið varðar. Hann hlýtur að hanga í speglinum allan daginn.

föstudagur, október 11, 2002

halló. Bryndís benti á að þetta væri EKKI góð lýsing á mér í shout outinu (takk Bryndís) sko, í fyrsta lagi þá sit ég ekki allan daginn fyrir framan tölvuna því ég fer fyrst í skólann og svo vinnuna og á kvöldin er ég bara annað hvort þreytt eða að sinna einhverjum félagsstörfum. Í öðru lagi þá er ég algjör lúði og kann ekkert á tölvur, er samt búin að læra þetta með copy og paste og nota það óspart. Þriðja; ég drekk ekki bjór. Ég hef reynt nokkrum sinnum en það er sama hvernig ég reyni, ég kem honum bara ekki niður. Frekar kaupi ég mér trópí á 500 kall á bar en að drekka frían bjór. "Bjór fyrir framan tölvuna er bestur" ehhh, NEI! en nammi fyrir framan tölvuna er voða gott, og líka kex (en mamma og Gummi hafa bannað mér það út af lyklaborðinu) og margt fleira. ok ég er kannski með 30 contacta á msn, fæ svona 5-10 e-mail á dag... og jú mér finnst gaman í skólanum því þar eru flestir vinir mínir og ég get komist í tölvu hvenær sem er. Ég er að hugsa um að taka prófið aftur og reyna að verða önnur týpa. Er það svindl? Eða er ég kannski hér með orðin tölvunörd, byrja daginn á að deila þessum hugsunum mínum með blogginu mínu og ykkur sem lesið það, og tek svo eitthvað asnalegt nettest aftur til að fá útkomu sem ég get sætt mig við. Hmmm, nú hef ég eitthvað til að hugsa um í dag, og ég ætla að komast að því hver ég raunverulega er... og svo sættast við þá niðurstöðu sem ég kemst að, ef það gerist þá nokkurn tíma. Jeminn eini, ég held ég þurfi bara að fara á doktor.is og láta greina mig núna.

miðvikudagur, október 09, 2002

Ég fann þetta rugl á Vökuvefnum. Hvernig háskólatýpa er ég??? Ég er ekki alveg sátt við niðurstöðuna:



Sjáðu hvaða týpa þú ert Hvað finnst ykkur?

þriðjudagur, október 01, 2002

Nú verða sagðar fréttir "Af neðangreindum ástæðum... mun Ásberghill Inc. nú opna Hillbergás International sem er dótturfélag þess fyrrnefnda og munu höfuðstöðvarnar vera í Madrid. Mun sá armur m.a. sjá um fjármögnun og uppbyggingu tungumálamiðstöðvarinnar Hillhablomuybien Lmt. Einnig er áætlað að félagið kaupi hið fræga Tio Pepe skilti á Sol og láti breyta stöfunum í Tia Hilly"
Skilur einhver eitthvað í þessum pælingum hennar Ásdísar??? Þær eru svo ruglaðar, sko eftir því er ég best veit þá stofnuðu hún, Hildur Edda og BergLIND ÝR ferðafélag og fóru til dæmis í Hvalfjörðinn. Ég held að Hillbergás International sé einmitt það félag en ég er samt ekki viss, þið megið hjálpa mér ef þið vitið meira en ég. Og ekki veit ég hvað þær ætla að gera við Tia Hilly skiltið? Stinga því niður á toppinn á Öskjuhlíð þegar þær sigra þann tind? Ég vil benda á að þetta er í annað sinn sem ég blogga í dag, ekki gleyma að lesa hitt dótið fyrir neðan.
Agalegt þegar svona lúðar eins og ég komast í tölvur og búa sér til blogg en eru svo ekki einu sinni nógu miklir lúðar til að gera það almennilega. Ég er pirruð á því að geta ekki haft íslenska stafi hérna til hliðar, þið vitið. "Bjork" og "Torey" fá að kenna á því. Ég held ég verði að blikka einhvern tölvulúða sem getur hjálpað mér. hmmm Herdís ertu laus í dag? nei djók, ekki einu sinni hún er með íslenska stafi á blogginu.
Hvað fleira... jú, sko mamma er alveg rosaleg. Ég þori varla að skrifa þetta en í gærkvöldi smurði hún handa mér nesti í skólann og ég veit ekki um neina mömmu sem gerir það fyrir 22 ára dóttur sína. Ég fékk sem sagt jarðaberjajógúrt (fitusnauða), banana og rúgbrauð með kæfu. Æjiiii hún er svo mikið krútt en mér finnst bara að mömmur eigi ekki að vera að útbúa nesti þegar börnin eru orðin nógu stór til að elda sjálf (eða eiga að vera það, en um færni mína í eldamennsku má vissulega deila). Hún á frekar að pússa neglurnar og horfa á Taggart eða lesa Jane Austin eða eitthvað svoleiðis. ok...ég þarf að fara að borða nestið mitt. Hmmm, þetta er nú frekar næs, hehehe.