miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Þuríður Arna og Ingibjargarklukk

Til að byrja með vil ég segja ykkur aðeins frá henni Þuríði Örnu, dóttur Áslaugar vinkonu og Óskars. Þuríður er hvorki meira né minna en 3 og hálfs árs og eins og svo margir krakkar á hennar aldri elskar hún Latabæ og stelpurnar í Nylon. Fyrir ári síðan greindist hún hins vegar með illvíga flogaveiki og tvö æxli í heila. Síðan þá hefur hún verið í endalausum rannsóknum, þurft að taka lyf sem sljóvga hana og þurft að takast á við köst næstum daglega, oft mörg á dag. Ég hef ekki hitt hana síðan hún var pínulítil, en ég veit að þessi hetja kvartar ekki (þó það sé náttúrulega alveg leyfilegt annað slagið) og er alveg svakalega dugleg. Ég kvarta stundum ef kókið er búið eða það rignir úti. Hmmm. Jæja, í dag, miðvikudag er Þuríður að fara í stóra aðgerð á spítala í Boston, þar sem á að reyna að fjarlægja hluta af æxlinu. Ég hef hugsað mikið til hennar síðustu daga og hugur minn verður hjá henni núna þegar hún er í þessari mikilvægu aðgerð. Ég sendi alla mína bestu strauma til þeirra þriggja í Boston, og mun muna eftir henni í bænunum í kvöld. Vonandi að þið gerið það sama:) Það er linkur hérna til hægri á Áslaugu sem skrifar daglega frá Boston. Að öðru, Ingibjörg Ýr klukkaði mig aftur (og reyndar Áslaug líka) og ég ætla bara að svara þessu. Þið sem nennið ekki að lesa þetta, getið hætt lestrinum hér. Ég hef ekkert að gera, og hef sjálf gaman af useless information:)
1. Hvað er klukkan? 19:37
2. Hvaða nafn er á fæðingarvottorðinu þínu? Ekkert held ég, kannski stúlka Birgisdóttir
3. Hvað ertu kölluð/kallaður? Þórhildur, og Tótla. Ekki má gleyma Tótlu tetur (var kölluð það sem barn) ..nú og Toodle(s), og turtle, og Thorhilda eins og ástralir bera nafnið mitt fram. Aðallega samt tótla
4. Hvað voru mörg kerti á síðustu afmælisköku? hefðu verið 25. fékk ekki köku.
5. Hár? sítt og slitið, og brúnt.
6. Göt? Bara þessi venjulegu, og svo í sitthvor eyranu
7. Fæðingarstaður? Landspítalinn í Reykjavík.
8. Hvar býrðu? Sydney
9. Uppáhaldsmatur? get ekki nefnt neitt eitt, rjúpur, fiskur, sviðasulta, og íslenskar mjólkurvörur svo eitthvað sé nefnt.
10. Einhvern tíma elskað einhvern svo mikið að það hefur komið þér til að gráta? Já, sem betur fer er ég svo heppin að elska svo marga að það hefur oft grætt mig:)
11. Gulrót eða beikonbitar? Gulrót
12. Uppáhalds vikudagur? Laugardagar
13. Uppáhalds veitingastaður? McDonalds (djók)
14. Uppáhalds blóm? Liljur vallarins.
15. Hvaða íþrótt finnst þér skemmtilegast að horfa á? skíði... og svo frjálsar, handbolta og fótbolta.
16. Uppáhalds drykkur? vatn og kók
17. Disney eða Warner brothers? Disney
18. Uppáhalds skyndibitastaðurinn? veit ekki
19. Hvernig er teppið í svefnherberginu á litinn? ljósbrúnt
20. Hver var síðastur til að senda þér tölvupóst? skólinn. annars mamma.
21. Í hvaða búð mundir þú vilja botna heimildina á kreditkortinu? hmmm, fjúff, veit ekki af fataverslunu þá væri Ralph Loren Polo Sport fínt ef ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að borga kreditkortareikninginn.
22. Hvað gerir þú oftast þegar þér leiðist? fer í tölvuna, eða kíki á sjónvarp.
23. Hvaða spurning sem þú færð fer mest í taugarnar á þér? hvað ætlarðu að verða? en ég fæ hana reyndar sjaldan:)
24. Hvenær ferðu að sofa? miðnætti - 2. Síðustu daga 4! (var að læra)
25. Hver verður fyrstur til að svara þér þessu? enginn þarf að svara þessu
26. Hver af þeim sem þú biður um að svara þessu er líklegastur til að svara ekki? enginn, þar sem enginn á að svara.
27. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Australian Idol, sem var að klárast. Á Sex and the City og Seinfeld á dvd. Queer eye...voru líka góðir:)
28. Með hverjum fórstu síðast út að borða?? Gumma í gær. Þar áður með Gumma, Palla, Maríu og Michaelu. (betra svar)
29. Ford eða Chevy? Ferrari
30. Hvað varstu lengi að klára að svara þessu? 10 mín.

Engin ummæli: