laugardagur, desember 21, 2002

Skólajól
brbrbrbr, hvar er Tótla??? hvar er hún? nú auðvitað í skólanum! af hverju ekki að eyða bara jafnvel jólunum í skólanum? En ég ætla ekki að kvarta því þá verða allir brjál... ég fór jú til New York í viku eins og einhver prinsessa en ég vil takaþað fram að fyrsta morgninum þar í borg varði ég með skólabókum og svo var ég alltaf annað slagið að lesa. Ritgerðin sem ég er hérna að dúlla mér við í makindum hefur líka tekið miklu lengri tíma en ég átti von á. En mér hefur svo sannarlega ekki leiðst hér uppi í VRII. Ónei, það er nefnilega margur góður drengurinn hér (og stúlkan, í þessu tilfelli aðallega stúlkur). Þær Dagný, Cilla, Solla og Helga hafa staðið í skemmtilegheitunum með mér. Við vorum fleiri í byrjun síðustu viku, en það eru þessar stúlkur sem teljast þjáningarsystur mínar því allar nema Solla eru í prófi í dag! já, á meðan þið hin eruð að éta deig og pakka inn gjöfum. Ég stefni þó á að toppa ykkur öll og læra í kvöld, sleppa partíinu sem mér var boðið í sama hvað stjörnuspá Moggans segir. Dagný kíkir reglulega á hana, ég er fiskur og segir spáin "Samkvæmislífið færist í aukana og vinsældir þínar um leið. Þú skalt þiggja öll boð." Ég stefni hins vegar á að skila fyrir kvöldmat á morgun! Annars verð ég bara að benda á snilldina eina fyrir þá sem hafa barnalegan húmor. Fann þetta á tilverunni sem ég skoða annars aldrei, algjört rugl en stundum leynist þar svona húmor fyrir dömur eins og mig!

Engin ummæli: