mánudagur, júní 19, 2006

Pink

Eru ekki örugglega allir bleikir í dag? Ég er alla vega í stíl við heimasíðuna mína, þ.e.a.s. í bleikum náttfötum:) Til hamingju með daginn konur... og menn.

Ég var að glugga í fréttirnar áðan og sá þá þessa á visi.is:

"Bandarískur maður í giftingarhugleiðingum hljóp nakinn út á götu nýverið til að sýna hikandi kærustu sinni að áhætta er nauðsynleg. Það fór þó ekki betur en svo að hann var eltur og skotinn. Hjónaleysin voru að ræða um giftingu þegar maðurinn ákvað að sannfæra kærustuna með þessum hætti, en hoppaði inn í runna þegar hann sá par á göngu. Þau tóku eftir honum og gripu til vopna, svo sá berrassaði hlaut minniháttar áverka. Byssumaðurinn var handtekinn fyrir árás og fyrir að leyna skotvopni. Nakti maðurinn var ekki handtekinn."

Hahaha, já best að sýna henni að stundum þarf maður að taka áhættu og vera svo bara skotinn í bossann. Ég er ekki viss um að hún muni giftast honum, ég myndi alla vega hugsa mig tvisvar um áður en ég tæki áhættu með þessum manni. Hvað er annars málið með Bandaríkjamenn, það er ekki eins og hann hafi ráðist á þau, bara berrassaður gaur út í runna og þau elta hann og skjóta! ja hérna hér, eins og gott að þau verði ekki á Íslandi á Jónsmessunni. Hvernig er það annars, hafa einhverjir velt sér naktir upp úr dögginni? Ég og Aldís ætluðum einu sinni að vera flippaðar og fórum út í garð (NB það gat enginn séð okkur) í þeim tilgangi að viðhalda þessari íslensku hefð en vorum ekki flippaðri en svo að við fórum kannski úr sokkunum og peysunni en kappklæddar að öðru leyti.

Engin ummæli: