mánudagur, júní 26, 2006

Pullur og með því

Þetta kalla ég bisnessvit í lagi:

"Eigandi Bæjarins beztu vill biðja viðskiptavini sína afsökunar á að aðfaranótt sunnudagsins 25. júní tók starfsmaður okkar í Tryggvagötu upp á því á sitt einsdæmi að hækka verð á pylsum og gosi. Þetta var að sjálfsögðu gert án minnar vitundar og harma ég það mjög. Í staðinn vil ég bjóða þeim sem keyptu pylsur á þessu uppsprengda verði kost á því að koma til okkar 28. júní og fá ókeypis pylsu og gos."

Nú er nokkuð víst að einhverjir þeirra sem munu leggja leið sína á Bæjarins beztu til að þiggja eina með öllu ...ókeypis, voru ekki í hópi þeirra sem var okrað á aðfaranótt sunnudags. Þannig að eigandi Bæjarins beztu mun sennilega þurfa að gefa fullt af pylsum, en áttar sig á því að það er mun mikilvægara að halda viðskiptavinum ánægðum, svo ekki sé minnst á þessa frábæru auglýsingu, að birta afsökunarbeiðni á mbl.is. Kannski var þetta allt planað. Allsherjar plott. Spurning hvort það sé búið að eyða öllum tölvupóstum um málið?

Engin ummæli: