miðvikudagur, október 30, 2002

Systa og mágur komin heim. Sem betur fer fékk ég ekki nammi, en ekki hafa áhyggjur, pabbi fékk sitt:) en hins vegar fékk ég forláta gallajakka úr Zöru sem ég mun bráðlega vígja, ef ekki bara strax næstu helgi. Mér finnst ég fín í honum:) ...hvað fleira, jú, í dag er mér boðið að vera upp á sviði í Þjóðleikhúsinu ásamt nokkrum öðrum Vökurokkurum því það er verið að æfa nýja leikkonu fyrir Veisluna sem mig hefur einmitt langað svo lengi að sjá. En...það þýðir að ég þyrfti að skrópa í latínu og mér finnst gaman í latínu og vil helst ekki gera honum Sigurði (kennara) það. Honum er samt sennilega sama hvort ég mæti eða ekki, en mér er ekki sama. Óneitanlega erfiðasta ákvörðun dagsins í dag; mæta í latínu vs. borða súpu upp á sviði í Veislu! hvað finnst ykkur? ég er að bugast hérna. jæja ég held að hungrið fari að draga mig niður í bakarí...garnagaul!

Engin ummæli: