mánudagur, mars 06, 2006

Rauði dregillinn

Jæja, þá er komið að kjóladómum Tótlu og Óskars í kjölfar gærkvöldsins. Mér finnst alltaf gaman að tjekka á hverju dömurnar klæðast á slíkum verðlaunahátíðum, enda fínt til að fá hugmyndir fyrir næsta árshátíðarkjól (NOT). Sumar eru voða fínar, aðrar ekki, svona eins og gengur og gerist og mér finnst þær oft óttalega kjánalegar eitthvað. Tjekkum á kjólatískunni í ár: sama hvað þið segið, mér finnst alltaf viss klassi yfir J-Lo, enda er hún svona sixtís gella núorðið og ég fíla það. Fínn litur á kjólnum, mætti þó ekki vera einum tóni meira út í brúnt því þá væri hann orðinn eins og gæsaskítur á litinn. Mér sýnist dressið í heild sinni vera nokkuð fínt. Hún hefði þó átt að skilja kallinn eftir heima, hann er eins og Drakúla. Hann fær þó prik fyrir hvað hann helst lengi giftur Jennifer.
Ástralirnir Heath Ledger og Michelle Williams voru bæði tilnefnd og hafa því væntanlega farið í bestu sparifötin sín. Ástralir eru rosalega montnir og stoltir af þessu Hollywood pari sínu og væntingarnar eftir því. Og hvað gerist svo? Hann er frekar venjulegur en hún er eins og misskilinn páskaungi. OJJJJJJJJ
Annar Aussie, Nicole Kidman. Húðin, hárið og kjóllinn er í sama lit svo Nicole er bara eins og eitt húðlitað/hvítt strik. NEIIII !!! Þetta má ekki og ég hélt að hún vissi það eða borgaði fólki sem veit það fyrir að segja sér það!?! Kjóllinn er klassískur en hefði mátt vera öðruvísi á litinn, eða Nicole mætti vera öðruvísi á litinn.

Ég held að ég gæti gert betur en þessar elskur ef J-Lo er kannski undanskilin, við erum jafnflottar. Jæja, meira seinna í kvöld. Laga kannski þetta blogg þá í leiðinni....

Engin ummæli: