miðvikudagur, febrúar 26, 2003

Vitleysan hefst
Munið að kjósa þið sem eruð í háskólanum, ég trúi ekki að það sé loksins komið að þessu, úff púff. Hlakka til á morgun, vil bara fá þetta á hreint. Og sæti kærastinn minn er búinn að bjóða mér á árshátíðina sína á föstudaginn:) Hún verður haldin á Selfossi. Mamma og pabbi, stundum kölluð Elva og Birgir eru á Ítalíu að skíða um fallegar brekkur og tralala, og Anna Björk og Birgir Steinn líka. Huhuhu, maður getur ekki gert allt. Þau koma heim á laugardaginn, og ég ætla að sækja þau, kaffibrún og fín. Dóhhhh!

laugardagur, febrúar 22, 2003

"Líf mitt með Vöku" ...ævisaga ungrar konu í framboði
...einnig fáanleg á hljóðbókarformi innan skamms. Nei ég segi svona, veit ekki af hverju mér datt þetta í hug, kannski af því að mér finnst alltaf svo asnalegt þegar ungt fólk gefur út ævisögu sína. Kannski líka af því að mér finnst líf mitt snúast mikið um hagsmunabaráttu stúdenta þessa dagana, sem er mjög gott mál. Margir spyrja mig hvernig í ósköpunum ég nenni þessu, en ég skil ekki hvernig er ekki hægt að ekki nenna þessu, eða ekki, eða öfugt, þið skiljið. Hvernig er hægt að kvarta yfir hinu og þessu en gera ekkert í því? Nú það er alltaf hægt að kjósa rétt, og treysta rétta fólkinu til að taka málin í sínar hendur. Þetta fer að verða manni svo mikið hjartansmál að það að hrópa stefnuskrána oní leiðinlega indverska lagið á Astró á föstudagskvöldi fyrir áhugasama er bara alveg sjálfsagt. Ég er kannski ekkert mikið að þylja hana svo sem, en jú, stúdentar láta sig málin varða svona þegar líður að kosningum og stoppa mann á förnum vegi með skemmtilegar spurningar í pokahorninu, og það er í raun svakalega gaman og dýrmætt. Við sem ætlum að ná meiri árangri í hagsmunabaráttu stúdenta verðum náttúrulega að heyra frá nemendum sjálfum hvað þeim finnst um hitt og þetta. Mig er farið að dreyma lykilkortakerfi, próf.is og hljóðbókarsjóð. Svo rekst maður á tjáningar fólks sem hefur séð okkur í stofugangi á bloggferðalögum sínum:) Ungur maður að nafni Gunni Palli er einn þeirra, hehehe, gaman að lesa þetta. Athyglisvert að stundum nefnir fólk sama hlutinn ýmist sem kost eða löst, hlutlaust dæmi myndi hljóða svo:
Nonni; frábært hvað þessi peysa er gul, ég elska svona líflega og fallega liti!
Manni; alveg hrikalegt hvað þessi peysa er gul, maður fær bara ofbirtu í augun.
Nei, ég mun seint fá Pulitzer verðlaun fyrir þennan pistil, hvað þá þetta litla dæmi, datt ekkert annað í hug:/ Önnur manneskja sem tjáði sig um stofuganginn er hún Katrín litla badmintonstelpa, hún æfði einmitt með Slaugu slím í den. Ég tók nú ekki eftir Katrínu fyrr en undir lokin, sá hana ekki því það var strákur fyrir henni. Ég var nú hissa að sjá að hún heyrði orð eins og námslán og lesblindir því hún var að gera eitthvað allt annað en að hlusta allan tímann:) Hún hefur samt hlustað smá, stundum er ég alveg að sofna í tímum en samt virðist eitthvað fara inn. Eitthvað smá... pínku pons.

föstudagur, febrúar 21, 2003

Sei sei já, svei mér þá...
&lksd !&%.... argggg, ég er svo með þetta "sei sei já svei mér þá" lag á heilanum að ég segi ekki annað né skrifa, nema ég sé þá að tala um stúdentapólitík eða spila kana við frambjóðendur. gaman, ég skemmtilega! Í morgun var ég alveg "jeeee" þegar ég sá snjókomuna en svo fór að rigna og núna er veðrið ömurlegt í einu orði sagt, og ég er full af kvefi, sem er ekki gott. Gríma, kisan mín (sem nú hefur fengið viðurnefnið "kúkakisa") er nú ekki alltaf jafn sniðug. Í gær varð smá slys, ég mæli allavega með Visskas, enn ekki Pússí, því allt bendir til að Gríma eigi í vandræðum með hægðirnar borði hún of mikið af Pússí-kattarmat. Ef einhverjum finnst þetta ógeðslegt þá er honum frjálst að hætta lestrinum núna, en allavega, þá var þetta frekar mikið í fljótandi formi og svo mokaði hún sandinum svo vel yfir að hún spólaði honum (með öllu tilheyrandi) upp á vegginn fyrir aftan. Úbbosí, slysin gera ekki boð á undan sér. Svo hafði hún trítlað upp í rúm til að kósa sig, og til að gera langa sögu stutta, þá þurfti ég að þrífa vegginn á meðan Gummi skipti um á rúminu. Þetta var klukkan 1 í nótt, mikill hressleiki þá með Grímu. Annars er hún alltaf góð og hrein. Helgi, Vökupartí á astró í kvöld með fríum veigum í fljótandi formi, æi nei. Ég ætla ekki að minnast meira á "fljótandi form" í dag:)

miðvikudagur, febrúar 19, 2003

Útvarp Latibær
þessi útvarpsstöð ...kennd við bæ kenndan við leti er snilldin ein. Manni líður svo vel og verður svo saklaus (sem ég var nú fyrir) við að hlusta á stöðina, ég mæli með henni í dag. Annars hef ég ekkert bloggað um skeið, það er ekki af því að ég sé bissí krissí í kosningastússi og stofugangsstússi, nei nei nei, ég er bara kúl og ákvað að dissa Tótlutjattið í nokkra daga. jæja, x-a:)

föstudagur, febrúar 14, 2003

Gleðilegan föstudag
Ég hef það á tilfinningunni að þetta verði góður dagur í meira lagi. Vaknaði í morgun, viss um að þessi dagur yrði eitthvað sérlega góður dagur, hmmm. Eins og svo margir dagar byrjaði þessi með biomjólk (með perum) og tölvurápi, sem er ekkert nýtt, en svo er ég á leiðinni í stofugang:) Hvað svo? ég er að hugsa um að leita einhverjar vinkonur uppi um miðjan daginn og seinnipartinn kíkir maður svo til múttu og kósar sig smá, kannski ég gerist grúppía í vísindaferð, hvernig ætli vísindaferðir hjá t.d. mannfræðinemum séu? Nei annars, ég hef eiginlega ekki hugmynd hvað ég geri, hver veit nema ég kíki upp í Vökuheimili og fari svo bara heim að leggja mig:) Mig vantar samt tónlist, strax! helst Sting...

fimmtudagur, febrúar 13, 2003

híhíhí
Katrín.is segir að Vaka vinni þetta á fyrstu fimm sætunum:) hehehe. Mér finnst nú heildin alveg mjög góð hjá okkur sko. Annars þá er það að frétta að það er mikið að gera þessa dagana í öllu, en ég held að febrúar sé einmitt þannig hjá öllum, ekki satt? Árshátíðir, þorrablót, verkefnavinna og próf, og nú kosningar fyrir þá sem taka þátt í því. En smá könnun, er fólk almennt að halda eitthvað upp á Valentínusardaginn eða eru bara blómabændur einir að flippa? tell me tell me tell me once, tell me twice....

sunnudagur, febrúar 09, 2003

Af bílum,kisum og öðru skemmtilegu
Helgin er senn á enda, tralala, voðalega líður þetta allt saman hratt. Frétti af íbúðarkaupum Ásdísar og Guðna, til hamingju með það elskurnar. Guðni þarf þá eftir allt saman ekki að búa nálægt KR vellinum né bera Ásdísi yfir þröskuldin heima hjá tengdó eins og þau voru orðin hrædd um. Stelpur, eru ekki einhverjar hugmyndir kviknaðar um hvernig á að gæsa dömuna svo?

Á föstudaginn fór ég aðeins með Gumma í Bílanaust sem var skemmtileg upplifun, hann var svona eins og ég að skoða glingurbúð eða fallegri gjafavöruverslun, þuklaði á einhverjum, töppum sem ég man ekki hvað heita og skil þaðan af síður til hvers þeir eru, en ég man að þeir voru 1 1/2 tomma, eða var það ekki annars, og hann horfði með svona radaraugum yfir búðina, mér fannst eins hann næði að skanna mikið. Ég blés tyggjókúlur og lagaði taglið á meðan. Því næst var haldið í Zöru, þar hljóp ég um og "skannaði" góssið á sama hátt á meðan Gummi vafraði um með hendur í vösum, sorgarsvip á andlitinu og leitaði að sæti til að setjast í.

Í gær passaði ég Birgi Stein og við fórum í bíó á "I spy" sem var bara ágæt. Fyndnast var samt að við fórum með Frosta, kisann hans Birgis í heimsókn heim og höfðu þau Gríma þá ekki hist í langan tíma. Þau slógust mikið en Gríma var óumdeilanlega mikið sterkari:) Eitthvað virðist hún þó hafa ruglast í ríminu því áðan kom Gummi úr bílskúrnum með kassa í hendinni og sagði "Þórhildur, ég hef köttinn þinn grunaðan um að hafa skitið í sandblásturssandinn minn!" úbbs, hann er nefnilega að gera upp bílinn sinn eins og þið getið lesið um á síðunni hans og þessi sandur er geðveikt fínn og örugglega gott að kúka í hann. Ég reyndi að taka á mig sökina, en ég held að hann hafi ekki trúað mér:(

föstudagur, febrúar 07, 2003

Sei sei...og fleira til
Í gær fór ég á alþjóðakvöld í Stúdentakjallaranum og það var svo gaman, nei meira svona svooooo gaman. Þau eru alltaf í stuði útlendingarnir, því ég held svei mér þá að það sé helst einmitt þarna, á alþjóðakvöldunum fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði sem það myndast almennileg háskólastemning hér á landi. Jú, nýnemavikan, stúdentadagurinn og og menningardagarnir voru náttúrulega frábærir og þá var góð stemning, en það vantar svo hérna þessa afslöppuðu háskólastemningu sem ég fékk aðeins að kynnast í Salamanca forðum daga. Það að fara út (og ekki hafa sig eitthvað sérstaklega til fyrir það) á fimmtudagskvöldum, fá sér bjór eða kaffi á kaffihúsum og tralla saman. Ég sem sagt kom heim í miklu nostalgíukasti í gær.
Eins og sennilega allir hafa tekið eftir þá hef ég ekki farið í klippingu svo mánuðum skiptir en nú verður breyting þar á, ég hef ákveðið að láta undan miklum þrýstingi og láta skerða hár mitt í fyrramálið, spennandi að sjá hvað hann Svavar minn vill gera við mig. Að öllum líkindum verð ég gjörsamlega óþekkjanleg um hádegi á morgun, jú ég er vön að gera eitthvað róttækt þegar ég fer í klippingu. Kannski ég þurfi bara að skipta um mynd af mér hér á síðunni. góða helgi!

miðvikudagur, febrúar 05, 2003

grtzzzz
hvar væri maður á degi sem þessum án Belle and Sebastian, eða annarra fagurra tóna?
Stella
Þið sem eruð í HÍ hafið kannski jafnvel frétt af því að ég er í framboði, eins og hún Stella. Tótla í framboði:) Svo ætla ég í orlof, en allavega þá breytir það ekki vþí að úti er ömurlegt veður, ég vil bara venjulegan snjó, sem er svo sem til staðar akkúrat þegar ég skrifa þessi orð en ekki svona snjó sem kemur og svíkur mann svo, fer bara um leið. Mig langar á skíði og það strax! hmmm, frönskupróf á morgun, je ne sais rien og tími til kominn að fara á bókasafnið til að sökkva sér í hressandi málfræði.