Hafið þið lent í því að einhver býður ykkur eitthvað matarkyns og aðstæður leyfa ykkur ekki að afþakka boðið? ...og svo er þetta tiltekna matarkyn óóótrúlega vont á bragðið en af kurteisi þorið þið ekki annað en að klára það?
Í gær sat ég í lestinni ásamt ástralskri bekkjarsystur og við vorum að ræða daginn og veginn en þó aðallega daginn. Þá þurfti ég endilega að missa það út úr mér að ég væri svo svöng sem telst þó ekki til frétta þar sem ég er oftast svöng. Hún var þá svo elskuleg að bjóða mér upp á kexköku sem hún hafði keypt í bakaríi fyrr um daginn. Áður en ég vissi af var hún búin að rétta mér kexið og ég kann svo ótrúlega vel við þessa stelpu að ég þorði ekki annað en að gæða mér kökunni. Þetta hljómar kannski ekki svo hræðilegt "ég var svöng og vinkona mín gaf mér kex" en bíðið bara. Kexið var grænt!!! það finnst mér ekki lekkert. Ekki út af myglu heldur var það með pistasíubragði. Reyndar var bragðið frekar órætt, en við hlógum báðar að litnum og giskuðum á að þetta stafaði af pistasíuhnetum. Ég myndi aldrei velja mér grænt bakarísfóður og kexið var kannski ekki óætt en það var heldur ekki gott. Mér tókst þó með naumindum að klára það.
fimmtudagur, mars 30, 2006
sunnudagur, mars 26, 2006
Allt og ekkert en þo aðallega ekkert...
Hejsan hojsan. Við Gummi lifum of ljúfu lífi í Sydney, jöminn. Vorum úti að borða pizzu og borða ís með sænsku hjúkkunni og gærdagurinn fór líka í vitleysu. Ég fór með Ernu og vinkonum hennar úr viðskiptafræðinni til Manly (þar sem the Block var tekin upp) en þar sleiktum við sólina. Önnur vinkonan er frá Hong Kong en hin frá Singapore. Sú síðarnefnda er örugglega minni en Diljá frænka sem verður 8 ára í ágúst. Ég var eins og Gúllíver í Putalandi við hliðiná þeim. Ég hef sjaldan verið svona lengi á ströndinni (3 klst) því yfirleitt gefumst við upp eftir eina klst. Við Erna fengum okkur rómantíska göngu í flæðarmálinu og uppskárum öööörlítinn sólbruna. Í gærkvöldi fórum við Gummi á Thai veitingastað og í bíó en Erna félagsskítur var heima að læra. Dugleg stelpa. Ég er að vinna í ritgerð um Sameinuðu Þjóðirnar og mannréttindi og er mikið að pæla hvort ég eigi að taka Súdan eða "child abuse" sem case study. Hefur einhver skoðun á því? það væri vel þegið, por favor. OK, þotin í lærdóminn....
mánudagur, mars 13, 2006
Tanið...

Hér hefur hitinn verið yfir 30 gráðum og rakt sem er svo sem í lagi nema þegar maður á að hanga inni að læra og vera í skólanum. Það stríðir gegn minni betri vitund að vera inni að læra í góðu veðri. Það er bara eitthvað rangt við það. Mér finnst heimalærdómi fylgja vont veður og vondu veðri fylgja heimalærdómur. Þessi tvö atriði geta ekki án hins verið. Alla vega finnst mér erfitt að venjast því að sitja sveitt á Bridgetbrókinni (djók) að læra með sólina skínandi inn um gluggann. Maður á að vera við kertaljós í lopaleistum og flíspeysu þegar maður lærir, og veðrið á að vera frekar boring.
Ég er fyrir löngu búin að gefast upp á taninu hérna í Sydney þar sem húðin mín virðist taka illa í ástralska sól. Það bara gerist ekkert, og svona tanoholics eins og ég vita að maður á að setja á sig sólarvörn (sérstaklega hér í Sydney) líka þegar maður er að vinna í brúnkunni, svo ég geri það samviskusamlega enda lærði ég það í tanology 101 að maður verður líka brúnn með sólarvörn en sleppur við hrukkur síðar meir á ævinni. Eða þær verða minni. Jamm. Jæja, ég verð bara að bæta mér upp brúnkuleysið (sem er svo sem ekki að hrjá mig alvarlega) síðar, get sólað mig á Costa del Sol og orðið svona eins og þessi senjora (sjá mynd); brún og fín. Hún kann sko að sóla sig þessi! ...assgoti seig bara, og kann örugglega öll trixin; spreyja kóki á sig, liggja á álpappír, bómull á milli tánna til að verða brún þar, snúa sér á kortersfresti, ofan í sjó á hálftímafresti (seltan í sjónum og endurspeglunin flýtir brúnkunni), kreista sítrónu yfir sig, hárband til að halda hárinu frá andliti/hálsi, gufubað í byrjun dags til að opna húðina og gera hana móttækilegri fyrir sólinni, loka húðinni í lok dags með kaldri vatnsgusu, bera á sig olíur á milli sólbaða til að viðhalda rakastigi húðarinnar, o.s.frv. Æi, þið þekkið þetta:)
mánudagur, mars 06, 2006
Rauði dregillinn, frh.



Maður sér kjólinn hennar Parísar ekki vel en mér sýnist hann vera flottur sérstaklega þar sem hann er ekki nákvæmlega eins og litinn og París (eins og mér fannst svo margar af þessum stjörnum vera...SKILIDIGGI!!!) En ég var að pæla í einu, mér finnst París eiginlega alltaf pósa eins, mér finnst ég sjá hana svona, í akkúrat þessari stellingu, á 85% mynda sem ég sé hana og hún er sko ALLTAF í blöðunum hérna. Ég hefði líka haldið að París væri með fólk á launum við að kenna sér sniðugar stellingar *hóst*. Hún er líka alltaf svona á svipinn eins og hún sé alveg að fara að segja eitthvað ("nei hæ, þú hér" eða "eigiði sleikjó" eða "ég ætla sko að ná kærastanum þínum") í myndatökunni. Kannski er hún bara að hlæja að öllum þessum ljósmyndurum og hvað hún er ógeðslega mikið ríkari og vinsælli en þeir, múahahaha.


Maggie Gyllenhaal mætti með hendur í vösum. Það er kannski móðins núna. Kjólinn voða hlutlaus, kannski farin að síga fullmikið, eða kannski eru brjóstin hennar bara svona. Nei annars, við nánari athugun sýnist mér barmur Maggie vera þrælfínn, mér finnst bara svona kjólar svo oft vera svolítið neðarlega, held það kæmi betur út að láta þá ná aðeins lengra upp.
Stelpur, þið virðist hafa kynnt ykkur kjólana vel svo ég ætla ekkert að koma með fleiri myndir, en svona það helsta annað sem mér fannst var að Reese var í fallegum kjól en enn og aftur fannst mér hann mega vera dekkri eða ljósari svo maður gæti séð skilin á Reese og kjólnum. Naomi Watts var í húðlituðu tjulli, Aniston var mjög flott í sínum, sömuleiðis Alba, og margar fleiri. Keira var í frekar þvingandi kjól en annars fín. Hún á það til að vera svo mikið máluð að hún líkist þvottabirni en það var ekki svo slæmt í þetta skiptið. Og til þess að rökstyðja af hverju mér fannst Williams vera eins og páskaungi þá skal það tekið fram að ég ELSKA gult en mér fannst þetta vera rangur gulur litur. Of kaldur og Williams er gullfalleg en mér fannst hún ekki bera þennan kjól vel. Held að Heath væri meira að segja sammála mér.
Rauði dregillinn



Ég held að ég gæti gert betur en þessar elskur ef J-Lo er kannski undanskilin, við erum jafnflottar. Jæja, meira seinna í kvöld. Laga kannski þetta blogg þá í leiðinni....
fimmtudagur, mars 02, 2006
Skólinn hafinn
Skólinn hófst í vikunni og ég er ekki byrjuð að lesa. Ég gerði mér hins vegar ferð upp í skóla fyrir 10 dögum til að kaupa bækur svo ég gæti byrjað strax að lesa. Hmmm. Ætlunin er reyndar að byrja á eftir. Síðustu dagar hafa verið mjög skemmtilegir enda var Erna hjá okkur í nokkra daga á meðan hún leitaði að íbúð. Nú er hún og Nick hennar komin með æðislega íbúð með æðislegu útsýni (smá öfund). Mardi Gras er á laugardaginn og Gummi er í þessum töluðum orðum að finna til fjaðrir og glimmer svo við verðum fín í skrúðgöngunni:) í fyrra rigndi svo við skrópuðum á Mardi Gras en nú ÆTLUM við að fara, sama hvernig veðrið verður. Ok...tralala
miðvikudagur, mars 01, 2006
Afmælin!
Þá er afmælisvertíðin hafin. Erna Tönsberg, sem er einmitt nýjasta besta vinkona mín enda nýflutt til Sydney, átti afmæli í síðustu viku. Við höfðum ekki mikinn tíma til að fagna en fengum okkur þó hanastél á barnum þar sem danaprinsinn pikkaði Mary upp haustið 2000. Í dag eiga afmæli Ingibjörg Ýr og Inga Steinunn, á morgun eiga Herdís og Arndís Ósk afmæli og svo á einhver lúði afmæli daginn þar á eftir. Svo er Elsa mín 15.mars og Ari 20.mars en það er nú svolítið í það. Afmælisbörnum dagsins í dag og á morgun vil ég óska til hamingju. Ég vildi að maður væri enn í Álftamýrarskóla þar sem maður mátti koma með ís eða eitthvað á afmælinu sínu til að gefa hinum krökkunum. Þá hefði verið veisla 3 daga í röð í skólanum:)
Get svo sem ekki kvartað. Við Erna, nýja besta vinkona mín í Sydney, bökuðum bollur fyrir bolludaginn og notuðum marssúkkulaði til að bræða ofan á þær, hehe, jummí slummí. Ok...bæjóóóó.
Get svo sem ekki kvartað. Við Erna, nýja besta vinkona mín í Sydney, bökuðum bollur fyrir bolludaginn og notuðum marssúkkulaði til að bræða ofan á þær, hehe, jummí slummí. Ok...bæjóóóó.
föstudagur, febrúar 24, 2006
Gluggi
G'day mates. Þá fer lífið að komast í fastar skorður hér í Róshæðargötu enda hefst skólinn á mánudaginn. Við Gummi erum svo heppin að hafa gest hjá okkur núna en Erna Tönsberg vinkona úr Álftó er að flytja til Sydney og býr hjá okkur á meðan hún er að leita sér að íbúð. Ég er ekkert smá sátt við að hún sé að koma hingað enda langtum skemmtilegra að slúðra á íslensku en ensku og við getum endalaust blaðrað enda sannkallaðar blaðurskjóður:)
Ég var á heimasíðu Ingu Steinunnar og rakst þar á sniðugan glugga. Þetta er víst notað í sálfræði til að sjá hvernig aðrir sjá mann kannski öðru vísi en maður sjálfur (juminn, hræðilega illa orðað). Jæja, ég er alla vega búin að fara í þetta og merkja við 6 orð sem ég held að geti átt ágætlega við um sjálfa mig og nú þætti mér rosalega vænt um ef þið gerðuð þetta og merktuð við 5-6 orð sem ykkur finnst eiga við um mig. Kannski er ég alveg að misskilja sjálfa mig og held að ég sé eitthvað sem ykkur finnst ekki, skiljiði? OK, man aldrei hvernig maður gerir linka svo þetta er bara slóðin; http://kevan.org/johari?name=totla
bæjó
Ég var á heimasíðu Ingu Steinunnar og rakst þar á sniðugan glugga. Þetta er víst notað í sálfræði til að sjá hvernig aðrir sjá mann kannski öðru vísi en maður sjálfur (juminn, hræðilega illa orðað). Jæja, ég er alla vega búin að fara í þetta og merkja við 6 orð sem ég held að geti átt ágætlega við um sjálfa mig og nú þætti mér rosalega vænt um ef þið gerðuð þetta og merktuð við 5-6 orð sem ykkur finnst eiga við um mig. Kannski er ég alveg að misskilja sjálfa mig og held að ég sé eitthvað sem ykkur finnst ekki, skiljiði? OK, man aldrei hvernig maður gerir linka svo þetta er bara slóðin; http://kevan.org/johari?name=totla
bæjó
fimmtudagur, febrúar 16, 2006
Fyrsti strengurinn, ekki fyrir viðkvæma...

Við getum öll verið sammála um að tíminn líður hratt, og ekki fyrir svo löngu hafði ekkert okkar nokkurn tíma heyrt um, séð, hvað þá klæðst g-strengs nærbuxum. Ok, ég sagði að þetta væri ekki fyrir viðkvæma þannig að þið teprurnar getið bara farið aftur á leikur.is að spila tetris eða eitthvað. Mér varð hugsað til þess um daginn þegar maður sá þessar flíkur fyrst, og hvað það er í raun stutt síðan. Ég er ekki alveg með ártalið á hreinu en ég er að skjóta á '96 ?!?! hjálpið mér. Jæja, alla vega þá var maður nú ekkert að hlaupa út í búð að festa kaup á svona nærfatnaði enda var mamma sennilega enn að kaupa á mig bónusbrækur þegar þetta var, sem sagt í fyrsta bekk í menntaskóla. Þetta þótti náttúrulega ægilega patent þar sem nærbuxnafarið sást ekki á miðjum bossanum ef maður var í þröngum buxum (mér hefur alltaf þótt það ólekkert) nema hvað, að jólin '96 þá fékk ég dálítið óvænta jólagjöf ...frá Guðrúnu Jóns sem margir lesendur Tótlutjattsins ættu að kannast við. Ég man eftir að hafa setið í stofunni með settinu og gott ef amma í Fells var ekki þarna líka og ef til vill fleiri fjölskyldumeðlimir þegar pakkinn frá Guðrúnu rataði í fangið á mér og ég tók til við að taka utan af honum pappírinn. Í ljós komu þessi fínu brjóstahöld (sem ég hafði sennilega enn minna við að gera þá en nú, ...eða jú annars ...sennilega voru púðar í honum, sem veitti ekki af fyrir horaðan unglinginn) og g-strengur! Mér tókst sem betur fer að sjá hvurslags brók þetta var áður en ég lyfti henni upp til að sýna viðstöddum gjöfina. Held ég hafi falið strenginn undir bh-inum og þegar mamma spurði hvað ég hefði fengið frá Guðrúnu svaraði ég "nærföt"... örugglega farin að svitna þá. Milli jóla og nýárs þegar ég hitti prakkarann spurði hún hvort jólagjöfin hefði nokkuð skapað vandræðalegt fjölskyldumóment við jólatréð, og ég man það mjög vel ennþá að hún var svakalega prakkaraleg á svipinn og hló bara. Að sjálfsögðu var þetta ekkert vandræðalegt móment, svo það sé alveg á tæru. Þær stöllur, hún og Aldís unnu einmitt í Hagkaup á þessum tíma og hafa fengið góðan díl á þessu býst ég við og ég var himinlifandi yfir gjöfinni. En ekki hvað? Ég man reyndar nokkru síðar eftir mömmu þar sem hún var að hengja þvott á snúru og þar á meðal jólagjöfina frá Guðrúnu að hún átti í einhverjum vandræðum með strenginn. Ég heyrði hana tauta "efnisprufa" og "hvernig snýr þetta eiginlega?" enákvað að forða mér út áður en hún færi að pæla meira og ræða þetta frekar:)
miðvikudagur, febrúar 08, 2006
Silvía Nótt og evróvisjón.
Þá er ég komin aftur í samband við umheiminn héðan frá Sydneyju, en ég var í tæpar 3 vikur á roadtrippi um eyjuna (Ástralíu altso). Það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég fór að vafra um bloggheima eftir 3 vikna fjarveru var að allir eru að keppast við að mæra Silvíu Nótt og lagið hennar. Hmmmm. Ég verð víst að skera mig úr hópnum. Mér fannst lagið alveg í lagi, en ég get ekki tekið undir með fólki að þetta sé geggjað lag, mér finnst þetta vera meira svona grínlag. Mér fannst reyndar gríska lagið sem vann í fyrra glatað þannig að það er ekkert að marka mig, og kannski rústar SN þessu, við skulum vona það:) Líka fínt að senda hana og hrista aðeins upp í þessu liði, get ímyndað mér að allir evrópsku júróaðdáendurnir (vinir Páls Óskars) eigi eftir að taka Silvíu í guðatölu. Svo er annað með hana SN. Ég sá einn þátt í fyrrahaust og fannst hún hrikalega fyndin. Svo sá ég annan þátt um jólin og fannst hún ganga alltof langt því ég giska á að aðaláhorfendahópurinn hennar sé á aldrinum 10-18 ára þó aðrir hópar fylgist líka með henni. Ég hafði það á tilfinningunni að hún fyndi sig knúna til að toppa sjálfa sig, verða enn grófari. Ég styð stelpuna áfram í keppninni, en vona að ungir krakkar séu ekki að taka útlit hennar og túllann á henni til fyrirmyndar.
þriðjudagur, janúar 24, 2006
Ferðafréttir
Eftir 4 daga fjarveru frá Sydney finnst mér ég hafa verið óralengi á ferðalagi. Við hófum ferðalagið í Tamworth á kántrítónlistarhátíð (ein stærsta tónlistarhátíð í heimi) sem var í einu orði sagt FRÁBÆR upplifun! Ég fékk kúrekahatt og við fórum á Rodeo. Reyndar hélt ég fyrir augun mikinn hluta rodeosins sökum hræðslu um að nautin og hestarnir myndu drepa kúrekana. Ég er ekki mikil hetja, ég veit... en þetta var samt frábær upplifun. Gummi hafði orð á því hve kúrekabossarnir tóku sig vel út í þröngu gallabuxunum og þeir voru allir vel girtir. Hmmm, hehehe:) Í Tamworth gistum við í túkallstjaldinu okkar sem við keyptum í K-Mart. Ég er ekki mikið fyrir útilegur en þetta gekk vel og við stefnum á að tjalda oftar. Nú höfum við keyrt um 1500 km í norðvestur og erum í bæ sem heitir Longreach. Vodafone er ekki mikið í því að þjónusta dreifara, svo við erum símasambandslaus (þið hafið eflaust öll verið að reyna að ná í okkur) og þannig verður það næstu daga því við erum að fara enn lengra inn í land. Á morgun ætlum við til Mt Isa og fagna þar Australia day á fimmtudaginn, og svo höldum við áfram til Alice Springs. Læt heyra í mér, ætla nú að bregða mér út í 40 stiga stækjuna og skoða mig um bæinn. bleeeeeeeeeee!
fimmtudagur, janúar 19, 2006
Ég hlusta bara á konnntrí...

Þessi vika hefur verið frekar róleg, þó við séum búin að vera að stússast eitthvað smá. Fórum í Aquarium í gær og fundum Nemo. Í dag var svo svona lokastúss áður en við leggjum í hann í smá ferðalag um landið. Við höfum ekki planað hvert við ætlum að fara né hversu lengi við ætlum að vera. Hins vegar þurfum við að vera komin aftur innan 4 vikna. Fyrsta stopp verður alla vega í sveitasælunni í Tamworth en þar er country music festival sem er vonandi okkur að skapi. Við erum alla vega búin að kaupa útilegubúnað fyrir heilar 5000 krónur (tjald, svefnpoka og dýnu í K-Mart ...hahahaha)... og Gummi er farinn að pússa kúrekastígvélin. Nú vantar mig bara köflótta bómullarskyrtu og þröngar gallabuxur, þá er ég ready. Dolly Parton, Kenny Rogers, Loretta Lynn og félagar hafa alltaf verið stjörnur fyrir mér þannig að ég er gasalega spennt, íííííííháááááá! Þessi mynd er hins vegar af Lady Turtle í síðdegisgöngu með Hong Kong í baksýn í byrjun desember sl. How lovely.
miðvikudagur, janúar 18, 2006
Á ég?
þriðjudagur, janúar 17, 2006
Klístur
Á laugardaginn var tók Sydney á móti okkur klístruð og sveitt. Hitinn er alls ekkert óbærilegur, bara á milli 20 og 30 (hitabylgjan sem var um jólin er sem betur fer búin), en samt sem áður er rakinn þvílíkur að það er allt rakt og klístrað. Og til að róa ykkur þarna í kuldanum fyrir norðan, þá er engin sól hér heldur. Neibbs, það er bara úrhellisrigning!
Það er rúmur mánuður eftir af sumarfríinu hér og við ætlum að fara á eitthvað ferðalag. Veit samt ekki hvert, hvenær eða hvernig en það kemur í ljós á næstu klukkustundum. Ég er ekkert rosalega spennt fyrir að byrja aftur í skólanum. Langar bara mest að ferðast um allar trissur og fara svo heim að vinna. Þegar ég yfirgaf Ísland voru allir að fara yfirum í þessu DV máli (og vonandi eru allir endanlega hættir að kaupa það sorprit... sem reyndar birti hluta af síðasta bloggi mínu í þarsíðasta helgarblaði sem ég sá ekki) ... Hvað er í gangi?
Það er rúmur mánuður eftir af sumarfríinu hér og við ætlum að fara á eitthvað ferðalag. Veit samt ekki hvert, hvenær eða hvernig en það kemur í ljós á næstu klukkustundum. Ég er ekkert rosalega spennt fyrir að byrja aftur í skólanum. Langar bara mest að ferðast um allar trissur og fara svo heim að vinna. Þegar ég yfirgaf Ísland voru allir að fara yfirum í þessu DV máli (og vonandi eru allir endanlega hættir að kaupa það sorprit... sem reyndar birti hluta af síðasta bloggi mínu í þarsíðasta helgarblaði sem ég sá ekki) ... Hvað er í gangi?
þriðjudagur, desember 27, 2005
jól og bíó...
Gleðileg jól og allt það. Það er allt of margt annað að gera hér á Íslandi en að hanga í tölvunni og þess vegna hef ég ekkert verið að blogga. Það breytist þegar við förum aftur út til Aussie-lands 12.janúar. Ég hef haft það hriiikalega notalegt á Skerinu undanfarnar vikur og haft nóg að gera við að hitta fjölskyldu og vini. Það er nokkuð ljóst að maður býr ekki á Íslandi vegna veðráttunnar eða verðlagsins. Jömin eini, þvílíkt og annað eins. Þetta er alveg til að gera mann hálf deprímeraðan. Nú jæja, þetta fólk manns hérna er svo lekkert að maður flýgur heimsálfanna á milli til að vera nálægt þeim. Jábbs. Svo fór ég í bíó í gær á Little Trip to Heaven. Ég veit ég hef nöldrað áður á síðunni yfir íslenskum kvikmyndahúsum en ég læt það ekki stöðva mig og ætla að nöldra aftur. Myndin var góð, ég er ekki að nöldra því...en skoooo. Miðinn kostaði þúsund kall!!! OG....þar að auki var myndin brengluð fyrstu mínúturnar (og þeir byrjuðu ekki upp á nýtt á myndinni). Ekki nóg með að borga þúsara fyrir brenglaða mynd heldur var ég búin að gleyma þessum blessuðu hléum hérna á Íslandi. ARGGGGG. Þetta er algjörlega til að skemma fyrir manni myndina. Ef restin af heiminum getur farið í bíó án þess að taka pásu til að pissa og byrgja sig upp af meira poppi, af hverju getum við það þá ekki? Jamm, og svo þegar þessari ágætu mynd lauk og kreditlistinn fór að renna yfir stóðu allir upp og næstum því hlupu út. Ohhh... Í Ástralíu les fólk alltaf kreditlistann, og mér finnst það sjálfsögð kurteisi við Baltasar og alla þá Íslendinga sem komu að gerð myndarinnar að sitja rólegur í lok myndarinnar. Æ ohhh, ég er hætt áður en þetta verður leiðinlegri færsla.
þriðjudagur, nóvember 29, 2005
Busy girl...
Fraulein Þórhildur Birgisdóttir hefur ekki haft svona skipulagða dagskrá og mikið að gera síðan á Íslandi fyrir næstum ári síðan. Og hvað er svona mikið að gerast? Nú... út að borða, að sjálfsögðu! Ég get ekki sagt að ég hati þetta líferni beinlínis:) Hvernig verður það að flytja aftur til Íslands þar sem McDonalds telst með sem veitingastaður (og ekkert ódýr) og maður fer ALDREI út að borða, nema þá á American Style? hehe, ó men. Verðlag og veðurfar á Íslandi er alveg til þess að fæla mann frá búsetu á þessu annars yndislega skeri. Jæja, ég lofa samt að ég er ekki að fara að setjast að hérna í Oz þó það freisti að vera lengur. Síðustu daga höfum við Guðmundur verið dugleg að fara út að borða með hinum og þessum vinum og í dag erum við tvíbókuð (hádegismatur og kvöldmatur). Morgundagurinn fer svo bara í pökkun því við erum alveg að fara að leggja í hann heim, jibbííííí. Í fyrradag fór ég í hádegismat með fjórum öðrum úr einum bekknum mínum og kennaranum okkar í þinghúsið í Sydney. Hann var þingmaður í 8 ár og stefnir held ég jafnvel á að komast aftur á þing, mjög gaman að hafa einn svona "innanbúðarmann" fyrir kennnara. Þetta er mjög hress gaur, segist vera "leftist liberal" og hikar ekkert við að kjafta í okkur sögum og "leyndarmálum" af Howard og hinum félögunum í liberals. hehe, biður okkur bara um að fara ekki lengra með sögurnar. Hann fór með okkur um allt þinghúsið (sem aðrir túristar fá ekkert að skoða) og ég mátaði sætin meirihlutamegin, altso sæti Ríkisstjórnarinnar, og kunni vel við mig þar:)
miðvikudagur, nóvember 23, 2005
Þuríður Arna og Ingibjargarklukk
Til að byrja með vil ég segja ykkur aðeins frá henni Þuríði Örnu, dóttur Áslaugar vinkonu og Óskars. Þuríður er hvorki meira né minna en 3 og hálfs árs og eins og svo margir krakkar á hennar aldri elskar hún Latabæ og stelpurnar í Nylon. Fyrir ári síðan greindist hún hins vegar með illvíga flogaveiki og tvö æxli í heila. Síðan þá hefur hún verið í endalausum rannsóknum, þurft að taka lyf sem sljóvga hana og þurft að takast á við köst næstum daglega, oft mörg á dag. Ég hef ekki hitt hana síðan hún var pínulítil, en ég veit að þessi hetja kvartar ekki (þó það sé náttúrulega alveg leyfilegt annað slagið) og er alveg svakalega dugleg. Ég kvarta stundum ef kókið er búið eða það rignir úti. Hmmm. Jæja, í dag, miðvikudag er Þuríður að fara í stóra aðgerð á spítala í Boston, þar sem á að reyna að fjarlægja hluta af æxlinu. Ég hef hugsað mikið til hennar síðustu daga og hugur minn verður hjá henni núna þegar hún er í þessari mikilvægu aðgerð. Ég sendi alla mína bestu strauma til þeirra þriggja í Boston, og mun muna eftir henni í bænunum í kvöld. Vonandi að þið gerið það sama:) Það er linkur hérna til hægri á Áslaugu sem skrifar daglega frá Boston. Að öðru, Ingibjörg Ýr klukkaði mig aftur (og reyndar Áslaug líka) og ég ætla bara að svara þessu. Þið sem nennið ekki að lesa þetta, getið hætt lestrinum hér. Ég hef ekkert að gera, og hef sjálf gaman af useless information:)
1. Hvað er klukkan? 19:37
2. Hvaða nafn er á fæðingarvottorðinu þínu? Ekkert held ég, kannski stúlka Birgisdóttir
3. Hvað ertu kölluð/kallaður? Þórhildur, og Tótla. Ekki má gleyma Tótlu tetur (var kölluð það sem barn) ..nú og Toodle(s), og turtle, og Thorhilda eins og ástralir bera nafnið mitt fram. Aðallega samt tótla
4. Hvað voru mörg kerti á síðustu afmælisköku? hefðu verið 25. fékk ekki köku.
5. Hár? sítt og slitið, og brúnt.
6. Göt? Bara þessi venjulegu, og svo í sitthvor eyranu
7. Fæðingarstaður? Landspítalinn í Reykjavík.
8. Hvar býrðu? Sydney
9. Uppáhaldsmatur? get ekki nefnt neitt eitt, rjúpur, fiskur, sviðasulta, og íslenskar mjólkurvörur svo eitthvað sé nefnt.
10. Einhvern tíma elskað einhvern svo mikið að það hefur komið þér til að gráta? Já, sem betur fer er ég svo heppin að elska svo marga að það hefur oft grætt mig:)
11. Gulrót eða beikonbitar? Gulrót
12. Uppáhalds vikudagur? Laugardagar
13. Uppáhalds veitingastaður? McDonalds (djók)
14. Uppáhalds blóm? Liljur vallarins.
15. Hvaða íþrótt finnst þér skemmtilegast að horfa á? skíði... og svo frjálsar, handbolta og fótbolta.
16. Uppáhalds drykkur? vatn og kók
17. Disney eða Warner brothers? Disney
18. Uppáhalds skyndibitastaðurinn? veit ekki
19. Hvernig er teppið í svefnherberginu á litinn? ljósbrúnt
20. Hver var síðastur til að senda þér tölvupóst? skólinn. annars mamma.
21. Í hvaða búð mundir þú vilja botna heimildina á kreditkortinu? hmmm, fjúff, veit ekki af fataverslunu þá væri Ralph Loren Polo Sport fínt ef ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að borga kreditkortareikninginn.
22. Hvað gerir þú oftast þegar þér leiðist? fer í tölvuna, eða kíki á sjónvarp.
23. Hvaða spurning sem þú færð fer mest í taugarnar á þér? hvað ætlarðu að verða? en ég fæ hana reyndar sjaldan:)
24. Hvenær ferðu að sofa? miðnætti - 2. Síðustu daga 4! (var að læra)
25. Hver verður fyrstur til að svara þér þessu? enginn þarf að svara þessu
26. Hver af þeim sem þú biður um að svara þessu er líklegastur til að svara ekki? enginn, þar sem enginn á að svara.
27. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Australian Idol, sem var að klárast. Á Sex and the City og Seinfeld á dvd. Queer eye...voru líka góðir:)
28. Með hverjum fórstu síðast út að borða?? Gumma í gær. Þar áður með Gumma, Palla, Maríu og Michaelu. (betra svar)
29. Ford eða Chevy? Ferrari
30. Hvað varstu lengi að klára að svara þessu? 10 mín.
1. Hvað er klukkan? 19:37
2. Hvaða nafn er á fæðingarvottorðinu þínu? Ekkert held ég, kannski stúlka Birgisdóttir
3. Hvað ertu kölluð/kallaður? Þórhildur, og Tótla. Ekki má gleyma Tótlu tetur (var kölluð það sem barn) ..nú og Toodle(s), og turtle, og Thorhilda eins og ástralir bera nafnið mitt fram. Aðallega samt tótla
4. Hvað voru mörg kerti á síðustu afmælisköku? hefðu verið 25. fékk ekki köku.
5. Hár? sítt og slitið, og brúnt.
6. Göt? Bara þessi venjulegu, og svo í sitthvor eyranu
7. Fæðingarstaður? Landspítalinn í Reykjavík.
8. Hvar býrðu? Sydney
9. Uppáhaldsmatur? get ekki nefnt neitt eitt, rjúpur, fiskur, sviðasulta, og íslenskar mjólkurvörur svo eitthvað sé nefnt.
10. Einhvern tíma elskað einhvern svo mikið að það hefur komið þér til að gráta? Já, sem betur fer er ég svo heppin að elska svo marga að það hefur oft grætt mig:)
11. Gulrót eða beikonbitar? Gulrót
12. Uppáhalds vikudagur? Laugardagar
13. Uppáhalds veitingastaður? McDonalds (djók)
14. Uppáhalds blóm? Liljur vallarins.
15. Hvaða íþrótt finnst þér skemmtilegast að horfa á? skíði... og svo frjálsar, handbolta og fótbolta.
16. Uppáhalds drykkur? vatn og kók
17. Disney eða Warner brothers? Disney
18. Uppáhalds skyndibitastaðurinn? veit ekki
19. Hvernig er teppið í svefnherberginu á litinn? ljósbrúnt
20. Hver var síðastur til að senda þér tölvupóst? skólinn. annars mamma.
21. Í hvaða búð mundir þú vilja botna heimildina á kreditkortinu? hmmm, fjúff, veit ekki af fataverslunu þá væri Ralph Loren Polo Sport fínt ef ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að borga kreditkortareikninginn.
22. Hvað gerir þú oftast þegar þér leiðist? fer í tölvuna, eða kíki á sjónvarp.
23. Hvaða spurning sem þú færð fer mest í taugarnar á þér? hvað ætlarðu að verða? en ég fæ hana reyndar sjaldan:)
24. Hvenær ferðu að sofa? miðnætti - 2. Síðustu daga 4! (var að læra)
25. Hver verður fyrstur til að svara þér þessu? enginn þarf að svara þessu
26. Hver af þeim sem þú biður um að svara þessu er líklegastur til að svara ekki? enginn, þar sem enginn á að svara.
27. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Australian Idol, sem var að klárast. Á Sex and the City og Seinfeld á dvd. Queer eye...voru líka góðir:)
28. Með hverjum fórstu síðast út að borða?? Gumma í gær. Þar áður með Gumma, Palla, Maríu og Michaelu. (betra svar)
29. Ford eða Chevy? Ferrari
30. Hvað varstu lengi að klára að svara þessu? 10 mín.
mánudagur, nóvember 14, 2005
Heimsókn
Ef þið eruð að undra ykkur á af hverju hefur ekkert sést til mín á msn eða í kommentakerfum Bloggheima, hvað þá á Tótlutjattinu sjálfu síðustu daga, þá er svarið það, að Palli vinur minn er í heimsókn hjá okkur. Mikið er nú gaman að fá heimsókn, og sýna borgina "sína". Við höfum verið slöpp í næturlífinu, enda þreytt eftir mikinn lærdóm undanfarnar vikur, en höfum náð að gera ýmislegt annað skemmtilegt. Fórum til dæmis í dýragarð á föstudaginn. Mér fannst fyndnast þegar minnsti simpjansinn boraði í nefið og stakk svo puttanum í munninn, en það segir eflast meira um skopskyn mitt en þennan óforskammaða apakött:) Á laugardag röltum við um borgina og enduðum á Bondi í víetnömskum mat, (nammi namm) og í gær fórum við og fengum okkur í glas í Hunter Valley en þar eru margir helstu vínbúgarðar Oz. Gummi var bílstjórinn okkar og við Palli smökkuðum safann eins og við ættum lífið að leysa. Ég kom sæl heim með 6 flöskur, híhíhí. Gummi skrifaði eitthvað á síðuna okkar í gær um þessa vínsmökkunarferð, kíkið endilega á það, en ekki trúa öllu sem hann segir:) Nú er Palli hins vegar staddur í Melbourne og ég sit því uppi með Gvend minn. Er reyndar upptekin að klára einhver verkefni þannig að tíminn líður hratt. Að lokum vil ég koma á framfæri áhyggjum mínum af Heiðdísi Höllu. Hún er búsett í París, vonum að það sé allt í lagi með hnátuna.
þriðjudagur, nóvember 08, 2005
Skilmysingur
Þau voru nú ófá gullkornin sem féllu á Menntaskólanum, og mér finnst mjög mikilvægt að gleyma þeim ekki. Ætla að deila örfáum með ykkur hérna, og bæti svo kannski við. Ég man mjög vel eftir því til dæmis þegar Sigga átti að semja ljós í sögu í 3.bekk, og ljóðið byrjaði svona; "Sesar var fagurt fljóð." Hana vantaði eitthvað sem rímaði við "ljóð" og notaði orðið "fljóð" greinilega án þess að vera alveg viss á merkingunni. Fljóð, fyrir ykkur sem eruð enn að klóra ykkur í hausnum, þýðir stúlka. Ég man líka eftir því fyrsta veturinn að við stelpurnar vorum eitthvað að hneykslast og pirra okkur á strákunum í 3.J ...Danna Isebarn, Sigga Ben, og fleirum, sennilega samt aðallega þeim (hehehe), og Herdís sagði að hún vissi hvað þeir héldu að þeir væru. "Halda þeir að þeir séu einhver númer?" Spurði Herdís. Þetta hafði ég aldrei heyrt og svaraði; "ha...númer!?!??!, hvað meinarðu, númer hvað?". Jamm, og svo man ég eftir því í 4.bekk þegar við bekkurinn húktum útí glugga í frímínútum (lúðar) og vorum svona að fylgjast með mannlífinu, þegar Ásdís æpti (og var mjög undrandi) að dönskukennarinn (hvað heitir hún aftur?) hefði bakkað á staur á bílastæðini og hefði ekki einu sinni farið að hlæja! Ásdísi fannst þetta mjög spaugilegt og var hissa af hverju kennarinn stóð þarna niðri með súran svip og æpti, Fy og for helvede eða eitthvað í þá áttina. HAHAHA...ok, þetta er allt svona "you had to be there" en ég veit að þið ykkar sem lesið þetta og voruð með mér í bekk í MR brosið út í annað:) þarf að halda áfram að læra...