laugardagur, maí 11, 2002

Halló. í dag er laugardagur og það er ákaflega fallegt gluggaveður. Í gærkveldi fór ég í þetta teiti í æðislegu íbúðinni hennar Maríu Mjallar og þar sötraði ég slatta af rauðu víni sem fór vel í kroppinn. Grillaði mér fjórar danskar pYlsur og gaf Bessa tvær. Mæting var nokkuð góð, og það var mjög gaman hjá okkur. Ég var samt svo skynsöm að fara heim fyrir 11, enda mætti ég í vinnuna fyrir 10 í morgun. Þetta hefur ábyggilega endað með einhverri vitleysu. Eftir tæpa tvo sólarhringa verð ég búin í prófum, sem þýðir að það styttist í þetta síðasta sem þýðir að ég þarf að fara að læra... ciao

Engin ummæli: