sunnudagur, september 10, 2006

Kvikmyndahátíð

Hver vill koma með mér á Volver? Reyndar margar myndir á IFF sem mig langar að sjá en held að það sé skyldumæting á þessa fyrir fyrrum spænskunemann.

þriðjudagur, september 05, 2006

Steve Irwin

Fyrir rúmlega ári síðan keyrðum við Gummi Hlír upp með austurströnd Ástralíu (eða 1/3 af henni) og heimsóttum þá meðal annars frábæran dýragarð sem heitir Australia Zoo (nálægt Brisbane). Þar heilsuðum við upp á kengúrur, krókódíla, koalabirni og fíla svo eitthvað sé nefnt. Krókódílarnir voru þarna í aðalhlutverki enda eigandi garðsins enginn annar en Steve Irwin (og frú). Og nú er þessi maður sem allir héldu að væri ódauðlegur bara farinn yfir móðuna miklu. Ég skammaðist mín fyrir að hafa gert grín að honum fyrir ekki svo löngu. Maður er svo mikill hræsnari. Gerir grín að einhverjum (góðlátlegt svo sem), svo deyr hann og maður skammast sín. En að öðru, nú er haustið að bresta á og mér er ennþá skítsama um íslenskt veðurfar. Hver hefði trúað því að það yrði svona auðvelt að flytja úr áströlsku sólinni í íslenska suddann. Ég hef greinilega verið komin með rosalega mikinn skólaleiða fyrst ég varð ekkert leið yfir flutningum, mér finnst bara fínt á Fróni, farin að huga að mínu innra sjálfi og svona. Við Sandra byrjuðum í jóga í gær. Þið megið kalla mig tótlu gúrú eftir 3 vikur þegar ég hef lokið byrjendanámskeiðinu:)