Ég er alltaf að lenda í því að bloggin mín hverfa eins og dögg fyrir sólu. Ætla samt að prófa enn einu sinni. Jæja, hvar á ég að byrja?
a)Íbúðin: ég hef stritað dag og nótt við að koma íbúðinni okkar í stand. Búin að brjóta niður, hlaða og múra veggi, spartla, rífa gólfdúk og veggfóður, flota gólfin, tengja ofna, draga í rafmagnið og svona mætti lengi telja. Gummi kemur annað slagið þegar hann nennir og færrir mér kleinu og trópí, hvetur mig til dáða, fer útmeð ruslið og jafnvel sópar yfir gólfið þegar vel liggur á honum.
Fjölskyldan: allt gott að frétta af henni, búin að segja hvað Gummi er að gera (sópa gólf og kaupa trópí), mamma og pabbi eru jafnhress og alltaf en helst er það að frétta að fjölskyldan stækkaði nýlega þar sem Don Ólafur bróðir minn eignaðist son í lok nóvember. Don Junior verður skírður næstu helgi og fer athöfnin fram í Corleone.
Félagslífið: hef verið nokkuð dugleg að hitta vini mína undanfarið og er það vel. Hef líka verið dugleg að stunda kvikmyndahúsin og sá síðast "Little miss Sunshine" sem fær hjá mér 6 stjörnur af 5 mögulegum. Mér varð flökurt og fékk brjóstsviða af hlátri!!! Vissi ekki að það væri hægt. Um daginn leigði ég líka spólu. The Lakehouse. Ekki orð um það meir, laaaaaangdreeeegnaaaastaaaa mynd sem ég hef séð leeeeengi.
sunnudagur, janúar 21, 2007
fimmtudagur, janúar 04, 2007
miðvikudagur, janúar 03, 2007
mánudagur, janúar 01, 2007
tadaaaaa
Gleðilegt ár honnís. Ég finn það á mér að tjáningarþörf mín er öll að færast aftur í aukanna eftir annars mjög svo þögult haust svona blogglega séð og ætla bara því að henda fram hér einu stuttu bloggi. Mig langar að byrja á því að tjá mig um áramótaskaupið en ég veit samt varla hvort ég þori því, þetta er svo viðkvæmt mál. Rétt eins og pólitík og trúmál. OK, hvar á ég að byrja? Hló einhver? hmmm, ég gafst reyndar upp og fór að gera eitthvað annað (borða snakk eða pissa eða eitthvað) en ég hef ákveðið að gefa skaupinu annan séns og ætla að horfa aftur á það síðar. Að sjálfsögðu fá Skaupverjar þó smá hrós fyrir að þora að breyta til en ég bara veit ekki hvort Skaupið eigi endilega að breytast. Mér finnst það þurfa að höfða til eldra fólks og ég efast um að gamla fólkið okkar hafi endilega hlegið mikið að svona þurrum íslenskum "Fóstbræðra"-húmor. Mér fannst Magnafjölskyldan mjög fyndin, og Nylon og líka krakkarnir sem tóku Magnapillurnar svo þó gætu vakað til að kjósa Magna. Og eitthvað fleira svo sem, þarf að skoða þetta betur. Jæja ég er að horfa á Bubbi byggir með öðru og má ekki vera að þessu bloggi. Étið ekki yfir ykkur!
miðvikudagur, nóvember 08, 2006
þriðjudagur, nóvember 07, 2006
Þuríður Arna
Lesið eftirfarandi, en Þuríður Arna er dóttir Áslaugar vinkonu. Ég kemst því miður ekki sjálf á þessa tónleika þar sem ég verð ekki í bænum en ætla að leggja inn á reikninginn og minni á hann! Hann er: 1151-15-200200 kt, 200502-2130.
Þuríður Arna greindist með illvíga flogaveiki í október 2004 og í kjölfarið fundust æxli í höfði hennar sem á þeim tíma voru greind góðkynja.Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að vinna bug á meini hennar og nú er svo komið að æxlið er skilgreint sem illkynja og útlit fyrir að frekari meðferðarúræði séu ekki fyrir hendi. Nú ætlum við að leggjast á eitt og sagna fjármunum til að hún og foreldrar hennar geti átt góðar stundir saman.
Tónleikar Til styrktar og heiðurs Þuríði Örnu Óskarsdóttur í Bústaðarkirkju Miðvikudaginn 8. nóvember kl 20.
Fram koma Stebbi og Eyfi, Regína Ósk, Garðar Örn Hinriksson, Signý Sæmundsdóttir, Jóhann Friðgeir, Hanna Þóra og Ólöf Inga Guðbrandsdætur.
Ásamt Guðmundi Sigurðssyni, Vilhelmínu Ólafsdóttur, Matthíasi Baldurssyni og Guðmundi S Sveinssyni
Kynnir verður Anna Björk Birgisdóttir
Aðgangseyrir 2000 kr Allt fé sem safnast á tónleikunum rennur óskert til Þuríðar Örnu og fjölskyldu hennar.
Þuríður Arna greindist með illvíga flogaveiki í október 2004 og í kjölfarið fundust æxli í höfði hennar sem á þeim tíma voru greind góðkynja.Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að vinna bug á meini hennar og nú er svo komið að æxlið er skilgreint sem illkynja og útlit fyrir að frekari meðferðarúræði séu ekki fyrir hendi. Nú ætlum við að leggjast á eitt og sagna fjármunum til að hún og foreldrar hennar geti átt góðar stundir saman.
Tónleikar Til styrktar og heiðurs Þuríði Örnu Óskarsdóttur í Bústaðarkirkju Miðvikudaginn 8. nóvember kl 20.
Fram koma Stebbi og Eyfi, Regína Ósk, Garðar Örn Hinriksson, Signý Sæmundsdóttir, Jóhann Friðgeir, Hanna Þóra og Ólöf Inga Guðbrandsdætur.
Ásamt Guðmundi Sigurðssyni, Vilhelmínu Ólafsdóttur, Matthíasi Baldurssyni og Guðmundi S Sveinssyni
Kynnir verður Anna Björk Birgisdóttir
Aðgangseyrir 2000 kr Allt fé sem safnast á tónleikunum rennur óskert til Þuríðar Örnu og fjölskyldu hennar.
laugardagur, nóvember 04, 2006
Mikið að gera...
fjúff... hér er ég! Ég hef verið´frekar upptekin við leik og störf undanfarið. Þó aðallega við störf:) Er á kafi í skít þar sem við keyptum okkur íbúð í lok sumars og erum að rústa henni. Það var kominn tími til að endurnýja lagnir og ýmislegt svona þannig að við ákváðum að leggja tíma og peninga í það núna og taka hana vel í geng fyrst við erum að stússa þetta á annað borð. Ég er þó ekki jafndugleg (gagnleg) í þessu og Gummi, svo ég skrapp í viku til Spánar með systu og co:) Í gær gerðumst við svo menningarleg og fórum í leikhús með Söndru og Magga að sjá viltu finna milljón? Eftir leikhús fórum við svo á tapasbarinn og átum á okkur gat. Hey ok, þetta er að verða svona "ég vaknaði og burstaði tennurnar" færsla svo ég ætla að hætta þessu. Agalega tóm í hausnum.
sunnudagur, október 01, 2006
Skyldublogg
já já já, ég veit að ég er ekki dugleg að láta heyra í mér. Mér finnst ég alltaf vera í vinnunni og svo kemst ég mjög sjaldan á internet svo afsakanirnar eru margar.
U.B. krýndi í gær arftaka sinn í ungfrú heimur/alheimur (veit ekki hvort það er...er ekki til fröken Jörð? eða ungfrú Geimur? Jarðkringla? Hnöttur? Veröld?). Heiðar snyrtir lýsti atburðinum af sinni alkunnu snilld eins og um snókerleik væri að ræða. Talaði svona rólega og hljóðlega. Ég sá ca. 5 mínútur af þessu efni í sjónkanum. Fröken Angóla var sæt og komst áfram enda óvenju ljós á hörund miðað við Afríkubúa. Ég vona að þið sjáið í gegnum kaldhæðnina hér og farið ekki að ásaka mig um rasisma. Þær boðuðu okkur allar mikinn fögnuð, lofuðu Pólland og minntust á frið á Jörð. Amen. Fröken Tékkland vann, mér fannst hún ekki verðskulda sigurinn enda mun ljótari en flestar. Í þessar 5 mínútur sem ég horfði á útsendinguna sá ég örugglega að minnsta kosti 5 föngulegri dömur en fröken Tékkland. Hún minnti mig bara á Tori Spellig eða eitthvað og það er ekki hrós.
Ég fór því miður ekki á Volver um daginn enda hef ég ekki komist í bíó í lengri tíma sökum anna. En ég gefst ekki upp. Ég gaf mér þó tíma til að fara út að borða með Steina bróður og fjölskyldu og Gvendi mínum. Við fórum á stað sem heitir Vín og Skel og mæli ég með honum við alla matháka eins og mig. Mmmm. Takk fyrir mig!
U.B. krýndi í gær arftaka sinn í ungfrú heimur/alheimur (veit ekki hvort það er...er ekki til fröken Jörð? eða ungfrú Geimur? Jarðkringla? Hnöttur? Veröld?). Heiðar snyrtir lýsti atburðinum af sinni alkunnu snilld eins og um snókerleik væri að ræða. Talaði svona rólega og hljóðlega. Ég sá ca. 5 mínútur af þessu efni í sjónkanum. Fröken Angóla var sæt og komst áfram enda óvenju ljós á hörund miðað við Afríkubúa. Ég vona að þið sjáið í gegnum kaldhæðnina hér og farið ekki að ásaka mig um rasisma. Þær boðuðu okkur allar mikinn fögnuð, lofuðu Pólland og minntust á frið á Jörð. Amen. Fröken Tékkland vann, mér fannst hún ekki verðskulda sigurinn enda mun ljótari en flestar. Í þessar 5 mínútur sem ég horfði á útsendinguna sá ég örugglega að minnsta kosti 5 föngulegri dömur en fröken Tékkland. Hún minnti mig bara á Tori Spellig eða eitthvað og það er ekki hrós.
Ég fór því miður ekki á Volver um daginn enda hef ég ekki komist í bíó í lengri tíma sökum anna. En ég gefst ekki upp. Ég gaf mér þó tíma til að fara út að borða með Steina bróður og fjölskyldu og Gvendi mínum. Við fórum á stað sem heitir Vín og Skel og mæli ég með honum við alla matháka eins og mig. Mmmm. Takk fyrir mig!
sunnudagur, september 10, 2006
Kvikmyndahátíð
Hver vill koma með mér á Volver? Reyndar margar myndir á IFF sem mig langar að sjá en held að það sé skyldumæting á þessa fyrir fyrrum spænskunemann.
þriðjudagur, september 05, 2006
Steve Irwin
Fyrir rúmlega ári síðan keyrðum við Gummi Hlír upp með austurströnd Ástralíu (eða 1/3 af henni) og heimsóttum þá meðal annars frábæran dýragarð sem heitir Australia Zoo (nálægt Brisbane). Þar heilsuðum við upp á kengúrur, krókódíla, koalabirni og fíla svo eitthvað sé nefnt. Krókódílarnir voru þarna í aðalhlutverki enda eigandi garðsins enginn annar en Steve Irwin (og frú). Og nú er þessi maður sem allir héldu að væri ódauðlegur bara farinn yfir móðuna miklu. Ég skammaðist mín fyrir að hafa gert grín að honum fyrir ekki svo löngu. Maður er svo mikill hræsnari. Gerir grín að einhverjum (góðlátlegt svo sem), svo deyr hann og maður skammast sín. En að öðru, nú er haustið að bresta á og mér er ennþá skítsama um íslenskt veðurfar. Hver hefði trúað því að það yrði svona auðvelt að flytja úr áströlsku sólinni í íslenska suddann. Ég hef greinilega verið komin með rosalega mikinn skólaleiða fyrst ég varð ekkert leið yfir flutningum, mér finnst bara fínt á Fróni, farin að huga að mínu innra sjálfi og svona. Við Sandra byrjuðum í jóga í gær. Þið megið kalla mig tótlu gúrú eftir 3 vikur þegar ég hef lokið byrjendanámskeiðinu:)
fimmtudagur, ágúst 17, 2006
Eyes-land
Það kom að því, ég hef troðið í mig "einum" með öllu, Álfheimaís, skyri, lambakjöti og íslensku sælgæti svo um munar. Remúlaðið er farið að sprautast út um eyrun á mér, svo loksins get ég tekið mér hlé frá áti og skrifað nokkrar línur. Það er bara asskoti fínt að koma heim. Ég viðurkenni það fúslega að tilhlökkunin yfir heimför var hulin örlítilli kvíðadulu líka. Blendnar tilfinningar...já já, mjög blendnar tilfinningar. Mér fannst yfirþyrmandi að vera að "klára" skólann og þurfa að verða fullorðin á einu bretti. Orð eins og verðbólga, framtíðarstarf, íbúðarkaup, íbúðarlán, Glitnir og barneignir kölluðu fram skrýtnar hugsanir í tótlukolli. Var að pæla að beila á öllu saman og opna bar í Tælandi. Gumma fannst það ekki tælandi hugmynd, svo heim fórum við. Og er það vel. Við stöldruðum við í Kuala Lumpur í 4 daga þar sem við komumst í kast við lögin er við keyptum ólöglega eftirlíkingu af Luis Vuitton tösku í Chinatown. Eða við höldum það, alla vega var þetta agalega spennandi og taskan flottari fyrir vikið. Við stoppuðum líka í London í hitabylgju í byrjun júlí. Svo komum við heim. Hér er dýrt, kalt, blautt, maður þekkir alltof marga, og fólk aðeins of þyrst þegar það fær sér í glas. Heima er samt best:)
mánudagur, júní 26, 2006
Pullur og með því
Þetta kalla ég bisnessvit í lagi:
"Eigandi Bæjarins beztu vill biðja viðskiptavini sína afsökunar á að aðfaranótt sunnudagsins 25. júní tók starfsmaður okkar í Tryggvagötu upp á því á sitt einsdæmi að hækka verð á pylsum og gosi. Þetta var að sjálfsögðu gert án minnar vitundar og harma ég það mjög. Í staðinn vil ég bjóða þeim sem keyptu pylsur á þessu uppsprengda verði kost á því að koma til okkar 28. júní og fá ókeypis pylsu og gos."
Nú er nokkuð víst að einhverjir þeirra sem munu leggja leið sína á Bæjarins beztu til að þiggja eina með öllu ...ókeypis, voru ekki í hópi þeirra sem var okrað á aðfaranótt sunnudags. Þannig að eigandi Bæjarins beztu mun sennilega þurfa að gefa fullt af pylsum, en áttar sig á því að það er mun mikilvægara að halda viðskiptavinum ánægðum, svo ekki sé minnst á þessa frábæru auglýsingu, að birta afsökunarbeiðni á mbl.is. Kannski var þetta allt planað. Allsherjar plott. Spurning hvort það sé búið að eyða öllum tölvupóstum um málið?
"Eigandi Bæjarins beztu vill biðja viðskiptavini sína afsökunar á að aðfaranótt sunnudagsins 25. júní tók starfsmaður okkar í Tryggvagötu upp á því á sitt einsdæmi að hækka verð á pylsum og gosi. Þetta var að sjálfsögðu gert án minnar vitundar og harma ég það mjög. Í staðinn vil ég bjóða þeim sem keyptu pylsur á þessu uppsprengda verði kost á því að koma til okkar 28. júní og fá ókeypis pylsu og gos."
Nú er nokkuð víst að einhverjir þeirra sem munu leggja leið sína á Bæjarins beztu til að þiggja eina með öllu ...ókeypis, voru ekki í hópi þeirra sem var okrað á aðfaranótt sunnudags. Þannig að eigandi Bæjarins beztu mun sennilega þurfa að gefa fullt af pylsum, en áttar sig á því að það er mun mikilvægara að halda viðskiptavinum ánægðum, svo ekki sé minnst á þessa frábæru auglýsingu, að birta afsökunarbeiðni á mbl.is. Kannski var þetta allt planað. Allsherjar plott. Spurning hvort það sé búið að eyða öllum tölvupóstum um málið?
sunnudagur, júní 25, 2006
Nicole and Keith sitting in a tree...

Fyrir um stundarfjórðungi síðan náði Gummi þessari mynd þar sem Nicole Kidman, leikkonan ástsæla (og ástralska), mætti til messu með föður sínum. Þar ætlar hún að binda hnútinn með Keith Urban, sem er ástralskur köntrísöngvari. Athöfnin hófst rétt í þessu þannig að lesendur Tótlutjattsins eru sennilega fyrstir Frónverja til að fá þessar æsifréttir, beint í æð. Ég lét Nic vita í gær að því miður hefðu plönin breyst hjá mér og ég get ekki verið með henni á þessari mikilvægu stund í lífi hennar. Ég er að fara út að borða með Soffíu. En Nic var alveg sama því fullt af öðrum "selebbum" (það vantar gott íslenskt orð yfir selebb, mér leiðist að sletta) verða í brullaupinu. Má þar nefna Russel Crowe og Daníellu spúsu hans, Hugh Jackman (slef) og frú, Rene Zellweger og fleiri. Þetta verður örugglega frábært brúðkaup og truflað teiti. Góða skemmtun krakkar!
fimmtudagur, júní 22, 2006
Diskó
Þegar ég verð stór ætla ég að vera í alþjóðahvalveiðiráðinu því þeir halda fundi á diskótekum í karabíska hafinu skv. mbl um daginn. Andstæðingar hvalveiða, einhverjir Kiwis og Aussies voru að agnúast út í Japani fyrir að halda fundinn á diskói. Ég gef Samúræjunum rokkstig fyrir þetta "múv". Mjög smart. Mér finnst bara forkastanlegt af þessum fýlupúkum að mæta með einhvern lunta á diskóið.
Við fórum á líbanskan veitingastað um daginn. Guðmundur Sveinsson gerir málinu skil á www.blog.central.is/sydney. Kíkið á það. Það kom magadansmær. Hún var álíka ljót og klappstýrurnar á rugby leiknum um daginn. Ég dansaði samt við hana, bara ég og hún...tvær á sviðinu og 107 (einn eineygður) líbönsk augu á okkur. Líka tvö íslensk, tvö grísk, tvö amerísk og tvö írösk. Við Gummi vorum þarna með Aaron frá Texas, Georgiu grísku með nefið og Kassim frá Írak.
Að lokum vil ég minna alla á að styðja Socceroos gegn Króatíu í kvöld, af því að ég segi það. Ég get því miður ekki horft á leikinn þar sem ég hef selt sjónvarpið og hef annað að gera.
Við fórum á líbanskan veitingastað um daginn. Guðmundur Sveinsson gerir málinu skil á www.blog.central.is/sydney. Kíkið á það. Það kom magadansmær. Hún var álíka ljót og klappstýrurnar á rugby leiknum um daginn. Ég dansaði samt við hana, bara ég og hún...tvær á sviðinu og 107 (einn eineygður) líbönsk augu á okkur. Líka tvö íslensk, tvö grísk, tvö amerísk og tvö írösk. Við Gummi vorum þarna með Aaron frá Texas, Georgiu grísku með nefið og Kassim frá Írak.
Að lokum vil ég minna alla á að styðja Socceroos gegn Króatíu í kvöld, af því að ég segi það. Ég get því miður ekki horft á leikinn þar sem ég hef selt sjónvarpið og hef annað að gera.
mánudagur, júní 19, 2006
Pink
Eru ekki örugglega allir bleikir í dag? Ég er alla vega í stíl við heimasíðuna mína, þ.e.a.s. í bleikum náttfötum:) Til hamingju með daginn konur... og menn.
Ég var að glugga í fréttirnar áðan og sá þá þessa á visi.is:
"Bandarískur maður í giftingarhugleiðingum hljóp nakinn út á götu nýverið til að sýna hikandi kærustu sinni að áhætta er nauðsynleg. Það fór þó ekki betur en svo að hann var eltur og skotinn. Hjónaleysin voru að ræða um giftingu þegar maðurinn ákvað að sannfæra kærustuna með þessum hætti, en hoppaði inn í runna þegar hann sá par á göngu. Þau tóku eftir honum og gripu til vopna, svo sá berrassaði hlaut minniháttar áverka. Byssumaðurinn var handtekinn fyrir árás og fyrir að leyna skotvopni. Nakti maðurinn var ekki handtekinn."
Hahaha, já best að sýna henni að stundum þarf maður að taka áhættu og vera svo bara skotinn í bossann. Ég er ekki viss um að hún muni giftast honum, ég myndi alla vega hugsa mig tvisvar um áður en ég tæki áhættu með þessum manni. Hvað er annars málið með Bandaríkjamenn, það er ekki eins og hann hafi ráðist á þau, bara berrassaður gaur út í runna og þau elta hann og skjóta! ja hérna hér, eins og gott að þau verði ekki á Íslandi á Jónsmessunni. Hvernig er það annars, hafa einhverjir velt sér naktir upp úr dögginni? Ég og Aldís ætluðum einu sinni að vera flippaðar og fórum út í garð (NB það gat enginn séð okkur) í þeim tilgangi að viðhalda þessari íslensku hefð en vorum ekki flippaðri en svo að við fórum kannski úr sokkunum og peysunni en kappklæddar að öðru leyti.
Ég var að glugga í fréttirnar áðan og sá þá þessa á visi.is:
"Bandarískur maður í giftingarhugleiðingum hljóp nakinn út á götu nýverið til að sýna hikandi kærustu sinni að áhætta er nauðsynleg. Það fór þó ekki betur en svo að hann var eltur og skotinn. Hjónaleysin voru að ræða um giftingu þegar maðurinn ákvað að sannfæra kærustuna með þessum hætti, en hoppaði inn í runna þegar hann sá par á göngu. Þau tóku eftir honum og gripu til vopna, svo sá berrassaði hlaut minniháttar áverka. Byssumaðurinn var handtekinn fyrir árás og fyrir að leyna skotvopni. Nakti maðurinn var ekki handtekinn."
Hahaha, já best að sýna henni að stundum þarf maður að taka áhættu og vera svo bara skotinn í bossann. Ég er ekki viss um að hún muni giftast honum, ég myndi alla vega hugsa mig tvisvar um áður en ég tæki áhættu með þessum manni. Hvað er annars málið með Bandaríkjamenn, það er ekki eins og hann hafi ráðist á þau, bara berrassaður gaur út í runna og þau elta hann og skjóta! ja hérna hér, eins og gott að þau verði ekki á Íslandi á Jónsmessunni. Hvernig er það annars, hafa einhverjir velt sér naktir upp úr dögginni? Ég og Aldís ætluðum einu sinni að vera flippaðar og fórum út í garð (NB það gat enginn séð okkur) í þeim tilgangi að viðhalda þessari íslensku hefð en vorum ekki flippaðri en svo að við fórum kannski úr sokkunum og peysunni en kappklæddar að öðru leyti.
sunnudagur, júní 18, 2006
Hvalveiðar
Ian Campbell, umhverfisráðherra Ástralíu er iðinn við að rífa kjaft við hvalveiðiþjóðir. Japan og Ísland verða reglulega fyrir barðinu á honum, og nú síðast las ég í áströlskum fréttum að hann segir Japani ekki drepa hvali á mannúðlegan hátt (ég hefði kannski átt að orða þetta öðruvísi, frekar kaldhæðnisleg mótsögn í að tala um "að drepa á mannúðlegan hátt"). Ég nennti reyndar ekki að pæla mikið í þessari frétt, en að sjálfsögðu finnst mér, í öllum svona "dýraveiðum", að það eigi að gera það á snöggan og sársaukalítinn hátt. Fulltrúi Japana í alþjóðahvalveiðiráðinu svaraði þessum ásökunum og sagði að yfir 80 % dýranna væru veidd mannúðlega, og bætti svo "ætli Ian Campbell viti hvað kengúrurnar eru lengi að drepast í landinu hans?"
Nú veit ég ekki hvernig dauðdaga flestra kengúra er háttað, nema að ansi margar verða fyrir vörubílum en mér fannst þetta samt ágætur punktur. Hér eru kameldýr víst skotin úr þyrlum...las það einhvers staðar. Ekki finnst mér það mjög smekklegt. Já, hægara er að sjá flísina í augu náungans en ekki bjálkann í sínu eigin.
Nú veit ég ekki hvernig dauðdaga flestra kengúra er háttað, nema að ansi margar verða fyrir vörubílum en mér fannst þetta samt ágætur punktur. Hér eru kameldýr víst skotin úr þyrlum...las það einhvers staðar. Ekki finnst mér það mjög smekklegt. Já, hægara er að sjá flísina í augu náungans en ekki bjálkann í sínu eigin.
laugardagur, júní 17, 2006
Til sýnis

fimmtudagur, júní 15, 2006
ekkifrettir

2 vikur í brottför frá fanganýlendunni. Á flugvellinum mun bíða mín maður með spjald með nafninu mínu...vona ég. Ég er alla vega ótrúlega spennt að sja hvort það verði þannig en konan á ferðaskrifstofunni hefur lofað því. Ástralir eru reyndar með óráði þessa dagana, spennan yfir HM er að fara með fólkið enda ótrúlega miklir íþróttaáhugamenn. Hér var fagnað fram undir morgunn þegar Oz sigraði Samúræjana. OK, ég má ekki vera að þessu ...þarf að klára að læra.
sunnudagur, júní 11, 2006
Sydney-Kuala Lumpur-London-Keflavik
Þá er það komið á hreint að við Guðmundur eigum bara tæpar 3 vikur eftir hérna í Ástralíu. Erum alveg á fullu núna að reyna að klára skólann því það er ansi margt sem þarf að gerast fyrir 29.júní. Selja bíl, búslóð og ýmislegt annað. Fjúff. Við fljúgum til Kuala Lumpur og stoppum þar í nokkra daga, og svo til London og stoppum þar líka og svo er það bara Home sweet home. Ég panta fiskibollur eða rauðsprettu í matinn fyrsta kvöldið. EInhver að segja mömmu það. Takk.
föstudagur, júní 02, 2006
Dolly


Hér er svo páfagaukur að gæða sér á köngli. Þessir eru hérna út um allt, bara eins og snjótittlingarnir eða mávarnir heima., voða gæfir, ég gat næstum því klappað honum þessum en vildi ekki trufla hann við átið.