sunnudagur, maí 12, 2002

Gott kvöld. Ég fékk þær ánægjulegu fréttir áðan að ég er greinilega ekki sú eina sem skoðar það sem ég skrifa... Hún Björk var svo vinaleg að hvetja fólk til að skoða mína síðu á síðunni sinni:) Takk Björk! og þess vegna álpaðist hún Ásdís Björnsdóttir, tilvonandi prestsfrú á Rassgatsstöðum inn á Tótlutjattið, "HÆ ÁSDÍS" thíhíhí. Ég fer í seinasta prófið mitt á morgun, og gerði tilraun til að læra með nokkrum spænskumælandi skvísum áðan, þeim Hildi Eddu, Beggu, Sigrúnu Ey. og Sigrúnu Lóu en þetta endaði bara með flissi og strákasögum eins og við mátti búast af fimm ungmeyjum sem nenna ekki að tala um literatura espanjóla... bahhh... Ég vil samt ekki fara nánar út í umræðuefnið... Ókei, en nú hef ég ekkert fleira að segja, bless og takk ekkert snakk

Engin ummæli: