fimmtudagur, janúar 19, 2006

Ég hlusta bara á konnntrí...


Þessi vika hefur verið frekar róleg, þó við séum búin að vera að stússast eitthvað smá. Fórum í Aquarium í gær og fundum Nemo. Í dag var svo svona lokastúss áður en við leggjum í hann í smá ferðalag um landið. Við höfum ekki planað hvert við ætlum að fara né hversu lengi við ætlum að vera. Hins vegar þurfum við að vera komin aftur innan 4 vikna. Fyrsta stopp verður alla vega í sveitasælunni í Tamworth en þar er country music festival sem er vonandi okkur að skapi. Við erum alla vega búin að kaupa útilegubúnað fyrir heilar 5000 krónur (tjald, svefnpoka og dýnu í K-Mart ...hahahaha)... og Gummi er farinn að pússa kúrekastígvélin. Nú vantar mig bara köflótta bómullarskyrtu og þröngar gallabuxur, þá er ég ready. Dolly Parton, Kenny Rogers, Loretta Lynn og félagar hafa alltaf verið stjörnur fyrir mér þannig að ég er gasalega spennt, íííííííháááááá! Þessi mynd er hins vegar af Lady Turtle í síðdegisgöngu með Hong Kong í baksýn í byrjun desember sl. How lovely.

Engin ummæli: