fimmtudagur, júní 15, 2006

ekkifrettir

Þá höfum við skilað Ernu af okkur:( Erna mín er farin til Perth því henni finnst kærastinn skemmtilegri en ég. Hún bauð okkur Gumma þó út að borða í gær og færði okkur kveðjugjöf ...dúllan. Við fengum t.d. þessa sætu bangsa, kengúru og koalabjörn og Gummi rómantíski vildi endilega stilla þeim svona upp til myndatöku. Það má sjá aðdáunarglampann í augunum mínum langar leiðir. Ahhh, ef bara allir væru svona sniðugir. Svo skutluðum við Ernu á völlinn áðan. Hún var sein. Bara pínu sein... en það er af því að hún þjáist af Tótlusyndromi og er að prófa að taka lífinu svona tjillað eins og ég. "Þetta reddast" fílingurinn sem svo oft hefur komið mér í vandræði. En þetta reddaðist hjá Ernu þótt hurð hafi skollið nærri hælum.

2 vikur í brottför frá fanganýlendunni. Á flugvellinum mun bíða mín maður með spjald með nafninu mínu...vona ég. Ég er alla vega ótrúlega spennt að sja hvort það verði þannig en konan á ferðaskrifstofunni hefur lofað því. Ástralir eru reyndar með óráði þessa dagana, spennan yfir HM er að fara með fólkið enda ótrúlega miklir íþróttaáhugamenn. Hér var fagnað fram undir morgunn þegar Oz sigraði Samúræjana. OK, ég má ekki vera að þessu ...þarf að klára að læra.

Engin ummæli: