þriðjudagur, desember 17, 2002

Staður: VRII háskólasvæðinu
Stund: Seint um kvöld, að nálgast miðnætti
Púsli púsl, ég er að reyna að gera ritgerðina. Með fullt af hugmyndum en gengur illa að setja þær á blað, þess vegna er ég að tjatta við Söru betur þekkt sem "Hinir", á msn. Var að muna að ég á líka eftir að skila einhverju latínuverkefni, ekki segja þeim sem eru með mér í latínu, því þá verða þau fúl. Kennarinn skilar ekki einkunnum fyrr en allir hafa skilað verkefni. Og honum er alveg sama hvenær við skilum, svo lengi sem það gerist fyrir 6.jan held ég. Ég stefni á að fá mér rauðvínssopa og setjast niður í kósí fíling með fröken Latínu við fyrsta tækifæri. Hún er góð stúlka.
Góðar stundir.

Engin ummæli: