föstudagur, janúar 31, 2003

Hallærisleg
æææ tók svona próf á netinu og mér finnst útkoman frekar asnaleg í ljósi þess að ég er spænskunemi. Það skal tekið fram að ég reyndi ekki að haga svörum svo að þetta kæmi út, ég var eiginlega að vona að ég væri Skoti, eða kannski Pólverji eða eitthvað frumlegt, ég ætla að reyna aftur og svara aðeins öðruvísi:)

You are Spanish
You are a Spaniard.

What's your Inner European?
brought to you by Quizilla
ok, tók svona test aftur og þá var ég Parísarbúi, læt myndina samt eiga sig:)

fimmtudagur, janúar 30, 2003

allir dansa salsa....
ok ok, allir að mæta á salsakvöld Vöku í kvöld á Astró til að dilla rössum og mjöðmum... swiiiing. Og svo er listakynning Vöku á Sportkaffi annað kvöld og þar mun ég troða upp, þið sem hafið ekki séð mig taka Mary Poppins atriðið mitt verðið að mæta, sjón er sögu ríkari.

þriðjudagur, janúar 28, 2003

Þriðjudagar...
...eru ekki í miklu uppáhaldi hjá mér. Sérstaklega ekki þessi þriðjudagur í dag. Hann byrjaði með hressandi "spænskri málfræði fyrir lengra komna" um 10 í morgun. Stofan er eins og fangelsisklefi og ég skil ekki neitt í neinu, finnst eins og ég hafi aldrei lært spænsku en mér til huggunar þá líður hinum eins. Það var ógisla kalt í stofunni sem og öðrum herbergjum skólans ef kvennasalernið niðri í Aðalbyggingu er undanskilið en þar var kúkafýla! Í hádeginu las ég um kaffihúsamenningu Fransmanna í frönsku fyrir byrjendur II og til þrjú las ég svo Virgil með latínubekknum mínum. Ég held ég hafi jafnvel verið betur með á nótunum þar en í málfræðinni í morgun. Það gera þrjú tungumál í dag, og það kom ekki skapinu í lag. Ég er samt í fínu skapi, er að fara að trítla mér á Þjóðarbókhlöðuna að stúdera sérhljóðana fimm fræknu í spænsku. Að þeim stúderuðum langar mig heim að knúsa konuketttlinginn minn, hana Grímu:) en það verður sennilega ekki fyrr en seint og um síðir.

mánudagur, janúar 27, 2003

Kosningar
Það styttist í kosningarnar, já bæði kosningarnar í vor en mikilvægara... Kosningarnar í háskólanum. Það styttist í það minnsta meira í þær svo ég mun ekki röfla um hitt dótaríið sem er ekki fyrr en í maí. Í tilefni þeirra er stemmari smá saman að síast í mannskapinn, tilhlökkunin trítlar um kroppinn, en það verður sko nóg að gera. Þeir sem hafa áhuga á að vita eitthvað um Vöku eða eru forvitnir um Vökustarf vinsamlegast hafi bara samband við mig. Annars er það að frétta að í dag á ég að halda fyrirlestur sem gildir 50% í málvísindum rómanskra mála, en úbbosí, bókin sem átti að vera aðalheimildin fannst barasta ekki á Hlöðunni, svo ég neita að halda fyrirlestur. Og ef kennarinn segir eiithvað við því segí ég bara "VETO" sem ætti að virka vel í þessum kúrs (þeir sem vita eitthvað smá um sögu Rómaveldis skilja, þetta þýðir "ég neita" á latínu, hentugt fyrir þá sem hafa neitunarvald). Ég er eiginlega alveg viss um að Grímur sé "kona" eins og ágætur Guðjón vinur minn kallar læður, því að í gær var "hann" að kúra hjá mér og slysaðist til að liggja á bakinu. Mér sýndist ég sjá annað gat.

miðvikudagur, janúar 22, 2003

Leitin að pungnum
Í gær þegar ég hljóp á milli bygginga á háskólasvæðinu til að forðast það að missa nefið í þessum gaddi hitti ég yngismey Ásdísi en þess má geta að hún er fróð um ketti. Hún á köttinn Láka og því tek ég smá mark á ráðleggingum hennar um ketti en um leið og konan óskaði mér til lukku með Grím spurði hún hvort hann væri ekki bara læða þar sem hann er þrílitur. Þá er það víst eitthvað málið hafði hún heyrt, en hafði þó ekki fyrir því öruggar heimildir. Þegar heim kom reyndi ég að fá Gumma til að leita að pungnum (æji, mér finnst eitthvað ljótt að tala um pung á litla sæta kisanum mínum, nú jæja) á Grímsa, en hann sagði að ég gæti bara sjálf fundið hann. Svo fór ég að gá, og vissi nú ekki alveg HVAR ég ætti að leita. Liggur í augum uppi að hann er einhvers staðar þarna undir, ekki hjá eyrunum eða svoleiðis. Ég er samt ekki viss, ég rétt náði að gá þarna rétt hjá rassinum og fannst grilla í einhvern hnoðra sem gæti vel verið pungur. Þetta var svona eins og lítill loðinn hóll, en kannski var þeta bara þykkildi eða hárflóki. Getur einhver hjálpað mér? Þangað til annað kemur í ljós er Grímur strákur.
Getnaðarvörn
Grímur er ekki bara sætur, skemmtilegur og fjörugur, nei hann er líka lifandi getnaðarvörn og honum fylgir ekki depurð, skapsveiflur né bólur. Honum finnst nefnilega best að kúra á milli:) Ekki mikið dodo á Vatnsendanum þessa dagana, hehehe. Reyndar kúrir hann lítið svona þegar okkur hentar. Hann leggur sig seinnipartinn en þegar við ætlum að fara að sofa vill hann slást og heldur Gummi Hlír því fram að ég setji amfetamín í matinn hans. Jæja, nóg um köttinn minn í bili, mjá.

mánudagur, janúar 20, 2003

Frosti og Grímur í gúddí fíling
Steingrímur Tótluson
Jæja þá hefur litli kisinn minn fengið nafn, hann heitir Grímur en þegar ég skamma hann er hentugt að nota Steingrímur sem er í höfuðið á brósa mínum og pabbi heitir Birgir Steingrímur. Þeir geta þá alla vega ekki kvartað ef ég eignast síðar son og skíri hann Hafliða eða eitthvað. Í kvöld fórum við Grímur í smá bíltúr til systur minnar og Frosta (bróður Gríms). Reyndar ætluðum við Grímur á Vökufund en ég komst ekki því bílinn varð rafmagnslaus. Í staðinn fengu þeir bræður, Frosti og Grímur að slást og leika í allt kvöld. Nú eru þeir úrvinda og sofa vært eins og sést á þessari mynd. Frosti er þessi grái og hvíti sem liggur svo makindalega ofan á Grímsa mínum sem er svartur, hvítur og gulur. Minnir meira á bróderaðan púða undir Frosta þarna:)

föstudagur, janúar 17, 2003

Mjá mjá mjá....
God dag, Áslaug Ósk, hér eftir kölluð Áslaug Tönn gerði athugasemd í gestabókinni minni um að ég hefði mátt sleppa sögunni með tönnina, sko nei nei, Áslaug, þetta var svo fyndið að ég sleppi ekki svona sögu, langar mikið að finna myndina sem ég á frá þessu:) hvernig líst þér á það heillin?

Í fyrradag eignaðist Anna Björk stóra sys og samt aðallega Birgir Steinn sonur hennar lítinn kettling sem ber nú hið virðulega nafn Frosti. Hann er algjör krúsídúlla og þegar ég sá hann langði mig líka í einn Frosta. Hringdi í "hina mömmu og pabba" í Vatnsendanum. Þeim leist vel á að bæta kött á heimilið en fyrir eiga þau marga hesta, einn hund og einn Gumma. Anna Sigga sagði meira að segja að ég mætti binda kálf í garðinum því þeir eru svo sætir. En Tótlu langaði ekki í belju! Ég hélt að kisi væri minn en þá kom smá babb í bátinn (hvað er þetta "babb"?). Gummi Hlír vildi ekki kött! Ég fór næstum því að skæla því að í huganum var ég búin að gefa honum nafn, ákveða hvað sandurinn hans yrði, hvar hann ætti að sofa o.s.frv. Svo voru málin rædd og í ljós kom að stráksi var einn á móti þremur (ef frá er talin Myrra, voffinn). Til að gera langa sögu bara pínu styttri þá sótti ég kisa í gær og hann var rosalega glaður að sjá mig. Hann er krúttlegasti og sætasti kisi í heimi og geimi (hmm, geimkisar, eru þeir til?) og áður en ég verð mikið væmnari þá vil ég bara lofa að setja mynd af honum og Frosta sem er líka sætastur í heimi hér á tjattið svo ég þurfi ekki að dást meira að þeim hér. Kisinn minn er líka klár og kassavanur, hann hélt bara í sér í nótt því hann mundi greinilega ekki hvar sandurinn var, þegar hann loksins var leiddur þangað inn af fóstru sinni kom í ljós að hann var með niðurgang. Samt hélt hann í sér (Frosti stígur alltaf oní skítinn sinn, kúkalabbi) og var góður. Áður en við fórum að sofa lögðum við hann á sinn stað en 2 mínútum síðar klifraði hann upp gaflinn og hlammaði sér, ef maður getur sagt "hlamma" um svona pínulítið kríli, á koddana milli mín og Gumma. En ekki lengi því hann fór hinum megin við Gumma, (þar sem ég ligg ekki:(...) og kúrði þar í hálsakotinu hjá honum. Ég var pínu abbó fyrst en ég veit samt hvað það er gott að kúra í hálsakotinu á Gumma, svo ég sagði ekkert. Svo þorði hvorugt okkar að hreyfa sig af hræðslu um að kremja krílið. Ég svaf vel í nótt en Gummi vaknaði nokkrum sinnum við að kisi var að klóra hann eða bara skipta um stellingu. En ég held að litli sé búinn að ná tökum á Gumma sem vildi ekki kött. Hver myndi svo sem ekki bráðna í návist svona lítils kisa? og hann sem mjálmar og allt!...

fimmtudagur, janúar 16, 2003

Rækjur til sölu, kosta eina tölu
Vestfirsk úthafsrækja (ein, rosalega stór) til sölu, 2.5 kg poki á 2400 krónur. Tilvalið á ristað brauð, í kokteilinn, oní tartalettur, í hlaup, og þar fram eftir götunum.
En enn bætast vinir mínir í heimasíðubrjálæðið. Áslaug Ósk, og Óskar tilvonandi eiginmaður hennar eignuðust hana Þuríði Örnu í maí (en hún hét ekkert akkúrat þá). Þuríður Arna er næg ástæða til að kíkja á þessa síðu þó maður viti ekkert hver þessi Áslaug er, nú og hvað þá Óskar. Nei djók. Við Slauga kynntumst i den þegar hún bjó á móti Önnu Björk stóru systur, mamma hennar passaði meira að segja Birgi Stein, OG við unnum saman á Ávaxtalagernum í Hagkaup, those were the days my friend. Þá var ég 15 en hún 18, og við urðum strax svo góðar vinkonur. Það kom að því að Tótla varð 17 og fékk bílpróf, og ekki enn byrjuð að drekka alkóhól. Áslaug var reynd í bransanum, orðin 20 ára og gat notið góðs af bindindi mínu lengi. Mörg ár í röð keyrði ég skíthrædd á annan í jólum á Selfoss til að fara á jólaball með Sálinni... Áslaug var þá venjulega syngjandi "og heltu í glasið aftur..." í farþegasætinu. Einu sinni notaði hún bjórflöskuna sem míkrafón og var að syngja þetta þegar ég keyrði í holu á brúni á Selfossi. Bjórflaskan skall á framtennur Áslaugar og brotnaði ein þeirra. Agalegt, sérstaklega þar sem við vorum á leið Á ballið... hefði verið skárra ef við hefðum bara verið á heimleið. Að lokum mæli ég með smá rugli. Hvað er málið? Ég vildi samt óska að ég væri jafnkynþokkafull og gæti sungið sexy eins og Leoncie...sexy loverboy...

miðvikudagur, janúar 15, 2003

Bloggurum fjölgar
Til að byrja með vil ég óska yfirvarðhundinum til hamingju með nýja fína bloggið sitt. Kristín, velkomin í bloggaramannatölu. Nú er mikil pressa á að Sigga Sól fylgi í kjölfarið, því þá væru allir strumparnir, Clueless dömur komnar með svona blogg. Þetta er óneitanlega móðins í dag. Ég stend sjálfa mig að því að hugsa; "tja, langt síðan ég hef heyrt í Bryndísi, hvað ætli hún sé að bralla?? Best að kíkja á bloggið hennar" og í stað þess að hringja í Biddu Blue og veiða upp úr henni sögur um nýja kærastann og svoleiðis þá bara njósna ég netleiðis. Og ég veit bara ekkert hvað er að gerast í lífi þeirra sem ekki sjá sér fært að blogga. Ég er ömurleg. ÖMURLEG. Þetta verður að breytast. Þangað til bið ég alla um að heimsækja Hilly Billy netleiðis, en hún er í Madrid og heldur að öllum sé sama um sig. Hildur Edda, við elskum þig (alla vega ég)!

þriðjudagur, janúar 14, 2003

Uppskrift
Var alveg búin að gleyma því að hún Inga Steinunn bað mig um uppskriftina að brauðréttinum. Sko bara þekja botn á eldföstumóti (eða svoleiðis dóti) með franskbrauði (þó ekki með sultu), skera niðir eitt skinkubréf, papriku og ferska sveppi og strá yfir brauðið, bræða svo tvo camenbert osta með einum pela af rjóma í pottinum, hella því svo yfir allt heila klabbið. Að lokum er gott að strá rifnum ost yfir herlegheitin. Skella þessu svo í ofnin, man ekki hve heitan eða hve lengi, segjum bara 20 mínútur í hmmm....heitum ofni. Þú finnur útúr því. bon apétit!

mánudagur, janúar 13, 2003

Sjúbbídúbbídú
dabbadibbídú, ég er í svo góðu skapi, tamm tamm tralalala... átti rokna stuðhelgi með Clueless skutlum í sumarbústað. Trúnó í pottinum, vídjógláp, át, gönguferðir, spil, át, stripp... og allt tilheyrandi. Púff, svona á þetta að vera. En nú er ég mætt á malbikið á ný og veruleikinn er tekinn við. Fór í bíó í gær á The transporter. Hasarmynd þið skiljið, fín afþreying með hrikalega myndarlegum leikara í aðalhlutverki, hann átti geðveikt hús á frönsku Ríverunni, geðveikan bíl, og alles. Hann er ekki lengur á lausu, alla vega ekki í myndinni. Á móti honum lék kona, asísk, sæt, en rosalega léleg og með svakalegan hreim, hún var það léleg í ensku til dæmis að hún gat engan veginn hljómað sannfærandi, en ég geri mér ekki grein fyrir hvort hún hafi verið betri á þeim köflum sem hún talaði kínversku eða hvað það var.Í hóp bloggara hefur bæst ein að mínum uppáhaldsmanneskjum, þó þið séuð öll sérstök í mínum huga. Hin sæta, brosmilda og nýtrúlofaða Erla er farin að blogga. Erla hefur sennilega ekkert betra að gera á kvöldin á Laugavatni en að blogga, en þar spriklar hún ásamt öðrum orkuboltum í Íþróttakennaraháskólanum. Jæja, nú styttist í fyrstu kennslustundina mína á þessari önn, voilá franska!

föstudagur, janúar 03, 2003

Guantanamera, Guajira Guantanamera...
Yo soy un hombre sincero, de donde crecen las palmas ...af hverju fæ ég þetta asnalega lag alltaf á heilann?, svona einu sinni í mánuði, jafnvel oftar og stendur það þá yfir í nokkra daga. Ég er samt þakklát á að vera hætt að fá "gracias a la vida" á heilann, sem við í 6.A sungum svo "Gracias a la Iðunn, que me ha dado tanto..." í gervi þýskrar lúðrasveitar á dimmisjón, þeir skilja þetta sem skilja þetta, eða þannig sko.

Gleðilegt ár, ég átti ánægjuleg áramót í faðmi fjölskyldunnar, og svo í faðmi Gumma. Árleg issjú er náttúrulega "já og hvernig fannst þér skaupið?" ég myndi ekki vilja vera sá sem gerir skaupið. Einu sinni á ári sameinast þjóðin fyrir framan sjónvörpin, tilbúin að rífa í sig Skaupverja ef illa tekst til, eða lofa þá í hástert ef það lukkast sæmilega. Mér fannst flest vel gert, kannski óþarfi að taka Árna Johnsen aftur fyrir þó hann hafi sloppið betur í ár en í fyrra. Skólinn byrjar ekki fyrr en eftir rúma viku hjá mér, þangað til ætla ég að njóta frísins. Búin að bjóða nokkurm skutlum í kaffiboð á morgun, sumar eru bloggverjar, t.d Bryndís, Þórey, Inga og Herdís. Vona ég sé ekki að gleyma neinum. Á sunnudag ætla ég svo í kaffiboð til Stínu Voff Voff í Mosó. Hún kemur sjaldan til byggða svo við borgardætur þurfum víst að sækja hana heim. Það var allt og sumt. Ble me...................