fimmtudagur, júní 28, 2007

Kryddpíur!

Ætli nýtt Kryddpíuæði sé í uppsiglingu? Er búin að horfa nokkrum sinnum á Reuters klippuna á mbl.is þar sem þær koma saman í dag til að tilkynna heimsbyggðinni endurkomu sína. Ég bara kemst ekki yfir það hvað Victoria ofpósar alltaf. Þetta er hrikalegt, ahahaha! alveg ógeðslega fyndið reyndar, og skemmtilegast að henni skuli finnast þetta flott. Held að ekkert súpermódel myndi pósa svona svakalega í myndatöku. Ég elska Victoriu. Kjöööööt!

þriðjudagur, júní 26, 2007

Allt í drasli!

Sá byrjunina á "How clean is your house" á Skjá einum áðan og ég neyddist til að skipta um stöð. Mér varð svo flökurt... Gat alveg ímyndað mér lyktina heima hjá gaurnum. Talandi um vonda lykt (sem ég er mjög viðkvæm fyrir þessa dagana) ...ég sá á blogginu hennar Ingu Steinu að það sé bara svita og prumpufýla á Oliver þessa dagana. Er þetta satt? Geta fleiri djammarar staðfest þetta? Ojbarasta!

þriðjudagur, júní 12, 2007

Loðið

Við erum með loðna hefðardömu í pössun hér í nýja kotinu okkar á meðan fjölskyldan hennar skemmtir sér í Stóra Eplinu. Sama hvernig ég þurrka af og ryksuga og þá skilur þessi hálfpersneska dama, Skotta, eftir sig loðna slóð út um allt! Ég elska ketti en þetta er of mikið! og á þessum þremur sólarhringum hefur hún tvisvar næstum náð að stökkva fram af svölum/glugga og við búum á annarri hæð, og tvisvar hefur hún verið nálægt því að kveikja í bossanum sínum því hún vill helst sitja á eldavélinni...en þá kviknar sjálfkrafa á hellunum. Fjúff, ég verð fegin þegar ég skila henni ótjónaðri þó ég eigi að sjálfsögðu eftir að sakna hennar líka. Mjá.

föstudagur, júní 08, 2007

Paris

Eruð þið reið yfir að París hafi verið sleppt eftir þrjá daga í fangelsi? og glöð að það er búið að stinga henni inn aftur? Mér gæti ekki verið meira sama en mér finnst það reyndar alvarlegt ef það er tvöfalt réttarkerfi í BNA. Var líka að spá af hvaða heilsufarsástæðum vistinni var breytt í stofufangelsi. Fékk hún hiksta?

fimmtudagur, júní 07, 2007

Afþreying frh.

Eruð þið búin með bókina og myndina? Þá sting ég upp á perezhilton.com ...og þegar þið eruð komin með of mikið samviskubit yfir að lesa tilgangslaust amerískt slúður lesið þá Flugdrekahlauparann sem er mun gáfulegra og menningarlegra. Ég er að lesa hana núna, en stundum verð ég að leggja hana frá mér þegar ég verð of sorgmædd. Dæs.

sunnudagur, júní 03, 2007

Afþreying

Þið sem vitið ekkert hvað þið eigið af ykkur að gera á svona rigningardögum hafið um tvennt að velja: leigja "Running with Scissors" eða lesa "Leyndardómur Býflugnanna". Ég myndi gera bæði. Hef horft á nokkuð margar myndir undanfarið, og líka lesið margar bækur síðustu vikur þar sem ég hef ekki verið í ástandi til að hoppa um víðan völl og þetta tvennt situr eftir og ekki orð um það meir.