sunnudagur, maí 19, 2002

HEIA NORGE
ok ok, fyrst og fremst vil ég segja til hamingju með afmælið Hildur Edda, Þórey Sif og Sandra Sif ef þið álpist inn á síðuna mína!!! knus knus. Jamm, í fyrradag héldu Norðmenn upp á þjóðhátíðardag sinn, þann 17.maí og ég tók þátt í því. Hófst með frokost á einu heimili, og svo var skemmtun í skólanum og svo var "middags" á öðru norksu heimili. Nenni eiginlega ekki að fara nánar út í það, en það var allavega alveg rosalega gaman, og gott veður. Skólabörnin hér í Asker marséruðu til Skaugum og vinkuðu þar Hákoni krónprins og hinni seinheppnu hustru hans, Mette-Marit sem var skaðbrennd í framan. Norðmenn segja (í gríni) að hún hafi sólbrunnið í þessu viðtali við þýska sjónvarpið þar sem hún hafi ekki komið út að degi til fyrr, en stúlkan sú hefur jú það orð á sér að vera útlifaður djammari. Úff hvað það hlýtur að vera erfitt að vera svona á milli tannanna á fólki. Á skólahátíðinni sýndi ég svo mitt snögga viðbragð þegar lítill glókollur missti blöðruna sína sem flaug hátt í loftið, en mér tókst að stökkva hratt upp á eftir henni og náði henni. Varð bara að segja frá þessu þar sem ég er kannski þekkti fyrir ýmislegt annað en að vera snögg, en ég svaf allavega vel næstu nótt eftir þetta góðverk enda var ég hetja í augum barnanna eftir þetta:) var beðin um að taka svona lagað að mér nokkru sinnum aftur þegar blöðrur höfðu fokið svona upp í loftið, en treysti mér ekki til að príla í trjánum. Í dag sýndi ég svo ennþá meiri hetjuskap þegar ég fór í tívolígarð, segi betur frá því seinna, er svo þreytt, en við skulum bara að segja að rússíbana, mikil hæð og teygjur komi þar við sögu... hmmm. ok, er nú farin að sofa áður en ég fer að monta mig mikið meira...

Engin ummæli: