mánudagur, mars 13, 2006

Tanið...



Hér hefur hitinn verið yfir 30 gráðum og rakt sem er svo sem í lagi nema þegar maður á að hanga inni að læra og vera í skólanum. Það stríðir gegn minni betri vitund að vera inni að læra í góðu veðri. Það er bara eitthvað rangt við það. Mér finnst heimalærdómi fylgja vont veður og vondu veðri fylgja heimalærdómur. Þessi tvö atriði geta ekki án hins verið. Alla vega finnst mér erfitt að venjast því að sitja sveitt á Bridgetbrókinni (djók) að læra með sólina skínandi inn um gluggann. Maður á að vera við kertaljós í lopaleistum og flíspeysu þegar maður lærir, og veðrið á að vera frekar boring.

Ég er fyrir löngu búin að gefast upp á taninu hérna í Sydney þar sem húðin mín virðist taka illa í ástralska sól. Það bara gerist ekkert, og svona tanoholics eins og ég vita að maður á að setja á sig sólarvörn (sérstaklega hér í Sydney) líka þegar maður er að vinna í brúnkunni, svo ég geri það samviskusamlega enda lærði ég það í tanology 101 að maður verður líka brúnn með sólarvörn en sleppur við hrukkur síðar meir á ævinni. Eða þær verða minni. Jamm. Jæja, ég verð bara að bæta mér upp brúnkuleysið (sem er svo sem ekki að hrjá mig alvarlega) síðar, get sólað mig á Costa del Sol og orðið svona eins og þessi senjora (sjá mynd); brún og fín. Hún kann sko að sóla sig þessi! ...assgoti seig bara, og kann örugglega öll trixin; spreyja kóki á sig, liggja á álpappír, bómull á milli tánna til að verða brún þar, snúa sér á kortersfresti, ofan í sjó á hálftímafresti (seltan í sjónum og endurspeglunin flýtir brúnkunni), kreista sítrónu yfir sig, hárband til að halda hárinu frá andliti/hálsi, gufubað í byrjun dags til að opna húðina og gera hana móttækilegri fyrir sólinni, loka húðinni í lok dags með kaldri vatnsgusu, bera á sig olíur á milli sólbaða til að viðhalda rakastigi húðarinnar, o.s.frv. Æi, þið þekkið þetta:)

Engin ummæli: