fimmtudagur, júní 22, 2006

Diskó

Þegar ég verð stór ætla ég að vera í alþjóðahvalveiðiráðinu því þeir halda fundi á diskótekum í karabíska hafinu skv. mbl um daginn. Andstæðingar hvalveiða, einhverjir Kiwis og Aussies voru að agnúast út í Japani fyrir að halda fundinn á diskói. Ég gef Samúræjunum rokkstig fyrir þetta "múv". Mjög smart. Mér finnst bara forkastanlegt af þessum fýlupúkum að mæta með einhvern lunta á diskóið.

Við fórum á líbanskan veitingastað um daginn. Guðmundur Sveinsson gerir málinu skil á www.blog.central.is/sydney. Kíkið á það. Það kom magadansmær. Hún var álíka ljót og klappstýrurnar á rugby leiknum um daginn. Ég dansaði samt við hana, bara ég og hún...tvær á sviðinu og 107 (einn eineygður) líbönsk augu á okkur. Líka tvö íslensk, tvö grísk, tvö amerísk og tvö írösk. Við Gummi vorum þarna með Aaron frá Texas, Georgiu grísku með nefið og Kassim frá Írak.

Að lokum vil ég minna alla á að styðja Socceroos gegn Króatíu í kvöld, af því að ég segi það. Ég get því miður ekki horft á leikinn þar sem ég hef selt sjónvarpið og hef annað að gera.

Engin ummæli: