föstudagur, júní 02, 2006

Dolly

Halló. Það er orðið skítkalt hérna og ég sit eins og indjánahöbbðingi með teppi vafið um mig og kveikt á skrilljón kertum. Kumbaja my Lord. Mér hefur gengið alltof hægt að læra undanfarið, festist alveg í einhverri bölvaðri femínismaritgerð. Mér finnst ekkert leiðinlegt að skrifa um feminisma, ég var bara ekki með nógu góðar heimildir. Svo þegar ég kláraði hana nennti ég ekki að byrja strax á næstu svo ég raðaði tenglunum í stafrófsröð (með smá mistökum þó... ég sé það núna) og henti nokkrum óvirkum bloggurum út. Sumir óvirkir bloggarar eru þó enn á listanum en það er bara af því að þeir eru enn með linka á sínum síðum. Einnig bætti ég við Völu valkyrju (Queen of Choco) á listann og svo Lárukrúttinu mínu sem ég ætlaði að vera löngubúin að linka á. Svo er bara farið að styttast ískyggilega í heimför. Ég hlakka rosalega til að koma heim og hitta ykkur öll, en samt langar mig ekkert að kveðja Oz því eins og sést á myndum héðan, þá hefur maður það svo fjári gott hérna. Jahérna. Af hverju getur maður ekki verið á tveimur stöðum? Hvar er Dolly núna?

Hér er svo páfagaukur að gæða sér á köngli. Þessir eru hérna út um allt, bara eins og snjótittlingarnir eða mávarnir heima., voða gæfir, ég gat næstum því klappað honum þessum en vildi ekki trufla hann við átið.

Engin ummæli: