mánudagur, janúar 01, 2007

tadaaaaa

Gleðilegt ár honnís. Ég finn það á mér að tjáningarþörf mín er öll að færast aftur í aukanna eftir annars mjög svo þögult haust svona blogglega séð og ætla bara því að henda fram hér einu stuttu bloggi. Mig langar að byrja á því að tjá mig um áramótaskaupið en ég veit samt varla hvort ég þori því, þetta er svo viðkvæmt mál. Rétt eins og pólitík og trúmál. OK, hvar á ég að byrja? Hló einhver? hmmm, ég gafst reyndar upp og fór að gera eitthvað annað (borða snakk eða pissa eða eitthvað) en ég hef ákveðið að gefa skaupinu annan séns og ætla að horfa aftur á það síðar. Að sjálfsögðu fá Skaupverjar þó smá hrós fyrir að þora að breyta til en ég bara veit ekki hvort Skaupið eigi endilega að breytast. Mér finnst það þurfa að höfða til eldra fólks og ég efast um að gamla fólkið okkar hafi endilega hlegið mikið að svona þurrum íslenskum "Fóstbræðra"-húmor. Mér fannst Magnafjölskyldan mjög fyndin, og Nylon og líka krakkarnir sem tóku Magnapillurnar svo þó gætu vakað til að kjósa Magna. Og eitthvað fleira svo sem, þarf að skoða þetta betur. Jæja ég er að horfa á Bubbi byggir með öðru og má ekki vera að þessu bloggi. Étið ekki yfir ykkur!

Engin ummæli: