miðvikudagur, apríl 30, 2003

Búin í prófinu (et.)
já svei mér þá ef stelpan er ekki bara búin í þessu eina prófi. Ég er nú samt ekki laus allra mála því við taka gífurlega krefjandi latínuverkefni sem er hressandi mjög. Kona verður bara að setjast niður og demba sér í latínuna sem krefst óhemju mikillar þolinmæði. vjlkzsdiurj, sem ég hef svo sannarlega lsidugfvoxdurj. Takk. Prófið áðan í málvísindum rómanskra mála var afar flókið mál fyrir fræðimenn eins og mig, ég bara reyndi eins og ég nennti, en svo þegar ég nennti ekki lengur fór ég úr prófinu, enda hafði ég skrifað þá allt sem ég vissi og hugsanlega gat á einhvern hátt svarað spurningunum. Svo skokkaði ég á hlaupabretti í íþróttahúsinu og hafði bara nokkuð gaman af því, alla vega gott, og á eftir ætla ég í sund. BRAVÓ!
Sniðugt
...að halda keppni og kalla .is bla bla og voða mikil athygli glans og glamúr og ég veit ekki hvað og hvað, en uppfæra hana svo bara aldrei. Jeminn eini.

sunnudagur, apríl 27, 2003

Málvísindi rómanskra mála...
hljómar það spennandi? mér finnst það reyndar spennandi, en samt ekki akkúrat núna, þar sem ég er ekki alveg sátt við námskeiðið og er að fara í próf í því á miðvikudaginn næsta. Fraulein Tótlchen.is er mætt á bókasafnið í þægilegu fötunum og á táslunum (tók samt með sokka). Nú er ekki um annað að ræða en að taka þetta próf bara í nösina, voilá. Ég er í banastuði sko, alveg klár í lesturinn, en kisi krafðist óvenju mikillar umhyggju og klapps í morgun, svo ég bara varð að kúra smá með henni. Um daginn veiddi hún vettling. jamm, Gríma kom með vettling í soðið fyrir fjölskylduna, dásamleg þessi veiðidýr. Ég er ansi hrædd um að einhver fuglinn muni verða fyrir mjög nánum kynnum við kisu í sumar. Hún er orðin mjög fær í að veiða flugur og borðar þær að sjálfsögðu, sem er mjög gott því að flugur eru fullar af próteini og ekki veitir Grímu af smá vítamínum, hún er að detta í sundur af hor. Í gærkvöldi snæddum við maestro camaro man pizzu á Horninu ásamt Lundúnarbúunum Söndru og Magga. grrrr, alltaf jafngott. Svo skelltum við okkur í kvikmyndahús (sem by the way eru ömurleg af því að það eru alltaf ömurlega langar auglýsingar og hlé sem er alltof langt og byrjar í miðri setningu, en svo hoppa þeir yfir smá tíma... eða sko. úff nú er ég komin í uppnám. 'Eg gruna bíókallinn um að slökkva bara á skjánum í hléinu en að myndin sé enn að rúlla undir, sko það vantar alltaf smá.. Eins og maður sé ekki að borga nóg fyrir þetta). En við sem sagt fórum á The Recruit, og hún var rosalega góð. Ég mæli með henni, alla vega fannst mér hún rosagóð í gær. ok, lærdómur, over and out!

miðvikudagur, apríl 23, 2003

Tapað-fundið
Hefur einhver séð rauða anorakinn minn? Vissuð þið að orðið anorak (+ur að sjálfsögðu í íslensku) er grænlenska en er notað í flestum tungumálum... eða mörgum, svona eins og frönsku og spænsku. Eða mig minnir það alla vega. Um helgina fór ég í túristaleik með Gumma Hlí. Það var mjög gaman, en ég mun skella einhverjum myndum á tjattið við betra tækifæri. Núna er ég upptekin. Mike, amerískur vinur minn kom í heimsókn og við Gvendur hýstum hann og reyndum að sýna honum sem flestar dásemdir landsins á sem skemmstum tíma. Mér fannst við vera farin að hljóma alveg eins og Thule auglýsing. "you know that here in Iceland we have the best..." etc....bla bla bla. Gaman að þessu, jæja, bókasafnið bíður eftir mér...

mánudagur, apríl 21, 2003

Hey...
Er þetta bara mín tölva, eða er líka hægri hluti síðunnar minnar dottinn út hjá ykkur? Linkarnir og það... mér er spurn.

föstudagur, apríl 18, 2003

Gleðilega páska
Gleðilega páska, alle sammen, ég hef eina játningu fyrir ykkur, ég bara verð, þori samt varla. Ég er byrjuð á páskaegginu mínu:/ Málið er sko að bestu vinnuveitendur í heimi gáfu mér (og hinum) páskaegg svo ég var voðalega glöð í vinnunni í gær og ætlaði heldur betur að standast freistinguna fram á páskadag. Kom svo heim og þá kom í ljós að við Gummi fáum sitthvort risapáskaeggið frá elsku foreldrum hans (svona er að vera með einkabarni... mæli með því) Úff púff. Þannig af heilsufarsástæðum tók ég þá skynsamlegu ákvörðun að byrja hið snarasta á Rammagerðaregginu til að verða ekki veik á páskadag. Ég neyddist til þess, en nú er ég að fá samviskubit, bara oggupons samt, ekki nógu mikið til að hætta að borða eggið... múahahahaha:)

föstudagur, apríl 11, 2003

Ingibjörg Ýr er orðin mamma:)))
...en byrjum á byrjuninni, smá rapport:
Dagurinn byrjaði á að ég vaknaði of seint, náði bara að lesa í klst fyrir munnlega frönskuprófið (las náttúrulega líka í gær) sem ég brilleraði ekki í. Eydís MR frönskukennari var prófdómari, gott að sjá vinaleg og kunnugleg andlit, en ég skammaðist mín að vera svona léleg fyrir framan hana. Mér fannst mér sem sagt ganga illa en c'est la vie (sem þýðir einmitt "svona er lífið" á frönsku). Eftir prófið gerði ég einhverja ómerkilega hluti sem tekur ekki að telja upp. Jú, reyndar eitt, Gríma (kisan okkar) sækir bolta...sem sagt eltir og kemur með til manns, en það er eitthvað annað en Myrra (hundurinn okkar) sem hefur aldrei lært að sækja. Ég er hrædd um að Gríma eigi eftir að "sækja" fugla í sumar. Jæja, eftir að hafa leikið við vannærða köttinn minn (hundurinn kemst alltaf í kattarmatinn) fór ég á fyrirlestur í latínu (sem fór fram á ensku) og hver var þar annar en Kolbeinn latínukennari úr MR, ég sem sagt hitti tvo MR kennara. Kolbeinn fær rokkaraprik fyrir að hafa þekkt mig um leið. Í kaffinu sagðist hann vera feginn að hafa ekki fælt alla frá latínunni :/ jæks...ég varð hálf kleinuleg. Mér gekk vægast sagt hræðilega í latínu og lofaði að koma ALDREI nálægt henni aftur ...og hvar er ég í dag? það er eitthvað að mér. well, ég bara brosti mínu blíðasta og fékk samviskubit yfir að hafa kjaftað við Söndru í tímum, og reyndar alla, og skrifast á. Ég var nú samt alls ekki svo slæm, ég samdi þó ekki dónavísur (hömm hömm) og ég hvíslaði held ég bara ef ég hafði eitthvað að segja á annað borð... ég var bara svo helv... léleg í latínu, það var það eina. Jæja, svo fór ég nú bara heim. Ákvað að hringja í Ingibjörgu sem átti að vera löngubúin að eiga og ég ætalði að vera löngubúin að tala við. nei nei, haldiði að hún hafi ekki bara eignast hana Ísabel í nótt!!! Í fyrsta sinn fékk ég svona búbblíbúbbl fiðring í þið vitið stokkana þarna (var samt fljót að jafna mig á því) Gekk sem sagt vel og ég óska henni til hamingju, og ég get ekki beðið eftir að sjá gripinn. Ingibjörg sagði að það væri bara eins og þær hefðu þekkst lengi, ekki bara 9 mánuði þið skiljið. Ég varð alla vega rosalega glöð yfir þessu og langaði að fagna, vissi ekki hvernig samt... svona alein. Ég ákvað að fagna bara með því að leggja mig í hálftíma (sem varð reyndar klukkutími). Í kvöld fór ég svo á Kaffibarinn með stelpunum úr spænskunni og henni Juliu sem er meira að segja spænsk. Muy bien. Hvað næst, ...jú fór til systur að sækja eitthvað dót. Kötturinn þar á bæ er lagður í einelti af ógeðslegum svörtum ketti (ég er ekki rasisti, hún bara er svört). Frosti greyið var úti á palli að spóka sig og viðra í kvöldgolunni þegar Tjara tu**a kom þar að. Hún minnir mann helst á pardus, sem eru reyndar geðveikt flott dýr. Hún er svona vondur pardus og hún réðst á Frosta með tilheyrandi óhljóðum. Við systurnar og Stebbi stukkum út til að bjarga kisa en þau þutu bara út í buskann. Við kláruðum reyndar að horfa á Piparjónkuna á S1 en fórum svo út að leita. Frosti fannst skjálfandi undir garðpalli nágrannans og hafði gert á skottið af hræðslu. Það var ógeðslegt, sérstaklega lyktin. Dagurinn var bara fínn hjá mér fyrir utan munnlega frönskuprófið og Tjöru.
Q.ed -Sönnun lokið

miðvikudagur, apríl 09, 2003

sniff sniff
Þetta fær mig næstum því til að bruna upp á Holtavörðuheiði að leita. Hann er meira að segja fatlaður greyið:( Gleymdi ég ekki að segja hvernig McDonalds og kjötbollurnar voru? sko, McDonalds var bara svona McDonalds með fullt af nýbúum og ég fékk ekki kjötbollur, það var ýmist mexikanskt, ítalskt eða kínverskt þema. merci.

þriðjudagur, apríl 08, 2003

Svíþjóð og próf
Hola chicos y chicas... Þá er stelpan bara lent. Kom í gær heim frá Stokkhólmi en þar var ég á NOM-fundi sem þið vitið ekkert hvað er. Gunna, Pétur og ég skemmtum okkur mjög vel og lærðum að sjálfsögðu margt. Þarna voru samankomnir svona stúdentapólitíknörd eins og við þrjú frá hinum Norðurlöndunum og Eistlandi en sem betur fór er þetta allt á ensku. Reyndar var einn fyrirlestur á sænsku, og þá brostum við bara fallega og reyndum að vera gáfuleg sem var svolítið erfitt þegar maður skilur varla neitt. Þó maður kunni kannski eitthvað í þessum málum þá er það ekki nóg ...mann vantaði sænska orðaforðann yfir ...æj ég man ekki einu sinni hvað því þetta var svo flókið. En fólkið þarna var svaka fínt, en spauglaust þá held ég að við Íslendingarnir höfum verið langskemmtilegust. Alla vega fannst okkur það. Við gáfum þessu liði brennivín því þau eru víst ólm í svoleiðis, ég tók hálft staup bara til að vera rokkari, ég held að danirnir eða einhverjir aðrir útlendingar hljóti að hafa afgreitt bokkuna því ekki komum við nálægt því. Á sunnudeginum fóru allir heim en við Pétur fórum í túristaleik. Þar kom í ljós að við erum ömurlegir túristar, ætluðum aldrei að finna lestina, áttum ekki kort af borginni, og tókum ekki myndir. Dagurinn var samt brill á sinn hátt. Við bara vöfruðum um þessa fallegu borg, gerðum grín að væmnum ljósastaurum og fuglastyttum, kíktum í búðir, skoðuðum leikhúsið og kósuðum okkur á kaffihúsi. Seinasta kvöldið lágum við svo í leti með sitthvorn risanammipokann og fullt af gosi og sáum skandinavíska temptation island í sjónkanum. ÞAÐ VAR ÓGEÐ!!!! hehehe...ókei, nóg um það ég hef svo mikið að gera í skólanum og er búin að vera eitthvað smá "sloj" svo það gengur hægt. Best að fara að læra. ciao

miðvikudagur, apríl 02, 2003

klón spón
Bryndís talar um að hún þyrfti að láta klóna sig, já ég er sammála akkúrat núna. Gaman ef fleiri gætu notið þess að kynnast manni, ahaha, nei grín sprín. Nei sko, ég er að fara til Sverige í fyrramálið á NOM ráðstefnu (norræn stúdentaráð, eða svoleiðis) með honum Pétri mikla eins og hann kallar sig víst sjálfur:) hann er hress og kátur Röskvusnáði og ég held að það verði bara gaman hjá okkur og henni Gunnu sem fer líka (fyrir BÍSN). Við verðum í Stokkhólmi en þangað hefur mig lengi langað. Áður en ég kemst út verð ég þó að gera heljarinnar ósköp sem ég hef frestað of lengi að gera... úff púff, nenni ekki að telja það upp hér. Samt kannski ekkert svo agalega mikið, bara smá mikið. Ég vona að ég komist í tölvur í Svíalandi svo ég geti sagt ykkur hvernig McDonalds er þarna og friggadellurnar. olrætí, hejdaa!